Vikan


Vikan - 03.12.1970, Page 72

Vikan - 03.12.1970, Page 72
It’s ORIS for us! ORIS: a watch that is just right for us youngsters — shock resistant, antimagnetic, completely waterproof — able to stand up to rough treatment. You cannot wear it downl Yet it is very reasonable in price. ORIS úrin eru mest seldu skólaúrin á fslandi. Biðjið úrsmið yðar um ORIS. 1 árs ábyrgð. Franch Michelsen Úrsmíðameistari - Laugavegi 39 ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. UTAVER Bsvraa-Z4 30280-3ZZBZ Ken opnaði hurðina í hálfa gátt. — Ég gleymdi að segja yður, að það er bannað að hafa húsdýr. Enga hunda og enga ketti í herberginu! — Það var leiðinlegt, sagði Ken. — Ég er einmitt með eina pinulitla anganóru hérna hjá mér. En eins og þér segið . . . Hann tók fram tíudollaraseðil og stakk í höndina á henni. — Getum við beðið í nokkra daga? Ég á vin, sem getur hjálpað mér að lóga dýrinu. Jack og Cathy biðu í dagstofunni eftir að sfminn hringdi. Cathy hélt eo hún mundi missa vitið, ef Ken léti ekki frá sér heyra. Það voru liðnir 24 klukkutímar frá þvi að hann raendi barninu, og henni fannst hún gæti naumast haldið biðina út öllu lengur. Hún var enn þung í höfðinu af svefntöflunum og veigraði sér við að taka fleiri. Hún varð líka að vera vakandi og reiðubúin, ef barnið skyldi þurfa hennar með. Jack hafði setið hjá henni, þegar hún vaknaði og hafði ekki vikið frá henni síðan. Þau töluðu ekki mikið saman, en fannst gott að finna ná- vist hvors annars. Menchell og Crosley voru á stöð- ugum þeytingi út og inn. Nokkrum sinnum lögðu þeir spurningar fyrir Cathy, en að öðru leyti var hún lát- in í friði. Síminn hringdi oft og í hvert skipti fékk Cathy sting í hjartað. En samtölin voru alltaf til MencViells eða Crosleys. — Stendur lýsingin heima, sagði Menchell eitt sinn f sfmann. Þegar hann hafði lagt tólið á, sagði hann sigri hrósandi við Cros- ley: — Ætli við séum ekki að komast á sporið núna? Þetta hefur verið hann. — Já, vissi ég ekki, sagði Crosley. — Hvað þá, spurði Cathy. Enginn svaraði spurningu hennar. í staðinn sagði Menchell: — Læknirinn, sem eyddi fóstrinu, hét hann ekki Parkington? — Jú, en það má ekki flækja hon- um inn í málið. Hann hjálpaði mér, sagði Cathy. — Við gerum honum varla neitt ónæði, sagði Menchell. Hann sneri sér að Jack: — Við erum með sérstakan hlust- unarútbúnað hérna frammi. Þér vild- uð kannski líta á hann? — Og skilja konuna mína eftir eina? — Hússins er vel gætt, sagði Crosley. — Og ég get verið hér hjá frú Byrnes. Jack þrýsti hönd Cathy. Hún var ísköld. —■ Ætlarðu ekki að reyna að hvfla þig og sofna aftur ofurlitla stund? — Nei, en far þú. Ég sé um mig. Jack fór með Menchell, sem vildi tala einslega við hann til þess að skýra honum frá morðinu á Park- ington lækni. Ken hafði sézt fara inn í húsið, þar sem hann var myrt- ur. Það lék lítill vafi á því, að hann væri morðinginn. yólaskcið 1970 HÖNNUÐ AF JENS GUÐJÖNSSYNI Jens GutjdusM LAUGAVEGI 60 og SUÐURVERI — Guð minn góður, hrópaði Jack. — Þetta gerir útlitið enn verra. Hann virðist þá svífast einskis. Cathy fékk ekki að vita um morð- ið á Parkington. Hún var grafkyrr og starði upp í loftið; reykti ekki, las ekki, baðst ekki einu sinni fyrir. Hún beið aðeins eftir að sfminn hringdi. Það var dauðaþögn f herberginu og tekið að rökkva. Öðru hverju heyrðust vindhviður fyrir utan. Cathy heyrði breim í ketti langt í burtu. Hún minntist Prissy, og það fór hrollur um hana. Þá hringdi síminn, Cathy spratt á fætur. Hún var búin að taka tólið upp, áður en önnur hringingin hófst. Hún heyrði rödd Kens. Hann söng vögguvísu. Söngur hans heyrðist strax í há- talara í hlustunarherberginu. Men- chell hrökk í kút og greip hljóðnem- ann samstundis: — Rannsakið hvaðan hringt er! Jack stóð við hlið honum með kreppta hnefa. Þegar Ken hætti að syngja, sagði hann: — Barnið þitt bíður eftir þér, Cathy. 72 VIKAN-JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.