Vikan - 03.12.1970, Page 58
ÞARTIL,
AUGU ÞES
OPNAST....
FRAMHALDSSAGA EFTIR MIKE ST. CLAIR
Cathy heyrði hvað hann sagði, en
fannst það svo fjarstætt, að hún
gerði sér alls ekki grein fyrir, hvað
orð hans þýddu í raun og veru.
Henni var svipað innanbrjósts og
þegaf maður sér myndir af föngum
í einangrunarbúðum nazista frá
stríðsárunum. Maður sér vissulega
af hverju slíkar myndir eru, en hryll-
ingurinn er of mikill til þess að mað-
ur geti gert sér hann ! hugarlund.
Einmitt þannig leið Cathy nú.
— Eg get ekki gert það sjálfur,
útskýrði Ken hinn rólegasti. — Þá
verður ekki um neitt réttlæti að
ræða. Þú skilur það vonandi?
Hann beið eftir svari, en þegar
það kom ekki, hélt hann áfram:
— Þú verður að gera þetta. Þú
hlýtur að gera þér það Ijóst.
Cathy þorði ekki að andmæla
honum, taldi réttast að hafa hann
góðan, ef hægt væri. Hún reyndi að
sýna engin merki um ótta. Fætur
hennar voru þungir sem blý og hjart-
að barðist ákaft ! brjósti hennar. Ef
hann grunaði bara, hve hrædd hún
var . . Nei, hún varð að halda þv!
leyndu. Hann var geðveikur og gat
fundið upp á hverju sem var.
— En . . . en hvað mundi Jack
segja?
Það var fáránlegt að varpa fram
þessari spurningu, en hún gerði það
samt til þess að draga samtalið á
langinn og reita ekki Ken til reiði.
— Jack þarf ekki að vita neitt um
þetta, sagði Ken. — Þú getur kæft
barnið með kodda. Segðu, að kött-
urinn hafi gert það! Prissy er hvort
sem er hjá þér enn. Segðu, að kött-
urinn hafi lagzt ofan á barnið og
kæft það, á meðan það svaf. Slíkt
hefur komið fyrir. Ég hef lesið um
það ! blöðunum.
— Nei, sagði Cathy ósjálfrátt.
Hann leit tortrygginn á hana. Hon-
um fannst þessi hugmynd sín bréð-
snjöll. Hún var svo einföld og svo
rökrétt og gat ekki misheppnast.
Hvers vegna gat Cathy ekki skilið
það?
— Barnið finnur ekki hið minnsta
til, sagði Ken. — Það sefur bara og
vaknar ekki framar. Það er allt og
sumt.
Ken leit vonaraugum á Cathy. En
hún gat ekki komið upp einu einasta
orði.
— Skilurðu þetta ekki, sagði hann
óþolinmóður, en samt var minni hót-
un í rödd hans en oft áður.
— Þú verður að gera þetta, Cathy.
Lofaðu mér því! Þá erum við loksins
skilin að skiptum að fullu og öllu.
Þá skal ég láta ykkur ! friði, en ekki
fyrr. Þú skilur þetta, Cathy, er það
ekki?
Hann var viti sínu fjær, og Cathy
reyndi að hegða sér með þá stað-
reynd ! huga.
— Ég skal fara heim og hugsa um
þetta, sagði hún. — Þú heyrir frá
mér seinna. En þú gerir ekkert !
málinu, fyrr en ég hef látið þig vita.
Hún gekk hröðum skrefum út úr
myrkrakompunni. Henni fannst ó-
þægilegt að þurfa að snúa baki við
í dagstofunni
snarstönzuSu þau og
urðu sem lömuS af
ótta og skelfingu.
Stórum Ijósmyndum
af barninu þeirra
hafði verið stillt upp
út um allt herbergið...
ÁTTUNDI HLUTI
honum. Honum var trúandi til að
kasta sér yfir hana eða vinna henni
mein á einhvern hátt.
En hann reyndi ekkert ! þá átt-
ina. Þegar hún var komin út úr hús-
inu og hafði náð sér ( leigubd, sá
hún hins vegar, hvar hann kom æð-
andi út og kallaði á eftir henni:
— Þú verður að gera þetta, Cathy.
Þú vilt það kannski ekki fyrst. En ef
þú hugsar málið vel, þá hlýturðu að
sjá, að þetta er ekki nema réttlátt.
Þú verður að gera þetta!
Hann stéð kyrr og starði á eftir
leigubílnum. Síðan hljóp hann að
sínum eigin b(l. Hann varð að flýta
sér, áður en Cathy kæmi heim.
Þegar Cathy kom að stöðinni,
hringdi hún ! Jack. En hann var þá
nýfarinn niður í sjónvarpið til að
flytja ræðuna sína. Cathy leit á
klukkuna. Hún hafði tíu mínútur til
stefnu, áður en lestin lagði af stað
til San AAateo. Þegar þangað kom
ætlaði hún að aka rakleitt til sjón-
varpsstöðvarinnar, ná tali af Jack og
segja honum allt um Ken og fyrirætl-
un hans.
Hún hringdi heim.
— Ilsa? Hvar er barnið?
— Nú, ég held á því ! fanginu,
sagði llsa móðguð. — Er ég kannski
ekki vön að gæta þess sómasam-
lega?
— Hlustaðu nú á mig, llsa! Lok-
aðu báðum dyrunum! Settu öryggis-