Vikan


Vikan - 07.01.1971, Side 48

Vikan - 07.01.1971, Side 48
síðan síðast /■------------------\ málshátturinn • Það er frétta fljótast, sem í frásögn er Ijótast. \___________________✓ Anna og Carl Gustaf eru glæsilegt par Hinn verðandi konungur Svía var nýlega á ferð ! London og vann þá mikla hylli almennings. Hann lét sér ekki nægja að heim- sækja Buckinghamhöll, heldur ferðaðist hann frjálslega um borg- ina. Hér á myndinni er hann í heimsókn á fiskmarkaðinum í Billingsgate, klæddur slopp, en eflaust í glæsilegum einkennis- búningi undir. í apríl verður hann 25 ára og verða mikil hátíðahöld í tilefni af því að hann verður þá opinberlega gerður að rikiserf- ingja. Það hefir verið tilkynnt að Anna prinsessa verði viðstödd há- tíðina, og þykir það jafnvel benda til þess að eitthvað samband sé á milli þessara tveggja konungs- barna. En þau eiga sannarlega við ýmislegt að stríða, því að stöðugt eru þau á milli tannanna á fólki og geta ekki hreyft sig án þess að fréttamenn og Ijósmyndarar séu á hælum þeirra. Þær eru að minnsta kosti ekki fáar ungu stúlkurnar, sem búið er að bendla Carl Gustaf við á síðustu árum. geturöu botnaö? Það er gömul og góð íþrótt að botna vísur, og þrátt fyrir breytta tima og formbyltingu í Ijóðum, er enn til hópur manna, bæði ungra og gamalla, sem eru hagmæltir og fást við lausavísnagerð. í þessu horni ætlum við að kveðast á við lesendur og hvetjum alla hagyrðinga til að senda okkur botna. Við munum velja bezta botninn hverju sinni, en einnig birta fleiri botna, ef ástæða þykir til. Og fyrsti fyrriparturinn hljóðar svo: Víst er nóg um vandamál, ' versnar heimur okkar. Tekur hún þátt í Olympíuleikunum árið 1972? Anna Bretaprinsessa er mikil íþróttakona, en hún tekur reið- mennskuna fram yfir annað. Það er haft fyrir satt að hún geti hve- nær sem er gengið inn í keppnis- flokk til Olympiuleikanna, en það er nú samt ekki fullvíst að hún geri það. Hún er líka mikil skíða- kona og mjög æfð í siglingum, sem hún stundar mikið með föður sínum. Það er líka sagt að hún noti nokkuð óþvegið orðbragð á stundum og er föður hennar kennt um þann ósið. En sjálfsagt á hún erfitt upp- dráttar eins og önnur kóngabörn, sem aldrei fá að ráða einkalífi sínu. Þá er oftast efst á baugi hjú- skaparmál þessara unglinga, til þeirra verður um fram allt að vanda. Onnu prinsessu langar lítið til að hljóta sömu örlög og Mar- garet móðursystir, sem ekki fékk að eiga þann sem hún unni, enda ber hún það greinilega með sér að hún er óhamingjusöm, þrátt fyrir það að hún á tvö indæl börn. Nú hefir því verið spáð að Anna prinsessa myndi sóma sér vel sem drottning Svíaveldis. / \ • í reglum alþjóða flug- málasambandsins IATA segir meðal annars svo: „Það er bannað að fara um borð eða reyna að fara um borð í flug- vél, sem er á ferði" • Verkalýðsbaráttan lætur ekki að sér hæða. Verkamað- ur einn i Detroit sneri sér til verkstjóra síns og fór þess á leit, að hann fengi auka frí- dag til þess að jafna upp kaffitímana, sem hann hafði misst af, á meðan hann var í sumarleyfi! ------------------------------J hvar er borgin Dacca? hvenær er krossmessa á hausti? hver samdi bókina Hernámsáraskáld? hvernig endar biblían? 48 VIKAN i. tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.