Vikan


Vikan - 14.01.1971, Side 32

Vikan - 14.01.1971, Side 32
Um þessar mundir eru liðin átta ár slðan HLJÓMAR urðu til suður í Keflavík, með Gunnar Þórðarson í broddi fylkingar. Það er engin ástæða til að fara að rekja þá sögu,- það hefur oft verið gert, meira að segja í bók, sem síðar var seld á 30 aura stykkið! En eftir allan þennan tíma er ekki laust við að fari að sækja á mann ýmsar spurningar í sam- bandi við framtíð þessa manns og félaga hans og því var það að ég fékk Gunnar til að líta við hér einn daginn í byrjun aðventu, til að segja mér upp og ofan af sínum högum. „Voruð þiS ánægðir með síð- ustu Danmerkurför ykkar og plöt- una sem kom út um jólin?" ,,Já, ég get ekki neitað því, og mérfinnst þetta eiginlega skemmti- legasta plata sem við höfum gert frá upphafi. Hún er mannleg að mínum dómi, ekkert stórkostleg músíklega, en mér finnst gaman að hlusta á hana, og mjög gaman var að gera hana. Svo ber hún nafn er í eigu Óla þess sem var höfuð- paurinn í hljómsveitinni „Ola & the Janglers". Nú, rétt eftir að við komum heim fengum við hring- ingu frá fyrirtæki í Svíþjóð, sem vildi láta okkur hafa mánaðartúr um Svíþjóð, en því miður gátum við ekki tekið því tilboði á þessum tíma, þar sem við erum bundnir allt fram í marz, til dæmis t „Fást". Meiningin er að fara aftur til Dan- merkur í apríl, til að taka þar upp aðra LP-plötu og þá er ætlun okk- ar að taka þessu boði frá Svíum, ef hægt er að koma því við. Platan sem við tökum upp þar yrði þá væntanlega meira í þess- um „kassagítarastíl" sem við höf- um verið að fara út í í vetur, en mér finnst ekki nærri nóg af því á þessari síðustu plötu okkar." „En er nokkuS vit í aS vera aS fara erlendis í mánuS og mánuS í einu eins og þiS hafiS veriS aS gera? Er ekki ráðlegra að vera erlendis í allt að hálft ár, ef þaS á að bera einhvern árangur?" „Jú, vissulega, en það er í raun- Mjög athyglisvert viðtal við Gunnar Þórðarson, sem ætlar ekki að láta sitja við orðin tóm. Hann lætur einnig liggja að ýmsu í þessu spjalli . . . Nauðsynlegt að koma hér upp stúdíói með rentu, því á henni er mikið af þeim áhrifum sem við erum aldir upp í, en ég veit að margir halda ranglega að við höfum gert þessa plötu „undir áhrifum" af einhverju ákveðnu efni. Hvað Danmerkurferðina snertir, þá var hún ágæt, en hún gerði okkur svo sem ekkert sérstakt. Við fengum að vísu tilboð um að koma tiI Svíþjóðar og vera þar í viku á klúbb ( Stokkhólmi, en sá klúbbur inni bara peningaspursmál. Á með- an maður er að koma sér inn í vissan hring sem tryggir manni góða og stöðugt vinnu, þá er maður á svo litlu kaupi að það jaðrar við ekki neitt. En síðan er manni borgið, svo við höfum hug- leitt að vera í Danmörku og víðar allt að þrjá til fjóra mánuði þegar — og ef — við förum í vor. En við höfum Itka rekið okkur á Framhald á bls. 37 32 VIKiAN 2 tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.