Vikan


Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 45

Vikan - 07.01.1971, Qupperneq 45
seruðu íbúar höfuðborgarinn- ar. Kviksögur komust á kreik og jukust og margfölduðust eins og kanínur eða kaþólikk- ar. A Akureyri varð á einum eða tveimur stundarfjórðung- um almælt, að Rússar hefðu hertekið Reykjavík og skotið Keflavíkurflugvöll í mél og mask. Á Dalvík sóru menn og sárt við lögðu, að þeir sæju með eigin augum rússneskt orrustuskip fyrir utan Hrísey á leið inn til Akureyrar. í Nes- kaupstað þóttust menn hafa sannfrétt, að atómsprengju hefði þegar verið varpað á Reykjavík eða þó líklega frek- ar Hvalfjörð. Fiskiskip, sem voru á miðum, stefndu í ofboði til lands. Víðast hvár á landinu var gengið út frá því sem vísu, að heimsstyrjöld væri skollin á, og þótti engum mikið. Veð- urglöggir menn þóttust greina eldsbjarma frá vetnisspreng- ingum úti í nóttinni. Á Horna- firði þóttust menn sjá fallhlífa- lið svífa niður á Vatnajökul. Síðar um kvöldið rauf sjón- varpið sendinguna á Churchill- sögunni og nær samtímis birt- ist andlit á skerminum. Það tilheyrði ungum manni með hár svo glóbjart, að því var likast að geislabaugur lægi um höfuð honum. Svipurinn var ábúðarmikill og augun sokkin í miklar húðfellingar, líkt og á fíl. Fjölmargir sjónvarpsnot- endur báru þegar kennsl á hann, þar eð hann hafði nokkr- um sinnum komið fram á skerminum áður og leitt framá- menn til aftöku í spurninga- þáttum. Um hann vissu menn það helzt, að hann hafði fyrir fáeinum árum dvalizt erlendis við nám, einkum á Bretlands- eyjum, týnzt um nokkurra mánaða skeið í verksmiðju- reyknum í Lancashire og sagð- ist vera viðskiptafræðingur, er hann kom út úr honum aftur. Þá hafði hann lagt leið til fóst- urlandsins og látið mjög að sér kveða í æskulýðssamtökum Miðflokksins. Þeir, sem bezt voru inni í pólitíkinni, minnt- ust nú þess að hafa heyrt hans getið í sambandi við tilburði til valdabrölts, sem nokkuð hafði kveðið að meðal ungra manna í flokknum undanfar- ið, af því að þeir höfðu heyrt, að það væri fínt úti í heimi. „Góðir íslendingar, hóf mað- urinn á skerminum máls. Það er Grímur Ólafsson, viðskipta- fræðingur, sem talar. Es vil hérmeð endurtaka þá áskorun. sem flutt var fyrr í kvöld, til landsmanna að sýna stillingu og forðast hvers konar fljót- ræðisaðgerðir. Sökum þess neyðarástands, sem þjóðin hef- ur ratað í vegna spilltra stjórn- arhátta, hafa frjáls og ópóli- tísk samtök borgara neyðzt til að taka völdin í sínar hendur til bráðabirgða. Hefur nú, að tilhlutan byltingarmanna, ver- ið mynduð ný ríkisstjórn, sem fara mun með völd, unz unnt verður að efna til nýrra þing- kosninga. Hef ég, samkvæmt sérstakri beiðni byltingarráðs- ins og formanns þess, sem geng- ur undir nafninu Brennisóleyj- an, tekið að mér forsæti stjórn- arinnar. Eftirfarandi ráðstafanir hafa verið gerðar eða koma til framkvæmda án tafar: Allir núverandi stjórnmála- flokkar verða lagðir niður. Fjármagn það, sem þeir eiga í sjóði, mun ganga til reksturs byltingarinnar. Þar eð málgögn dagblaðanna eru fyrst og fremst mál- gögn stjórnmálaflokkanna, missa þau gildi sitt með niður- lagningu þeirra. Þau verða því einnig lögð niður. Byltingar- ráðið og hin nýja ríkisstjórn líta svo á, að sjónvarp og út- varp nægi landsmönnum til flutnings frétta og skemmti- og fræðsluefnis. Tilkynningar hinnar nýju stjórnar verða gefnar út á sérstökum fjölrit- uðum eyðublöðum, ef þurfa þykir. Allar ferðir Islendinga er- lendis verða bannaðar að svo komu máli. Einnig verður tek- ið upp nánara eftirlit með kom- um útlendinga til landsins. Hin nýja stjórn vill sérstak- lega taka fram, að stefna ís- lands í utanríkismálum verður óbreytt. Við munum, héreftir sem hingað til, kappkosta að hafa vinsamleg samskipti við allar þjóðir, einkanlega þó þær, sem eru okkur skyldast- ar landfræðilega, stjórnarfars- lega og menningarlega. Bylt- ingarstjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við Sameinuðu þjóð- irnar og telur aðild íslands að varnarsamtökum vestrænna þjóða eðlilega, að siálfsögðu þó með því móti, að fullt til- lit sé tekið til sérstöðu íslands og sérhagsmuna. Ég vil ennfremur ekki láta hjá líða að tilkynna, að ríkis- stiórn fslands, handhafar for- setavalds, borgarstjóri Reykja- víkur og lögreglustjóri auk nokkurra annarra eru nú fana- ar bvltinearlögreglunnar. Eg vil sérstaklega leyfa mér að fullvissa aðstandendur fang- anna um, að þeir hafa ekkert að óttast og munu sæta góðri meðferð. Byltingarstjórnin væntir þess eindregið, að landsmenn, háir sem lágir, taki aðgerðum henn- ar með skilningi og gangi fús- lega til samstarfs við hana um framkvæmd hugsjóna bylting- arinnar: að endurreisa íslend- inga og stolt þeirra sem þjóð- ar. Við hvetjum alla lands- menn, hvar í stétt sem þeir standa, til að halda áfram störfum sínum eins og ekkert hafi ískorizt. Það skal líka gert ljóst, að eins og nú er komið málum, þegar líf og framtíð þjóðarinnar er í veði, getur byltingarstjórnin ekki sætt sig við nokkurs konar andspyrnu, hversu smávægileg sem hún kann að virðast. Hvers konar andspyrnutilraunir verða bæld- ar niður með festu og ein- beitni, en ekki með meiri hörku en nauðsyn ber til. Efnahagsráðstafana byltingar- stjórnarinnar er að vænta inn- an fárra daga. Hinn nýi forsætisráðherra las síðan upp ráðherralista sinn. Hinir ráðherrarnir voru einnig ungir menn, sem höfðu látið nokkuð að sér kveða inn- an samtaka hinna ýmsu stjórn- málaflokka og yfirleitt skorið sig úr um framagirnd. ☆ HLÆGIÐ EKKI AÐ ... Framhald af bls. 23. sem Indíánarnir notuðu í lyf sín, en þeir höfðu ekki hug- mynd um, hvernig þeim var breytt í læknisdóma. Og í hof- móði sínum hafði þeim aldrei dottið í hug að rannsaka mál- ið nánar. Dr. Walter Strathmeyer hafði gert uppgötvun, sem svokall- aðir villimenn höfðu gert ein- hvern tíma fyrir fleiri öldum en nokkur vissi. Upprunalega höfðu þeir látið jurtirnar gerj- ast, þar eð það var eina að- ferðin til að geyma matvæli, sem þeir þekktu. Síðar höfðu þeir uppgötvað, að við gerjun- ina sköpuðust aukaverkanir, sem höfðu stórkostlegan lækn- ingamátt. Hlægið ekki að hómópatan- um! Rannsóknir dr. Strath- meyers og uppgötvun Merks minna á vísdóm, sem sumt svokallað frumstætt fólk hef- ur búið að í óræðan aldur. — Venjulega er lítið gert úr töfra- læknum þessa fólks, en það er ástæðulaust að gera grín að þeim. Hvað Indíánum Amazon- as-svæðisins viðvíkur, er hætt við að öll sú merkilega vitn- eskja, sem þeir kunna að búa yfir, verði von bráðar að ei- lífu glötuð — ásamt þeim sjálf- um. Allt frá landnámi hvítra manna í Brasilíu hefur verið unnið að útrýmingu Indíána þar, af mismunandi kappi eft- ir aðstæðum, en aldrei af meiri grimmd og að yfirlagðari ráði en í dag. Hrannmorðin á Indí- ánunum eru daglegt fréttaefni í blöðum, en engir — hvorki einstaklingar, ríki eða alþjóða- stofnanir —■ hreyfa hönd né fót til að hindra glæpinn. Og svo er verið að hneykslast á nas- istunum út af morðunum á Gyðingunum! Enn segjast vísindamenn þeir, sem vinna að rannsókn- um út frá þessu töfralyfi Ink- anna, ekki vita nákvæmlega hvað gerist í gerjuninni. Efna- greiningarvísindi nútímans eru ekki komin lengra en það. En svo mikið er vitað, að hinar lífrænu gerfrumur taka í sig og samlaga sér framandi efni og breyta þeim jafnframt efn- islega. Nýlega hefur verið uppgötv- að, að gersveppir framleiða eggjahvítu í stórum stíl, fái þeir jarðolíu að nærast á. Hungrið í heiminum er ekkert smáræðis vandamál, eins og vitar er, og enn hefur lítið að gagni áunnizt í baráttunni gegn því. En ekki er óhugsandi að einmitt með stórframleiðslu eggjahvítuefnis á þennan hátt mætti bægja því frá að ein- hverju leyti. ☆ A GÖNGU f VORREGNINU Framhald af bls. 29. — Jú, sagði ég, — þegar maður er á þessum aldri, þá er það sjálfum manni að kenna ef maður gerir vitleysur. Og við verðum að gera eitthvað í þessu máli. Hvers vegna hjálpar þú mér ekki? — Hvers vegna viltu ekki heldur vera glöð, það gerir mig svo hamingjusaman. ’Ég reyndi að kalla fram í huga mínum fyrstu kynni okk- ar, þegar hann lét svo augljós- lega í ljós aðdáun sína og ég hélt að hann væri einfaldlega vífinn karl. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um að hann væri stöðugt á hnotskóg eftir kvenfólki. i. tbL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.