Vikan


Vikan - 03.12.1970, Page 26

Vikan - 03.12.1970, Page 26
Hefur heimurinn fariö batnandi eða versnandi síðastliðinn áratug? SNORRI SVEINN, LISTMÁLARI: SR. ÖLAFUR SKÚLASON, SÖKNARPRESTUR: Áratugurinn færði ógnina nær Hver og einn hlýtur að nokkru að minnsta kosti að gefa sér forsendur þær, sem við er miðað, þegar kveða á upp svo víðfeðman „dóm" sem hér um ræðir. Mun enda vart unnt að finna þá mæiistiku, sem svo er hlutlæg og hlutlaus, að allir gætu fellt sig við niðurstöður hennar. Heimurinn er víður og ólíkir eru mennirnir, sem í honum finnast. Þess vegna mun hætt við því, að hornið, sem héðan sést og frá er talað, nái til aðeins örlítils hluta þess, sem annars staðar mundi í sjónmáli. Þó fer ekki hjá því, að ógn veki fréttirnar og lýsingarnar á afleiðingum þess, þegar lögmálun- um í náttúrunni er svo raskað, að ekki verður séð fyrir neikvæðar af leiðingar þess. Né vekur hitt nokk- urn fögnuð, hvað þá að rólegar sé hægt að hvílast, þegar lýst er áhrif- um mengunar í himinhvolfinu, svo að áhrif hefur á skin sólar og regn 26 VIKAN-JÓLABLAÐ Mengunin tekur til alls lífs Er heimurinn betri eða verri nú en hann var fyrir tiu árum? Er maðurinn betri eða verri nú en þá? Nú er svo komið í sögu þessa heims, að maðurinn einn ræður í raun og veru gangi málanna, og því er hann að mínu viti einasti mælikvarðinn á heiminn. Við getum ekki áttað okkur á heiminum nema maðurinn átti sig á manninum. Hvernig heimsmyndin kemur til með að þróast, fer eftir því, hvernig maðurinn telur sig þurfa að haga lífi sínu. A þessum áratug hefur mannkyn- ið stigið sitt stærsta skref. Það hefur klofað alla leið til tunglsins, og fyr- ir manninum hefur jörðin orðið í raun og veru fjarlæg stjarna, séð frá öðrum hnetti. Hverjir verða þankar mannsins eftir slíka för? Úr slíkri fjarlægð verður jörðin aðeins heimili mann- úr skýjum. Eða þá sú mengun, sem hrjáir og deyðir allt lif í vötnum og sæ. Verður því vart hægt að segja annað en það, að áratugurinn hafi fært ógnina nær, þó svo að vísinda- árangur og fræknilegir sigrar séu einnig ofarlega á blaði. Sé þá reynt að gera dæmið einhvern veginn upp, svo að bæði sé lagt saman og dreg- ið frá, þá hlýtur mínusinn að virð- ast stærri, þegar horft er til þess, að lífi öllu stafar hætta og ógn af röskun náttúrunnar og spillingu. Hvað manninn sjálfan áhrærir, þá fara enn saman andstæður kærleik- ans og tillitsleysisins, hjálpseminnar og grimmdarinnar, uppbyggingar- innar og eyðingarinnar, svo að vart mun hægí að segja, að maðurinn sem slíkur sé nokkuð verri en fyrr, en heldur varla hægt að fullyrða, því miður, að hann sé hætishótinu betri. ÖLAFIIR JÓNSSON, GAGNRÝNANDÍ: Stendur á sama Ég efast um að einkunnir eins og „góður" og „vondur" og stigbreyt- ingar þeirra séu hentugur mæli- kvarði eða tilfinningar manna hag- anlegt tæki til að mæla hvernig heimurinn „sé". Satt að segja stend- ur mér á sama. Þess vegna verð ég að leiða hjá mér að svara spurningu Vikunnar. -fa kynsins, furðulegt undur í ómælis- vídd geimsins, eitthvað sem ekki undir neinum kringumstæðum má glatast. En eru þá nokkrar líkur fyr- ir því, að þessi litla kúla verði máð burtu úr himinrúminu með öllu, sem á henni er, eða hafa framfarir síð- ustu tíu ára vakið með okkur viss- una um að svo verði ekki, heldur hafi allt orðið til hins betra og mann- kynið stefni nú tii farsælli tíma vegna vitsmuna sinna og tæknilegra framfara? Vð getum nú með því að opna blað eða kveikja á útvarpi eða sjón- varpi fengið upplýsingar um ástand heimsins rétt eins og að þrýsta fingri að okkar eigin púlsi. Og hvernig er þá ástandið? Þeir sem gleggst þekkja og vita segja okkur frá því, að innan tíu ára muni alit mannkyn kafna af völdum súrefnisskorts, ef ekkert verður að qert til að koma i veg fyr- ir það, sem almennt er kallað meng- un, röskun á eðlilegu jafnvægi nátt- úrunnar, en mengun þessi er svo margþætt og víðtæk að hún tekur til alls Itfs hér á þessari jörð, manna, jurta og dýra pólanna á milli, og ekkert er þar undanskilið. Það væri fásinna að segja að út- litið væri glæsilegt, þótt ekki séu taldar styrjaldirnar sem eiga sér stað, og hungrið og ofátið sem er síst betra en hitt, sem áður er talið, og ef einhver lætur sér detta í hug að hann sé saklaus af þessu öllu, þá hlýtur það að vera einhver misskiln- ingur. En spurning eins og þessi: Er heimurinn betri eða verri, er lær- dómsrík út af fyrir sig. Hún sýnir okkur það sem mest er um vert, að nútímamaðurinn spyr ekki bara um sveitina sina eða landið sitt, heldur um allan heiminn. Og ég hef þá trú, að sá sem spyr í aivöru um heiminn, muni öðlast sitt svar, og það að spyrja er að þroskast og þessvegna vil ég meina, að heimurinn sér þrátt fyrir allt á batavegi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.