Vikan


Vikan - 03.12.1970, Side 37

Vikan - 03.12.1970, Side 37
iKYLDUNA AÐ TÍNA EPLI Hér er ofurlítil reiknisþraut fyrir fullorðna fólkið. Sextán epli liggja í hring. Það á að velja sér eitt epli til að byrja með og skipta síðan á því og þriðja hverju epli. Við förum sólarganginn. Nú er spurningin: Hvaða epli á að taka íyrst til þess að epli númer 1 komi þar sem epli númer 16 er? Það þarf heldur betur að brjóta heilann við þessa þraut! ÞRJÚ GLÖS MEÐ JÖLAÖLI Hér hefur verið stillt upp sex glösum. Þrjú þeirra eru tóm, en þrjú eru fyllt með indælu jólaöli. Áður en þú drekkur jólaölið, verður þú að leysa eftirfarandi þraut: Með því að hreyfa aðeins eitt glasið áttu að koma þessu þannig fyTÍr, að þrjú glösin með jólaölinu standi í röð öðrum megin, en tómu glösin í röð hinum megin. FIMM SINNUM FIMM AÐ GIZKA Á ÞYNGD Á þessari mynd sjáum við fimm ólíka hluti: bók, öskubakka úr þykku gleri. kvenskó, banana og bolla úr postulini. Þið skuluð raða þessum hlutum upp á borð eins og hér er gert. Og þrautin er að gizka á, hvað þessir hlutir eru þungir, þ.e.a.s. ekki upp á kíló- gramm, heldur hver sé þyngstur og hver næstþyngstur og svo framvegis. Það má alls ekki snerta á hlutunum. PYRAMÍDI ÚR KAFFIBOLLUM Nú skuluð þið fara fram í edhús og taka út úr bollaskápnum tíu bolla, og raða þeim upp á borð, eins og gert er hér á mynd- inni. Þeir mynda hið sígilda pyramídaform, en nú er vandinn að snúa forminu alveg við, þannig að toppurinn snúi frá fjölskyldunni á myndinni, en botninn að henni. Það má að- eins hreyfa þrjá bolla til þess að gera þetta. VIKAN-JÓLABLAÐ 37 Hér hefur verið teiknaður á pappírsblað ferhyrningur með 25 rúðum, fimm á hæðina og fimm á breiddina. Ennfremur höfum við náð okkur í tíu sykurmola og staðsett þrjá þeirra eins og myndin sýnir. En það á eftir að staðsetja sjö sykurmola, og nú er vand- inn að gera það á þann hátt, að tveir molar verði í hverri röð, bæði lárétt og lóðrétt. Það má ekki hreyfa molana þrjá, sem þegar hafa verið staðsettir. HNETUÞRAUT Hér hefur verið raðað upp 36 hnetum í ferhyrning, sex hnetur á hæð og sex á breidd. Vandinn er að taka burt sex hnetur á þann hátt, að útkoman út úr öllum röðum, bæði lárétt og lóðrétt og meira að segja horn í horn líka sé jöfn tala, 2, 4 eða 6. Nú ríður á að brjóta heilann, áður en hægt er að brjóta hneturnar og éta þær, og spurningin er: Hvaða sex hnetur á að taka burt?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.