Vikan


Vikan - 07.01.1971, Page 8

Vikan - 07.01.1971, Page 8
Það lá við, að aðmírállinn reiddist, en bæði var, að hann var af hreinum engilsaxneskum stofni allt ofan frá Mayflower-leiðangrinum og hafði auk heldur til að bera það jafnaðargeð, sem hæfilegt viskísötur upp á hvern dag skapar. — You say something, varð hon- um að orði . . . Vikan bregður á ieik í þetta skipti, eins og hún gerði oft hér í eina tíð. Við birtum spennandi ævintýri, sem vonandi verður lesendum til skemmtun- ar í skammdeginu. Hér kemur fyrsti hlutinn og hann segir frá því... Þegai* bylting vai* gerh í Reykjavík ... KLUKKAN VAR UM hálffimm síðdegis. Stjórnarfundi var að ljúka í húsakynnum forsætisráðuneytisins í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu. Allir ráðherrar voru viðstaddir nema að sjálf- sögðu viðskiptamálaráðherra, sem var erlendis að vanda. Fundur- inn hafði verið viðburðalítill, svo sem flestir slíkir undanfarin ár, síðan hin raunverulega stjórn þjóðarbúsins hafði færzt úr hönd- um ríkisstjórnarinnar í hendur bankastjóra Aurabankans og for- stjóra Tölvizkustofnunarinnar. Núorðið voru ráðuneytisfundir fólgnir í bví að fá ráðherrana til að melta tillögur þessa tvístjóra- veldis og telja sér trú um, að þær væru frá beim sjálfum. Vegna allmikillar æfingar síðustu árin var þetta farið að ganga fljótt og greiðlega fyrir sig. Einna erfiðlegast gekk að troða þessum lær- dómi ofan í landbúnaðarráðherrann, dreifbýlismann af gamla skólanum, sem eins og aðrir hans líkar og samtímamenn höfðu komið inn í stjórnmálin af þörf lands og lýðs, en ekki sem hug- sjónalausir atvinnupólitíkusar, sem nú urðu fjölmennari í þing- sölunum með hverju ári. Hann var menntunarlítill, jafnvel á mælikvarða þingmanna, en atorkusamari en flestir hinna ráð- herranna til samans. Þótti þeim sem landbúnaðinum væri gert fullhátt undir höfði fyrir hans tilstilli. í stuttu máli sagt: stjórnin og þingið fengu að ráðska með kjós- endur, en aurabankastjórinn með þjóðarbúið. Hann var jafn alger drottnandi hins íslenzka lýðveldis og Sesar rómverska heims- veldisins forðum daga. Þing og stjórn voru fyrst og fremst til sýnis fyrir háttvirta kjósendur, eins og öldungaráðið í Róm á tímum keisaranna. En ísland beið enn síns Brútusar. Fundi var lokið. Forsætisráðherra stóð á fætur, kinkaði kolli kumpánlega til samráðherra sinna: — Sjáumst á þingfundi á morgun. Hann stóð upp og gekk til dyra, en opnaði þær ekki. Það var gert fyrir hann að þessu sinni. Sá, sem það gerði, var ungur maður^ í heldur þvældum ígangs- klæðum, svartur yfirlitum, otureygur og vel í hold- um. Ráðherrarnir könnuðust þegar við hann. Hann var skriðu- hlaupafræðingur að mennt og formaður í félaginu Menningar- tengsl íslands og Innri-Mongólíu. Meðlimir félags þessa voru löngu kunnir að því að rutla í byltingarkenndum hugmyndum, en höfðu til þessa ekki verið teknir alvarlega, hvorki af sjálfum sér eða öðrum, enda flestir meinlausir; höfðu ekki gert af sér annað verra en mála skip og spjöld og riðlast á girðingum kring- um herstöðvar, sem búið var að leggja niður hvort eð var. Skriðuhlaupafræðingurinn varð fyrri til að hefja máls: — Þið eruð hérmeð teknir fastir, sagði hann formálalaust. — Það er meining okkar og vilji að forðast illindi, svo að ég vona, að þið sýnið ekki mótspyrnu. Að sjálfsögðu þurfið þið þá ekki að óttast að þið bíðið minnsta tjón á sál og líkama, burtséð frá frelsisskerðingunni. Hann gekk inn í herbergið og fylgdarmenn hans á hæla hon- um, flestir meðlimir sama félags. Þetta voru mest ungmenni, flest vöðulslega klædd og óborgaraleg útlits, búningur og hár- vöxtur flestra með þeim hætti að kyn varð illa greint, nema á þeim sem höfðu sítt hengiskegg eins og janissarar. Sumir voru með mongólskar loðhúfur. Hvað á svona gamansemi að þýða? spurði forsætisráðherra. Sjávarútvegsmálaráðherra, dökkur maður á hár, mikill vexti og kraftalegur, tók stefnu beint á dyrnar með svip, sem virtist gefa til kynna, að hann sæi ekki komumenn. En samstundis dró skriðuhlaupafræðingurinn upp skammbyssu og miðaði i andlit honum. Þið sjáið að þetta er alvara, sagði hann. Nú fylgið þið okkur vonandi góðfúslega í nafni byltingarráðs íslenzku endur- reisnarinnar. NIÐRI Á LÖGREGLUSTÖÐ sátu lögreglustjóri og varðstjórar á fundi ásamt yfirmanni rannsóknarlögreglunnar. Þeir ræddu hin fjölmörgu afbrot, sem undanfarna daga og nætur höfðu gengið eins og alda um borgina. Að sjálfsögðu hafði lögreglunni ekki tekizt að upplýsa þau. 8 VIKAN i tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.