Vikan - 03.12.1970, Side 59
keðjurnar fyrir! Og hleyptu engum
inn í húsið!
— Ég er nú alltaf mjög vandlát á
það, hverjum ég hleypi inn í húsið
og hverjum ekki, sagði llsa og var
enn móðguð. — Það þarf ekki að
áminna mig um það neitt sérstak-
lega.
Cathy hlustaði ekki á mótmæli
hennar, heldur hélt áfram aðvörun-
um sfnum:
— Þú mátt umfram allt ekki
hleypa inn f húsið Ijósmyndaranum,
sem kom til okkar um daginn. Þú
manst vel eftir honum, er það ekki?
Ilsa mundi vel eftir honum og
hafði litizt prýðilega á hann. Hún
skildi ekki, hvers vegna húsmóður-
inni var svona mikið f nöp við hann
og hvers vegna hún þufti að sýna
blásaklausum manni þá lítilsvirð-
ingu, sem hún hafði gert.
— Ef hann kemur, þá máttu alls
ekki hleypa honum inn, sagði Cathy.
I sömu svifum varð llsu það á, að
stíga ofan á köttinn Prissy. Hann rak
upp væl og Cathy heyrði það í sím-
anum.
— Gættu þess, að kötturinn kom-
ist ekki nálægt barninu, sagði hún.
— Það er karfa í fatahenginu í for-
stofunni. Settu Prissy ofan í hana,
þangað til ég kem.
— Já, ég hef alltaf sagt, að kettir
geta verið stórhættulegir smábörn-
um, sagði llsa. — Maður veit aldrei
upp á hverju þeir kunna að taka.
Nú var Cathy orðin svo óþolin-
móð, að hún næstum hrópaði:
— Gerðu eins og ég hef sagt þér
og ekkert annað! Ég sæki manninn
minn á leiðinni. Þetta er mjög áríð-
andi. Þú opnar ekki fyrir neinum,
fyrr en við komum heim.
Hún skellti tólinu á og hljóp út
til að ná í lestina.
Ken ók að heimili Cathy og
hringdi dyrabjöllunni. Þegar llsa sá,-
að það var Ken, hikaði hún við að
hleypa honum inn.
— Frú Byrnes hringdi og sagði,
að ég mætti ekki hleypa neinum
inn, sagði hún. En hún gat alls ekki
skifið, hvað Cathy hafði við Ken að
athuga. Henni þótti hann svo dæma-
faust geðugur, ungur maður.
— Ég er með myndirnar, sem
herra Byrnes pantaði. Hann sagði,
að ég ætti að koma með þær í dag.
Ken rétti fram myndirnar, svo að
Ifsa gæti séð þær. En hún hikaði
samt og minnfist aðvörunar Cathy.
— Komið aftur, þegar herra Byrn-
es er kominn heim.
— Það get ég ekki. Og ég þarf
alls ekki að koma inn. Ef þér opnið
bara örlitla rifu, þá sting ég mynd-
unum inn til yðar. Þér þurfið ekki
einu sinni að taka öryggiskeðjuna
af, ef þér eruð hræddar.
Ilsa var ekki hrædd. En um leið
og hún opnaði dyrnar í hálfa gátt,
greip Ken utan um handlegginn á
henni svo fast, að hún æpti af sárs-
auka.
— Takfu öryggiskeðjuna frá! Ann-
Framhatd á bls. 64.