Vikan


Vikan - 14.01.1971, Page 10

Vikan - 14.01.1971, Page 10
ÞANNIG VARÐ LÍFIÐ TIL -1 Maðurinn sem glímir við gátuna Dr. Cyril Ponnamperuma er sá Jarðarbúi sem í dag veit mest um upphaf lífsins. Hann er fæddur á Seylon, nam fyrst heimspeki, en byrjaSi svo í efnafræði og varð hugfanginn af gátunni um upphaf lífsins. Dr. Cyril Ponnamperuma er sennilega sá vísindamaður, sem stendur fremstur í rannsóknum varðandi upphaf lífsins. Hann er fæddur á Seylon og hóf feril sinn með því að nema austræna og vestræna heimspeki í Indlandi. — En þegar til lengdar lét, fannst mér heimspekin ekki full- nægjandi, segir hann. — Ég tók fyrir efnafræði; það var skemmti- legra að kenna náttúruvísindi. Um síðir bar mig til Berkeley-háskóla í Kaliforníu, og uppgötvaði að þar gat ég samlagað mín heimspeki- legu áhugamál varðandi uppruna lífsins þekkingu minni í efnafræði. Doktor Ponnamperuma st|órnar stofnun nokkurri í Ames Research Center fyrir utan San Fransiskó, þar sem rannsóknir fara fram á vegum bandarísku geimferðastofn- unarinnar, sem best er þekkt und- ir skammstöfuninni NASA. Þessi stofnun er ein af þeim sárafáu í heiminum sem helgar sig rann- sóknum um uppruna lífsins, og er það gert í beinu sambandi við geimrannsóknir Bandaríkiamanna. NASA hefur áhuga á að meta möguleikana til lífs á Marsi eða Venusi, en þá þarf fyrst að ganga úr skugga um hvernig lífið náði sér á strik á Jörðunni. Forsögulegt umhverfi — Við getum ekki búið til líf hérna, segir doktor Ponnamper- uma. — Það er langur vegur frá því. Það sem við gerum er að líkja eftir þeim skilyrðum, sem fyr- ir hendi voru hér á Jörðu þegar lífið hóf feril sinn, en síðan er eitt- hvað hálfur ffórði milliarður ára, kannski heilir fjórir. Við rannsök- um síðan þau efnafræðilegu við- brögð, sem fyrir koma í því um- hverfi. En við getum komist harla langt áleiðis. Við getum búið til amínó- sýrur, sem eru undirstöður eggja- hvítuefna, og pólýpeptýður (sam- bönd margra amínósýra), en slík sambönd eru nokkurskonar fyrir- rennarar hinna „raunverulegu" eggjahvítuefna, próteinanna. Þau hafa tekið á sig nógu heillegt form til að hægt sé að borða þau. Það sem við gerum er með öðr- um orðum aðeins að líkja eftir for- sögulegu umhverfi. Þá myndast þessi efni í stórum stíl. Það eru einmitt þessi efni sem renna inn í lífefni, og ekki nokkur önnur af þeim þúsundum hugsanlegra efna- sambanda sem frumefnin geta átt þátt í að mynda. Þetta er fljótt að koma: á nokkrum klukkutímum myndast pólýpeptíður og núkleó- tíður (undirstöður kjarnasýranna, sem fela í sér erfðaefnið) í tækjum okkar. Rússneskur brautryðjandi Allt þetta hófst með bók eftir Rússa að nafni A. I. Óparín, sem er „grand old man" þessarar vís- indagreinar. í fyrstu bók sinni, sem skrifuð var 1924, benti Óparín á að hið upprunalega gufuhvolf Jarðarinnar gæti ekki hafa inni- haldið súrefni, heldur hefði það líklega samanstaðið af metani, köfnunarefni, ammóníaki og dá- litlu af vatnsgufu. Bókin var þýdd á ensku 1938, en það var ekki fyrr en 1951 að farið var að gera rannsóknir út frá henni. Óparín hafði skrifað að lífræn efni ættu að geta myndast úr þesskonar gufuhvolfi ef það nyti við útfjólu- blárra sólargeisla. Bandarískur vísindamaður fékk þá hugmynd að fylla brúsa með tilbúnu frum-andrúmslofti og geisla það — ekki með útfjólubláu 10 VIKAN 2- tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.