Vikan


Vikan - 07.01.1971, Síða 37

Vikan - 07.01.1971, Síða 37
GLEYMDU EF ÞÚ Framhald af bls. 15. lofaði að halda okkur utan við þetta. — En ef hann getur það ekki? Og ef lögreglan . . . ef við verðum kallaðar fyrir rétt sem vitni? — Og hvaða máli skiptir það? — Allir mundu segja . . . Allir mundu álíta að við værum .... — Að við værum kátar og 6- giftar stelpur. — Nei, miklu verra en það. Ég mundi ekki geta afborið það. Ég mundi heldur ganga í sjóinn. — Góða bezta, vertu ekki svona heimsk. Hvað heldurðu eiginlega að þú sért? — Ef mamma hefði lifið . . . — En nú er hún dáin, svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni. Og ef hún hefði vitað, að þú hefðir ekki nema um tvennt að velja: að vera svolítið góð við karlmenn eina kvöldstund eða deyja úr sulti ella, — þá er ég viss um, að hún hefði skilið þig mæta- vel. — Ingigerður! — Þú veizt jafn vel og ég, að það er enga vinnu að hafa. Við vorum búnar að reyna allt, hrökt- umst frá einum atvinnurekandan- um til annars, án þess að fá nokk- urs staðar vinnu. Þú streitist við að kenna í þessum tónlistartímum, enda þótt þú fáir lítið sem ekkert borgað fyrir það, og ég fæ eitt og eitt statistahlutverk í leikhúsunum. Það er allt og sumt. Hvorug okkar gæti dregið fram lífið, ef við ekki . . . ef við ekki . . . Hún þagnaði. Það var hún sem borgaði bróðurpartinn af kostnaðinum við fæði þeirra og húsnæði, en hún vildi ekki hafa orð á því. Og Mikaela var eldrauð í framan. Hún hafði ekki ráð á að predika og gera sig breiða, þegar hún naut góðs af peningum Ingigerðar. Ef Ingigerð- ur var lauslætisdrós, hvað var hún þá sjálf annað, þegar allt kom til alls? Henni fórst ekki að vera með siðferðispredikanir. Hún hafði Ifka selt ást sína fyrir peninga. Maður- inn hafði verið vingjarnlegur út- lits, en miklu eldri en hún og far- inn að grána í vöngum. í sakleysi sínu hélt hún fyrst, að umhyggja hans fyrir henni stafaði af tómri vináttu. En þegar henni varð Ijóst hver tilgangur hans var í raun og veru, þá hafði hún ekki hugrekki til að streitast á móti honum. Hann varð verndari hennar, á sama hátt og Birgir Rosén var verndari Ingi- gerðar. Það var engin munur á þessu, þótt hún hafi reynt að friða sjálfa sig með fátækt sinni og erf- iðum ástæðum. Hún var ekki hót- inu skárri en Ingigerður. Og að fenginni þessari fyrstu reynslu varð hún að játa, að innst inni var henni vel Ijóst í hvaða til- gangi Ingigerður hafði boðið henni með sér á veitingahúsið í gær- kveldi. Það átti að útvega henni nýjan verndara og viðskiptavin. Og hún hafði farið með án þess að mótmæla. að fór hrollur um hana, þegar hún minntist þess, hvernig hinn feiti Sixten Strömberg fálmaði skyndilega fram fyrir sig með höndunum og féll síðan hjálp- arvana að fótum henni. Hún hélt, að hann væri ofurölvi og ætlaði að draga sig í hlé. En hann var látinn. Hann lá hreyfingarlaus á gólfinu í einkaherbergi ( veitinga- húsinu og brostin augu hans störðu á hana. Hendur hans, sem nýver- ið höfðu haldið um handlegg henn- ar, voru nú lífvana og líktust feit- um, afskræmdum krumlum. Hún var gráti næst, þegar hún rifjaði þetta upp, en reyndi að harka af sér. Það þýddi ekki að fást um orðinn hlut. Ingigerður hafði rétt fyrir sér. Og það var alls ekki ó- hugsandi, að Birgir Rosén mundi takast að halda þeim utan við þetta mál. Hann hafði þegar ( stað pant- að leigubíl handa þeim og skipað þeim að fara tafarlaust heim. Eng- inn hafði veitt þeim eftirtekt. Hún mátti sannarlega vera honum þakk- lát. — Já, meðal annarra orða. Stakk ekki Sixten einhverju að þér i gær, spurði Ingigerður og glotti. Mikaela gat varla roðnað meira en hún gerði. — Jú, hundrað krónum, sagði hun lágt. Hann sagði, að ég skyldi kaupa mér eitthvað fallegt fyrir það. Ég vildi ekki taka við því, en hann var svo ákveðinn, að ég komst ekki hjá því. Og svo.... bara rétt á eftir, þá . . . Hún settist og fól andlitið í höndum sér. — Var ég ekki búin að segja þér, að hugsa ekki meira um það! — Ég hefði ekki átt að taka við þessum peningum. Ég hafði ekki Fjttlbreytt úrval af káparn og kjálaai stæröir 34 ■ 52 Fástseadam aai laad allt v/Laulgalæk, sími 33755. Laugavegi 116, sími 83755. i. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.