Vikan - 07.01.1971, Page 19
og kanarífugl
ÞANGAÐ TIL FYRIR nokkr-
um vikum hafði Lucile alltaf
haldið að hún væri í þeim hópi
manna, sem fæddir eru til að
vera hamingjusamir. Samt sem
áður var langt frá því að hún
baðaði í rósum: hvernig sem
veður var, og það skal viður-
kennt að veðrið í París er oft-
ar drungalegt en gott, þá var
Lucile komin út klukkan sjö á
morgnana, til að útbúa blóm-
vendina sína, sækja borðið, sem
hún kom fyrir á palli fyrir
framan skúr við Platre-götuna,
inn í portið, ásamt járnvösun-
um undir blómin, sem keypt
voru kvöldið áður á markaðn-
um og hjálpfús blómasali flutti
til hennar um leið og hann
flutti sín eigin blóm. Herberg-
ið, sem hún kom heim í eftir
vinnu seint á kvöldin, var ekki
stórt og hafði engin þægindi.
Allan daginn
lét Lucile
sig dreyma
um ókunna
manninn.
Hvers vegna
hafði hann
gefiS henni
blóm? Hún
hafði þó aldrei
séð hann
áður. En það
gerði henni
létt í skapi.
Aldrei hafði
Nikulási dottið í
hug að gefa
henni blóm ...
SMÁSAGA EFTIR
GABRIELLE
CARRINI
En þar fannst Lucile hún líka
hafa verið heppin: Nicolas,
unnusti hennar, hafði gert upp
herbergið fyrir hana og búið
úr því litla höll handa henni,
meðan þau biðu eftir því að
draumurinn um þessa lang-
þráðu íbúð, sem hann talaði sí-
fellt um, yrði að veruleika, svo
þau gætu gift sig.
v Meðan Lucile var að útbúa
borðið sitt í rigningunni þenn-
an morgun í byrjun nóvember,
var hún samt sem áður svo
hrygg, að hún þurfti að beita
allri sinni orku til að blanda
ekki tárum sínum saman við
stóru regndropana, sem flýttu
sér svo mikið og runnu niður
eftir regnkápunni hennar, eft-
ir höndunum á henni yfir stóru
margariturnar hennar, rósirnar
og fjólurnar. Ástæðan var sú,
að Nicolas var í fyrsta skiptið
í marga mánuði orðinn eitt-
hvað öðruvisi í hennar garð.
Lucile var ástfangin af unn-
usta sínum, kannski of ástfang-
in og hún dró sorgbitin þá
ályktun að ástin væri orsök
þess að hamingjan hefði snúið
við henni bakinu.
- Hvað getur verið að hon-
um? spurði hún sjálfa sig.
Hann var orðinn æstur í skapi;
kvöldið áður hafði hann þótzt
eiga eitthvert áríðandi erindi
svo að hann gat ekki borðað
kvöldverð hjá henni, eins og
hann var vanur, þegar hann
var búinn að hiálpa henni að
ganga frá og setia inn borðið.
Og þegar hún hafði orð á því,
að þetta væri í fyrsta skiptið
sem hann skildi hana eina eft-
ir á sunnudegi. bá hafði hann
ekki brosað heldur orðið æst-
ur og fundizt hún haga sér
eins og kjáni.
Hvers vegna er hann svona?
sagði Lucile við sjálfa sig hálf
upphátt. Ég er líka þreytt, ég
hef líka erfitt starf og samt
læt ég hann ekki vera einan,
án þess að gefa honum full-
nægjandi skýringu. Hvers
vegna? endurtók veik rödd
innra með henni, svo það fór
hrollur um hana, vegna þess
að hann elskar þig minna....
•—■ Er það í dag, sem þau
fást ókeypis? Leigubílstjóri
nokkur, fyrsti viðskiptavinur-
inn hennar þennan morgun,
hafði stanzað fyrir framan
borðið hennar og valdi sér
blómvönd. Að minnsta kosti
þrisvar í viku í meira en heilt
ár hafði hann stanzað þarna á
leiðinni á bílstöðina og alltaf
sagt sömu setninguna. Venju-
lega svaraði Lucile: —• Ekki í
dag, á morgun! En þennan
morgun gleymdi hún að svara.
— Hvað er það sem amar
að? Hefur hann nú rifizt við
þig? sagði bílstjórinn, sem ekki
vissi að hún var trúlofuð, um
leið og hann borgaði.
— Nei, svaraði Lucile og
hristi höfuðið. Nú kom fólk
upp úr neðanjarðarbrautinni
og hún fékk nóg að gera. Það
var mánudagur og margt vinn-
andi fólk keypti lítinn blóm-
vönd, til að lífga upp á vinnu-
stofuna sína eða skrifstofuna í
byrjun vikunnar.
Ungur maður með stór blá
augu og liðað óstýrilátt hár
hafði stanzað fyrir framan
borðið.
— Fallegan blómvönd?
spurði Lucile.
Ungi maðurinn virtist hika.
Hann virti fyrir sér blómvend-
ina, valdi fyrst stór gul blóm
og síðan rósir, en þær voru
ekki mjög fallegar: rigningin
hafði leikið þær illa.
—- Ætlið þér að gefa þær?
Já.
Takið þá fjólurnar. ráð-
lagði unga stúlkan. — Þær
standa lengur, þær eru alveg
nýjar. því þetta eru þær fyrstu
á árinu. Sjö krónur stærri
vendirnir. sem eru jafn stórir
og þrír á tvær og sextíu. Það
borgar sig.
-— Það eru blómin, sem kon-
ur vilja helzt, sagði Lucile
sannfærandi.
Un“i maðurinn leit á hana
m°ð bessum stóru augum. —
Eruð þér vissar um það?
Alveg viss, svaraði hún
hlæjandi.
Hann borgaði og flýtti sér í
burtu, um leið og hann bretti
upp rúskinnskraganum á blúss-
unni sinni, til varnar gegn
regninu.
— Það hefur einhver gleymt
blómunum sínum, sagði blaða-
sölukonan, sem verzlaði þar
rétt hjá, allt í einu. — Þau eru
Framhald á bls. 40
1. tbi. VIKAN 19