Vikan


Vikan - 03.12.1970, Side 38

Vikan - 03.12.1970, Side 38
Ég held að forsendurnar hljóti að vera leitandi, rannsakandi hugur. Lista- maðurinn þarf að kynna sér bókstaflega hvaðeina. Hann má ekki vera einstrengings- legur og álíta einhverja stefnu bezta, eða einhvern stíl. Hann verður að vera rannsakandi, ekki of fast- heldinn á sínar góðu hug- myndir, það hindur hann og þá hættir hann að minu áliti að vera listamaður. Myndlist virðist hafa verið meðal þeirra fyrstu kúnsta sem mannkynið nam. í því sambandi þarf varla að minna á hellamál- verk Krómanjon-manna og oft rekur menn í rogastanz er sér merki þeirrar snilldar, er hjarð- þjóðflokkar og veiðimenn, sem aldrei kunnu að draga til stafs, höfðu og hafa til að bera við gerð skartgripa og annars bún- aðar. Germanir hinir fornu, þar með taldir forfeður okkar vík- ingarnir, voru engra eftirbátar í þeim greinum, og af fornsögum má murka að smekkvísi í vali skartgripa hefur beinlínis verið talin til mannkosta - það þóttu allt barnavípur, sem aðrar kon- ur höfðu í skarti hjá henni, seg- ir um Guðrúnu Ósvífursdóttur. Síðan þá hafa stöðugt verið uppi á meðal okkar ágætir listamenn í margs konar handiðnum. Af íslenzkum gullsmiðum sem nú eru uppi er Jens Guðjónsson tvímælalaust í fremstu röð, og hafa gripir hans vakið sívaxandi aðdáun fyrir nýstárleik, frum- lega fegurð og fjölbreytni í formi. Jens var nýlega boðið vestur til Bandaríkjanna á veg- um þarlends innflutningsfyrir- tækis, og hafa munir hans því greinilega vakið athygli þar. Vik- an leit fyrir skömmu inn til Jens í vinnustofu hans í Suðurveri við Stigahlíð og spurði hann nokkurra spurninga viðvíkjandi list hans og áhugamálum. Jens er ísfirðingur, fæddur og uppalinn þar vestra. Tuttugu og eins árs að aldri fór hann til Reykjavíkur og í Iðnskólann; hóf gullsmíðanám. — Eftir nám- ið fór ég, sagði Jens, — nokkr- um sinnum erlendis til að til- einka mér hitt og þetta, sem ég hafði áhuga á, til dæmis það sem á útlendu máli er kallað síselering, — ég var einnig smá- tíma að kynna mér stálgröft. Svo fór ég að lokum á gullsmíða- háskóla, og má segja að það hafi verið mitt aðalnám. Skóli þessi er í Kaupmannahöfn og settur á stofn upp úr stríðinu í þeim til- gangi að mennta danska gull- smiði, reyna að fá fram eitthvað nýtt. Á þessum árum urðu með Dönum miklar framfarir í silf- ursmíði og reyndar á fleiri svið- um sem allir kannast við, svo sem í húsgagnasmíði. Háskóli þessi var tilraun gullsmiðastétt- arinnar til að gera átak í þess- um málum, með tilliti til mark- aða. Þar var ég við nám í tvö ár. — Var þetta langur skóli ár- lega? Skólinn var heilsdagsskóli, níu til tíu mánuði á ári. Þarna var margt að læra og alveg óskylt því sem ég hafði kynnzt hér heima. Hjá Dönum voru á þessum tíma menn eins og Koppel, sem var myndhöggvari og teiknaði fyrir Georg Jensen, og fleiri kúnstnerar, sem sköp- uðu nýjan stíl, þennan danska stíl: slétt form og skúlptúrískt. Ég kom þarna inn þegar þetta tímabil stóð hvað hæst. — Þetta hefur verið viss bylt- ing í gullsmíðalistinni? — Hér var um að ræða visst fráhvarf frá þessu dekoratíva hjá okkur og fleirum, og sem ég hafði fram að þessu fengizt mést ÞAÐ við; í Danmörku gætti þess þá enn nokkuð. Þeir voru með þessa gömlu skreytistíia, barok og rókokó. Þarna lærði ég geysi- lega mikið, að ég álít, því að ég kastaði frá mér öllu þessu gamla, enda ráðlögðu kennararnir mér það eindregið. Þeir sögðu að ef ég ætlaði að læra verulega, skyldi ég ekki hugsa um annað en það, sem væri til sýnis hjá þeim, og reyna að tileinka mér það. Og það tel ég mig hafa reynt. Á þessum tíma fór ég líka á söfn og fleira, og sá margt. Sumt af því sem Danirnir voru með þá minnti mig dálítið á gamalt silfur, enskt, sem mér fannst þeir nokkuð hrifnir af, en engu að síður var stíllinn mjög sérstæður hjá Dönum. Þegar ég var búinn að kynna mér hann, fannst mér stíllinn fallegur; var þá eiginlega runninn inn í hann. Það er mjög 38 VIKAN-JÓLABLAÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.