Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 42
að borða í kvöld? spurði hún
kseruleysislega, meðan hann
var að ganga frá dótinu henn-
ar, eins og venjulega.
— Nei, ég er búinn að segja
nei....
—- Nei, það hefurðu ekki
sagt. Það var í gær. Hvað er
að þér, Nicolas? sþurði hún allt
í einu, meðan hann fleygði
járnvösunum af óþolinmæði
inn í skotið.
— Nú byrjar það aftur,
hreytti Nicolas út úr sér.
— Hvað byrjar aftur?
— Þessar ímyndanir þínar,
þessi tortryggni....
— Hvaða tortryggni? Lucile
horfði skelfd á Nicolas. Tor-
tryggni? Henni hafði aldrei
dottið neitt slíkt í hug.
Hvað var hann að gera á
kvöldin? Hvers vegna hafði
hann ekki lengur tíma til að
eyða kvöldunum hjá henni,
eins og hann hafði alltaf gert?
Og þegar hún leit upp, sá hún
fjóluvöndinn í sultukrukkunni,
sem virtist segja: — Gleymdu
mér ekki, Lucile! Á bak við
hann sá hún stóru bláu aug-
un, sem horfðu brosandi og
með eftirvæntingu á hana.
Hvers vegna?
Þau töluðu eiginlega ekkert
saman fyrr en eftir að á þessu
hafði gengið í hálfan mánuð.
Hann fékk Lucile blómvönd-
inn sinn og sagði: — Frá móð-
ur minni. Hvað henni þætti
gaman að eiga þig fyrir dótt-
ur! Og hann var lagður af stað
í burtu, þegar Lucile kallaði
allt í einu:
— Áttu móður? Er hún
hérna?
-—- Því miður! sagði hann og
sneri við. Nei, móðir hans bjó
langt í burtu, uppi í sveit, í
húsi umkringdu stórum trjám,
sem þaut hægt og mjúklega í,
eins og öldum hafsins. Tveim-
ur dögum seinna vissi Lucile,
að René bjó í matsöluhúsi, þar
sem móðir hans hafði komið
honum fyrir. Eftir það dvaldi
hann löngum stundum hjá
henni, og drap tímann með því
að tala um háu skógana í Poi-
tou, stígana með kastaníutrján-
um á báðar hliðar, hljóðlátt
hús á gjárbarmi. . . .
Á hverju kvöldi kom Nicol-
as, þögull og ólundarlegur, og
hjálpaði Lucile til að ganga
frá, en eins og hann væri nauð-
beygður til þess. Þegar hún
spurði hvort hann væri þreytt-
ur, sagði hann:
—- Auðvitað er ég þreyttur.
Þú heldur víst að ég sé allan
daginn að leika mér. Heldurðu
að enginn erfiði nema þú?
En þetta fékk ekkert á Lu-
cile lengur. Samræðurnar við
René, þegar hann var að hjálpa
henni til að binda grænum
borða utan um blómvendina
og skipta um vatn á blómun-
um og þetta undarlega lands-
lag, sem hann seiddi fram,
græddi sárin eftir ruddaskap
Nicolas.
—- Komdu þá ekkert, ef það
þreytir þig, sagði hún loks við
hann dag nokkurn, — ég kemst
af ein. Henni hafði dottið nokk-
uð í hug. Á morgun bið ég Re-
né um að hjálpa mér.
Nicolas yppti öxlum ólund-
arlega. — Það er rétt eins og
ég vilji ekki hjálpa þér, nöldr-
aði hann. — Þú þarft alltaf að
gera veður út af öllu. ... En
kvöldið eftir kom hann ekki.
Og þann sama dag kom Re-
né ekki heldur. Allan daginn
vonaðist hún eftir honum. —
Mamma hans er kannski veik,
hugsaði hún. En hún var allt-
af að líta upp í von um að sjá
stóru bláu augun horfa á sig,
og allan daginn dreymdi hana
um stóra garðinn, sem bylgj-
aðist á einhvern dularfullan
hátt, hvorki fyrir áhrif vinds
né vatns.... Um kvöldið
gramdist henni að Nicolas
skyldi ekki koma, en hún hafði
engar áhyggjur af því. Öll
hennar umhyggja beindist að
René.
Dagarnir liðu. Lucile sá Ni-
colas aðeins bregða fyrir, allt-
af jafn önugum og þungum á
brúnina.
En dag nokkurn sagði blaða-
sölukonan allt í einu við ungu
stúlkuna: — Æ-já, það var eitt,
sem ég ætlaði alltaf að segja
þér. Manstu eftir unga litla
piltinum, sem kom svo oft . . .
já, þessum með fjóluvöndinn.
. . . Það var eins og hjartað í
Lucile hætti að slá. — Það er
búið að loka hann inni. Í5g
frétti það af hreinni tilviljun,
því herbergið hans var laust
og einn viðskiptavinur minn
hafði áhuga á því.
— Hvernig veiztu að það var
hann?
— Það er enginn vafi á því,
svaraði blaðasölukonan ákveð-
in. — Samkvæmt frásögn hús-
eigandans er það áreiðanlega
hann. Hann eyddi öllum sínum
peningum í blóm, sem hann
gaf hverjum sem var. Einn
daginn keypti hann blóm fyr-
Alltaf'er hringt þegar
maöur er að.-:set jast
niður•
0lt)6
&ONq -------A-----
42 VIEAN 1 tbi.