Vikan - 14.01.1971, Síða 13
lifað án öldunganna í þorpinu,
en ekki án hrísgrjónanna. Hann
lét handleggi falla niður með
hliðum sér, gerðist vingjarn-
legur og sannfærandi í máli.
En hann hélt áfram.
„Félagi Lí, það er margt og
mikið sem Maó formaður veit,
en ég ekki. En hrísgrjón eru
lífsviðurværi okkar og ef til
vill ekki hans. Hann er heldri
maður, en það er ég ekki. Fað-
ir hans var jarðeigandi en fað-
ir minn var bara bóndi. Afi
minn var líka bóndi og for-
feður mínir mann fram af
manni. Á þessum ökrum hafa
hrísgrjón verið ræktuð um
þúsundir ára. Og það ekki
hvaða hrísgrjón sem vera skal,
heldur sérstök úrvalsgrjón sem
þroskast bezt í þessari mold
hér, undir fótum okkar.“
Hann stappaði niður hægra
fæti. Félagi Lí hlustaði með
varir kipraðar í glotti.
„Haldið áfram, féla<*i Wang,"
mælti hann af oflátungslegri
þolinmæði.
Honum hafði verið kennt að
hann yrði að vera þolinmóður
gagnvart þessu sveitafólki, en
aldrei umburðarlyndur. Látum
það tala og sýna hug sinn all-
an. Beitum síðan miskunnar-
lausu valdboði. Hópurinn stóð
þegjandi og allir horfðu til
jarðar. Kvenmannsóp rauf
þögnina. Það var kona Wang
Sans. Hún hafði snúizt á hæli
og hlaupið pegnum mannþröng-
ina til litla leirkofans, sem þau
biur^u ennþá i. Timburhurð
hevrðist skellt og slagbrandi
hleypt fyrir.
..Haldið áfram, félagi Wang,“
endurtók félagi Lí.
Op Wang San tók aftur til
máls, þótt ekki væri laust við
að kvíðahrollur færi um hjarta
hans. Hann væ+ti varirnar.
„Þér segið að ameríkumenn
p1æ°'i divnt og fái mikla upp-
skeru. Þér segið að þeir hafi
vélar til að nlægia með o« nú
hafi Maó formaður keypt slík-
ar vélar af hinum rússnesku
bræðrum okkar. Með þessum
vélum segið þér að við eigum
að plægja akra okkar míög
djúpt. En nú er spurningin, sá
ameríkumenn hrísgrjónum í
sína diúpt plægðu akra? Mér
er spurn.“
Félaga Lí brast skyndilega
þolinmæði. „Spurningin er
hvort þú, Wang San, vilt gera
eins og þér er sagt. Ég skal
svara þessari spurningu fyrir
þig. Þú gerir eins og þé’- er
sagt. Þið perið, allir eins og
ykkim er skipað. Þið eruð fá-
vísir menn. Þið kunnið el:ki
einu sinni að skrifa nafnið ykk-
ar. Þið getið ekki lesið fyrir-
mælin. Fyrir því er ég kom-
inn hingað til þessa smáþorps,
að segja ykkur það sem þið
ekki getið lesið. Allt fylkið, frá
Wan-li-hsiang til San-li-wan
-tse á að verða einn stórfeng-
legur hrísgrjónaakur. Öll
landamerki skulu afnumin og
störfin verða leyst af höndum
af héraðsbúum í heild. Ykkur
verður leyft að búa í ykkar
eigin húsum um sinn, en land-
ið er ekki framar séreign ykk-
ar. Það eiga allir í sameiningu.
Ykkur verða send fyrirmæli
frá mönnum, sem þjálfaðir
hafa verið erlendis í jarðyrkju.
Við getum ekki framar lagt
dýrmæta gróðurmold lands
vors í hendur fákunnandi fólks.
Er nú spurningunni svarað, fé-
lagi Wang?“
Wang San starði á þetta pír-
eygða andlit. Hugur hans var
blandinn óvissu og ótta. Ef til
vill hafði ungi maðurinn rétt
að mæla. Þessi djúpplæging
hafði aldrei verið reynd. Það
gat verið vit í henni. En þó
hafði faðir hans sagt honum
sjálfur, að hrísgrjónaakra ætti
aldrei að plægja mjög djúpt.
Ekki dýpra en svo, að rætur
jurtarinnar stæðu í vatni og
toppurinn upp úr, það voru
hans óbreytt orð. Væri þeirri
reglu fylgt og útsæði vandlega
valið, fékkst full uppskera.
„Hrísgrjónajurtin er eftirlát
eins og kona,“ hafði faðir hans
oft sagt þegar þeir voru að
planta ungu sáðsprotunum út
í vatnsbeðin. „Meðhöndlið hana
eins og bezt á við og þið þurf-
ið aldrei að svelta. Ef þið
Framhald á bls. 43
Það var furSulegt, hvílík áhrif þessi fáu orð höfðu. Félagi Lí
þaut á fætur, kreppti hnefana og snaraðist gegn Wang
San. „Langar þig til að láta skjóta þig þarna úti á þreskipallinum?“
öskraði hann svo hátt, að undir tók...
2. tbi. VIKAN 13