Vikan


Vikan - 07.01.1971, Síða 40

Vikan - 07.01.1971, Síða 40
•að hún gat farlð framúr, bætt koksi í kamínuna og lagað sér t6. Ingigerður hafði keypt ofurlítinn mat handa henni, áður en hún fór. Það var brauð og smjörlíki í skápn- um, en Mikaela snerti ekki á því. Hún hefði getað hringt til einhvers nágrannans og beðið hann að hjálpa sér, en hún þorði það ekki. Hún óttaðist, að pósturinn mundi halda, að enginn væri heima og þykja það kynlegt. Þess vegna opnaði hún dyrnar öðru hverju og tók inn póstinn. Ef bréfin lægju óhreyfð lengi, gat hann ímyndað sér, að eitthvað hefði komið fyrir og gert veður út af því. En hún megnaði ekki að opna bréfin og lesa þau, heldur lagði þau á borð- ið og fór síðan aftur í rúmið. En smátt og smátt minnkaði hitinn og Mikaela fann ekki eins mikið til í hálsinum og fyrstu dagana. Hún gat drukkið teið sitt, án þess að fá tár í augun af sársauka, og hún fann að hún var að byrja að verða svöng. Silf- urljóst hár hennar var svitastorkið og allt í hinni mestu óreiðu. Hún var náföl og illa útlítandi eftir veikindi og allar þær áhyggjur, sem hún hafði haft. En lögreglan hafði ekki barið að dyrum hjá henni, eins og hún hafði óttazt, og enginn hafði yfirheyrt hana eða spurt í þaula til að komast að raun um, hvar hún hefði verið kvöldið, sem atburðurinn gerðist á veitinga- húsinu. Ingigerður hafði þá ef til vill haft rétt fyrir sér. Og ef til vill hafði Birgi Rosén tekizt að forða þeim frá öllum óþægindum í sambandi við þetta, eins og hann hafði lofað. Mikaela var farin að vona það. Einn morguninn opnaði hún loksins bréfin og las þau. Tvö þeirra voru frá Ingigerði. Hún þekkti strax óreglulega skrift hennar utan á umslaginu. Eitt bréf- ið hafði að geyma reikning fyrir kol og koks. En eitt bréfið var í stóru og virðulegu umslagi úr dýr- um og fínum pappír. Það hafði fyrst verið sent á gamla heimilis- fangið hennar, þar sem hún hafði búið í lítilli og óhrjálegri íbúð með móður sinni. Þetta bréf var frá lögfræðiskrif- stofu í Jököping. Framhald í næsta blaði. FJÓLUVÖNDUR OG KANARÍFUGL Framhald af bls. 19. þarna, á kassanum þínum, fjóluvöndurinn. .. . — Það hefur ungi maðurixm gert! hrópaði Lucile upp yfir sig. — Það tók því að vanda S’ig svona! Hún hafði þekkt stóra fjóluvöndinn. — Hæ, ungi maður í rúskinnblússunni! Blómin yðar! Vegfarandi gerði unga mann- inum aðvart og hann sneri við. — Blómin yðar, sagði Lucile. — Þér gleymduð þeim. — Nei, svaraði ungi maður- inn. — Ég gleymdi þeim ekki. Hann tók vöndinn, horfði svo- litla stund á hana og lagði þau svo milli handa hennar: — Þau eru handa blómasölustúlk- unni, sagði hann. Svo flýtti hann sér í burtu. — O-o, sei, sei! Ef þetta er ekki ástarjátning, þá þori ég að hengja mig, sagði blaðsölu- konan hlæjandi. —O— Allan daginn lét Lucile sig dreyma um ókunna manninn. Hvers vegna hafði hann gefið henni blóm? Hún hafði þó al- drei séð hann áður. Var hann að gera gys að henni? Það var skrýtin hugmynd að gefa af- greiðslustúlkunni blómin, sem hann var að kaupa af henni! En það gerði henni létt í skapi. Ekki hefði Nicolas dottið ann- að eins í hug... . Nicolas hafði aldrei dottið í hug að gefa neina gjöf. Svo sá hún eftir að hafa verið svona ósanngjörn: hafði hann kannski ekki gefið henni allan viðinn í skápana í herbergi hennar? Og málning- una? Nicolas gaf gagnlegar gjafir. . . . Um kvöldið kom Nicolas eins og venjulega, þegar hann var búinn að vinna, til að hjálpa henni inn með kassana og járn- vasana. Hann virtist stúrinn og utan við sig. — Borðarðu með mér? spurði Lucile. — Nei, ekki í kvöld . . . (hann virtist vandræðalegur): Eg þarf að vinna eftirvinnu. Hvers vegna horfirðu svona á mig? -—■ Af engu . . . , sagði Lu- cile. Henni varð hugsað til unga mannsins með fjóluvönd- inn og þessarar yndislegu gjaf- ar hans. Samt sem áður var hún hætt að hugsa um hann morguninn eftir, þegar hann birtist aftur hjá henni klukkan níu. Hann valdi þegjandi stór- an fióluvönd, fékk Lucile hann og fór. -— Kemur hann? spurði hún sjálfa sig þriðja morguninn, um leið og hún lagaði á borð- unum sínum. Hún hafði valið af mikilli kostgæfni fallegustu fjólurnar á markaðnum og var nú að velta því fyrir sér ,hver af þessum hundrað vöndum væri honum ætlaður. Ungi maðurinn kom, keypti vönd- inn sinn, fékk Lucile hann og fór. — Heyrðu, sagði blaðasölu- konan. — Heldurðu ekki að það búi eitthvað meira undir þessu en saklaus aðdáun? — Því þá það? spurði Lu- cile. — Er ekki hægt að gefa blóm, án þess að ætlast til nokkurs í staðinn? Unnusti minn, sem er þó heitbundinn mér, hefur aldrei gefið mér nein, og samt elskar hann mig. — Það er af því að hann á enga stimamýkt til, sagði blaðasölukonan og hló. — En hann er samt ákaflega geðug- ur piltur. Meðal annarra orða, hvað gengur að honum Nicol- as þínum? Hann er ekki eins og hann á að sér upp á síð- kastið. Er nokkuð að? — Nei, ekkert, svaraði Lu- cile. — Það er allt í bezta lagi. Um kvöldið virti hún Nicol- as betur fyrir sér. — Kemurðu LANGTUM MINNI rafmagnseyðsla og betri upphitun með H n H X RAFMAGNSÞILOFNUM Minni rafmagnseyðsla vegna þess að á ADAX raf- magnsofnunum er sjálfvirkur hitastillir (termostat) er virkar jafnt á öll stillingarþrepin. Þér eyðið ekki raf- magni að nauðsynjalausu. Betri og jafnari upphitun vegna þess að á ofnunum er einnig sérstök hitastilling er lætur ofninn ganga á jöfnum lágum hita, sem hindrar trekkmyndun frá gluggum. Fallegri ofnar vegna þess að stillihnapparnir eru ofan á þeim fyrir miðju. ADAX ofnarnir fengu verðlaun í Noregi fyrir fallega hönnun 1968. 3 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið nánari upplýsinga um þessa fallegu vönduðu norsku rafmagnsþilofna. EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 — 21565 40 VIKAN i- tw.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.