Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 36
HEILABROT FYRIR ALLA FJOU
Margar fjölskyldur hafa fyrir sið aS glíma viS gátur og þrautir
ýmiss konar á jólunum. Á þessari opnu eru tíu
skemmtileg heilabrot bæSi þung og létt, svo aS allir í
fjölskyldunni ættu aS geta fundiS eitthvaS viS sitt hæfi, börn
jafnt sem fullorSnir. Þessar þrautir hafa þann kost, aS
þær er allar hægt aS setja upp á borSi, svo aS allir í
fjölskyldunni geti virt þær fyrir sér í einu og glímt viS þær.
TilvaliS er aS veita verSlaun þeim, sem fyrstur kemur
auga á réttu lausnina. Hlutirnir sem nota þarf viS þrautirnar
eru til á öllum heimilum, epli, sykurmolar, hnetur
og þess háttar. Og þá er bezt aS hafa þennan inngang ekki
lengri, en óska lesendum góSrar skemmtunar viS aS
brjóta heilann um þessar þrautir.
ELDSPVTNAÞRAUT
Taktu fram 18 eldspýtur og leggðu þær í
þríhyrning eins og gert hefur verið hér á
myndinni. Þríhyrningurinn samanstendur af
9 minni þríhyrningum. Þrautin er á þann
hátt, að þú átt að taka burt fimm eldspýtur
þannig, að aðeins verði eftir fimm þríhyrn-
ingar. Það er alltaf gaman að eldspýtna-
þrautum og þessi er sízt af lakara taginu.
SJÖ SKÚFFUR VERÐA NÍU
Ef sjö tómir eldspýtustokkar eru til á
heimilinu, er hægt að glíma við þessa þraut.
Við notum aðeins skúffurnar úr stokkunum.
Vandinn er að raða þeim þannig upp, að þær
breytist í rauninni úr sjö skúffum í níu.
Þetta er alls ekki eins erfið þraut og ætla
má í fljótu bragði, og engin brögð i tafli.
SPILAÞRAUT
Hér hefur verið stillt upp níu spilum í
þrjár raðir. sarnir eru efst, síðan koma tvist-
arnir og loks þristarnir. Getið þið flutt sex
spil á þann hátt, að samanlagt verði útkom-
an úr spilunum sex í hverri röð bæði lóðrétt
og lárétt? Gert er ráð fyrir, að ásinn sé einn,
tvisturinn tveir og þristurinn þrír.
TVEIR OG TVEIR
Þessi þraut er ósköp létt og ágæt fyrir
yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Hér hafa tíu
hlutir verið settir á borð. Það þarf ekki
endilega að nota þessa hluti, ef þeir eru ekki
fyrir hendi, heldur einhverja aðra, sem til-
tækari eru. En tveir og tveir hlutir þurfa að
eiga saman hvað skyldleika snertir, eins og
til dæmis hnífur og gaffall, pípa og eld-
spýtustokkur o.s.frv.
30 VIKAN-JÓLABLAÐ