Vikan


Vikan - 14.01.1971, Qupperneq 23

Vikan - 14.01.1971, Qupperneq 23
stólnum, sem stóð við altarið. — Einu sinni hef ég séð Kar- in gráta, segir móðir hennar. — Það var stundarkorn, sem við mæðgurnar vorum einar við brúðkaupið. Þá runnu tár- in niður kinnar hennar. Okk- ur fannst líf okkar falla í rúst, septembernóttina fyrir tveim árum síðan. Þess vegna er gleði okkar margföld nú, þegar við sjáum hve hamingjusöm Kar- in er. Þau fóru í brúðkaupsferð til Benitorm á Costa del Sol og svo fluttu þau inn í litlu íbúð- ina sína, sem Karin getur auð- veldlega hirt og séð um án hjálpar. — Axel þarf að hafa sig allan að náminu, svo það er ekki nema sjálfsagt að ég annist hússtörfin, segir hún glaðlega. — Eg vil ekki að hann ofþreyti sig, svo ég hef fengið bíl, sem er sérstaklega útbúinn fyrir mig, svo ég get hæglega hvílt hann við akst- urinn á löngum bílferðum. Sg hef fengið allar mínar óskir uppfylltar, nema eina: barn. En það kemur.. . . ☆ Það getur oltið á sekúndum. Það skeður daglega hjá þúsundum manna. Það skeður í umferð- inni. Margir deyja, aðrir eru hlekkjaðir við hjólastól það sem eftir er ævinnar. Útilokaðir frá „eðlilegu“ lífi. Ef til vill er þetta sólskins- saga, en hún sýnir að það er þess vert að berjast við örlögin... * Axel bar sjálfur brúði sína upp að altarinu. 2. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.