Vikan - 14.01.1971, Side 20
r
Spennandi framhaldssaga eftir Lenu Winter,
sem gerist á þriðja tug þessarar aldar.
Gleymdu
Hún starði á bréfhausinn og las
síðan hinar fáu vélrituðu línur,
sem bréfið hafði að geyma. Lög-
fræðingurinn skrifaði, að móður-
bróðir hennar hefði nýlega látizt,
Per Uno Melander, verksmiðjueig-
andi . . . Hún las nafnið aftur og
aftur, en kannaðist ekkert við það.
Móðir hennar, Elisabeth Linder,
hafði aldrei talað um bróður sinn.
Mikaela vissi, að hann var til, en
gekk út frá því sem vísu, að hann
væri jafnfátækur og þær mæðgurn-
ar voru. Nú starði hún á þetta
framandi bréf og í brjósti hennar
vaknaði von um betri daga og
bjartari framtíð. Þetta bréf gat ekki
þýtt annað en það, að móðurbróð-
ir hennar hefði skilið eftir erfða-
skrá og að hún væri erfingi hans.
Ef það var rétt, þá mundi hún
verða rík innan skamms. Fátæktin
og baslið heyrði þá liðinni tíð til,
og nýtt líf myndi hefjast. Hún lét
sig falla aftur á koddann; hún lá
grafkyrr og hjarta hennar barðist
ótt og títt af eftirvæntingu.
Hún lá þarna lengi með bréfið
í höndunum. Hann var semsagt
dáinn, þessi Per Uno Melander,
sem hún hafði aldrei séð og ekki
þekkt hið minnsta. Hún hafði ekki
einu sinni vitað, hvaða eftirnafn
móðir hennar bar, áður en hún
giftist. Hún vissi það eitt, að
móðurforeldrar hennar dóu
snemma og að móðir hennar óx
upp ásamt miklu eldri bróður sín-
um og að hann kostaði uppeldi
hennar og sá fyrir henni á allan
hátt. Það var hið eina, sem Elisa-
beth Linder hafði sagt dóttur sinni.
Og Mikaela hafði alltaf gengið út
frá því sem vísu, að hinn ókunni
móðurbróðir hennar lifði við sult
og seyru alveg eins og þær.
Hún vissi ekki, hve hatrömm
andstaða Per Unos Melanders hafði
verið gegn því, að systir hans
giftist Mikael Linder, sem var tón-
listarmaður, hafði enga fasta stöðu
og var auk þess heilsuveill. Þegar
hún hljópst á brott með honum,
skrifaði bróðir hennar henni stutt
og harðort bréf. Elisabeth hafði
breytt gegn vilja hans og hegðað
sér bæði barnalega og heimsku-
lega. Hann vildi ekki hafa neitt
meira saman við hana að sælda.
Hann kvaðst ekki lengur líta á
ANNAR HLUTI