Vikan - 03.12.1970, Síða 44
HEYRA MA
Cþó íægra íátO
OMAR VALDIMARSSON
Litið inn í Tjarnarbæ, þar sem poppsöngleikurinn ÓLI er
sýndur af Litla leikfélaginu — og jafnvel þeim áhorfendum
sem vilja taka þátt í sýningunni.
Ljósmyndir: Egill SigurSsson.
4 „Hentugar einhliða
skoðanir fyrir öll tæki-
færi. Fjölbreytt úrval,
íslenzkir fjölmiðlar hf.“
VK> ÓLI
sem áður er nefnt. Og Óli er skemmtilegasta og
innihaldsmesta leikhúsverk sem ég hef séð.
Sú skoðun er sem óðast að breiðast út, að
mannkyninu sé ekki ætlað að vera hér öllu leng-
ur. Því ættum við að reyna að gera sem mest úr
þessum stutta tíma sem við eigum eftir:
„Stund, stund það var
og mikil stund var það.
Það var. . .
stund sakleysis og
stund trúnaðar.
Fyrir laungu — hlýtur það að hafa verið.
Ég á hérna Ijósmynd:
varðveittu minningarnar,
því þær eru allt sem þú átt eftir."
Poppsöngleikurinn ÓLI fjallar um þig og mig.
Allt frá því við fæðumst og þar til við höfum
æviskeiðið á enda runnið. (Það má vissulega til
sanns vegar færa, því leiknum lýkur á giftingu!)
Við fylgjumst með þv( hvernig við fæðumst og
hvernig þjóðfélagið mótar okkur — án þess að við
gerum við það nokkrar athugasemdir. Hugsa?
Hvað er nú það?
Yngstu áhorfendurnir skammast sín sjálfsagt
Allir poppleikir, sama hvað þeir heita og hvað-
an þeir koma, eru bornir saman við bandaríska
söngleikinn HAIR, sem við gerðum ýtarlega grein
fyrir í síðasta blaði. Og þegar það fréttist að Litla
leikfélagið væri með poppleik í takinu, var strax
komist að þeirri niðurstöðu að hann væri stæling
á HAIR.
Áður en lengra er haldið langar mig til að lýsa
yfir þeirri skoðun minni að það sé ekki rétt.
Að vísu vil ég viðurkenna að Hárið hef ég ekki
sé3, en tvílesið og haft mikið gaman af. Það
eina sem þessir tveir leikir eiga sameiginlegt,
að mínu viti, er að báðir spyrja spurninga um
manninn og þjóðfélagið. Það er slíkur reginmun-
ur á bandarísku og íslenzku þjóðfélagi að það er
mér hreint ekki skiljanlegt hvernig ætti að gagn-
rýna þessi tvö þjóðfélög á sama hátt. En nóg um
það- Aðalatriðið í því sem ég hef verið að fara
hér að framan er að ÓLI og Hárið eiga ekkert
sameiginlegt, nema er skyldi vera formið og það
44 VIKAN-JÓLABLAÐ