Vikan - 14.01.1971, Síða 39
NÝTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri
stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti
fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar-
steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322
núna með þessum mönnum og ég
held að mórallinn innan hljóm-
sveitarinnar hafi aldrei verið betri.
Auðvitað gengur þetta svona upp
og niður og í augnablikinu erum
við, að mínum dómi, örlitið niður
á við, en ég hef ekki stórar áhyggj-
ur af þvi. Þetta hefur verið svona
öll þessi átta ár og er eðlilegur
hlutur."
„Einu sinni sagðir þú mér að
það sem þú vildir helzt gera væri
að vinna í stúdíói; áttu þann draum
ennþá?"
„Já, og það lítur út fyrir að það
sé að verða eitthvað meira en bara
draumur. Við höfum verið að gera
könnun á því hvað það myndi
kosta okkur að koma hér upp góðu
stúdíói, 8 rása, og eigum að fá
ákveðið svar á morgun (15 jan-
úar) frá nokkrum fyrirtækjum. Ef
þessi svör verða eins og allt bendir
til, þá kaupum við þetta tæki og
setjum hér upp stúdíó. Meiningin
er að það verði komið gagnið í
júlí, þannig að við gætum farið
beint í það . . ."
„Og hverjir eru svo þessir
„við"?
„Eins og er get ég ekkert um
það sagt, en ég tel það ákaflega
nauðsynlegt að hér sé komið upp
góðu stúdói, þv' hér verða engar
verulegar framfarir á þessu sviði
tónlistar fyrr en málum er þannig
háttað. Nú er svo komið að er-
lendir tónlistarmenn vinna að
miklu leyti sína músík í stúdíóun-
um, en hér verða menn að hlaupa
inn í klukkutima og vera þá 100%
vissir á því sem þeir ætla að aera.
Plata er ekki það sama og dans-
leikur eða hljómleikar og þvi verð-
ur að vinna plötur á þann hátt.
Svo myndum við siálfsagt reka
þetta stúdíó eins og hvert annað
fyrirtæki, en ég hef á tilfinning-
unni að okkur eigi að ganga betur
en sumum öðrum sem vinna við
upptökur hérlendis, þvi við þekki-
um þetta það vel, og ég tel nauð-
synlegt að við betta verði sem
m“'t músikantar."
,,.Ef svo skyldi fara að þi.ð
ákvæðuð að hætta, myndir þú þá
algjörlega helga þig stúdíóinu?"
„í öll þessi ár hef ég fenqið
mest út úr því að semia og þótt
mest gaman að því, svo ég reikna
með að gera meira af bví að semja,
bæði fyrir mia og aðra. Og svo
held ég alveg útilokað fyrir mia
að ætla að hætta að soila: éa
hreinlega qæti það ekki, enda sé
ég ekki fram á að éa verði at-
vinnulaus þó éq sé ekki i hlióm-
sveit. Ég er til dæmis nvbúinn að
spila inn á um það bil klukkut'ma
heimildakvikmvnd um Leif heoona.
og voru það íslenzk rímnastef oq
lög. Það er alltaf eitthvað svona,
til dæmis hefur komið til tals að
ég sjái um hljómplötu fyrir eitt
fyrirtækjanna hér í bænum og á
hún að vera örlítði nýstárleg, svo
það er engin hætta á að ég fari
á sveitirta. Ég hef aldrei haft nein-
ar áhyggjur af peningum. Það er
leiðindamál.
„Þú talaðir um að þú myndir
semja fyrir sjálfan þig og aðra.
Þýðir það að þú ert að hugsa um
að hefja einskonar „sólóferil"
svipað og John Sebastian, Steve
Stills, James Taylor og fleiri?"
Gunnar dró aðeins við sig að
svara. „Tja, maður þarf nú að
vera fj . . . . góður til að geta svo-
leiðis. Ekki það að mig langi til
þess, en ég veit ekki . . . Hitt er
annað mál að ég er sífellt að verða
hrifnari af þesskonar tónlist og
boðskapnum. Þó textarnir séu ekk-
ert stórkostlegir þegar maður heyr-
ir þá fyrst, þá kafa þeir dýpra —
ja, mér liggur við að segja flestir
aðrir. Mér finnst sérsakleqa
ánægjulegt hversu tónlistin í daq
er að færast nær manninum oq
hugarheimi hans.
„Því hefur heyrzt fleygt að
bandarískir aðilar hafi sýnt áhuga
á plötum ykkar. Er eitthvað til í
því?"
„A þessu sigi málsins vil ég
ekkert um það segja."
☆
Nei, ép vil ekki...
Framhald af bls. 19.
eitthvað sem stangast á við
vilja foreldranna, geta orðið
slæmir árekstrar. Gömul
reynsla af eigin uppeldi, sem
hefur safnazt saman í undir-
vitundinni, kemur upp á yfir-
borðið og krefst síns réttar.
Foreldrar geta þá staðið and-
spænis erfiðu vali. Á Pelle að
fá vilja sínum framgengt, eða
bau?
Það er mjög nauðsynlegt að
foreldrarnir geri sér ljóst að
þetta er ósköp eðlilegt þroska-
stig og að það ríður á miklu
að sýna þolinmæði og umburð-
árlyndi, jafnvel þótt það kosti
nokkurt erfiði.
Lillian Gottfarb segir alltaf
við foreldra, sem eiga börn á
þessum aldri. að þeir skuli
ekki vera að revna að ala þau
upd á þessu skeiði.
Þegar barnið er á þessu
þrjózkuskeiði er um að gera að
«era sem minnstar kröfur til
þess, það borsar sig bezt. Barn-
inu er svo nauðsynlegt að
hefða sig á þessu tímabili, til
að Peta hagað sér rétt síðar og
til að geta umgengizt aðra síð-
ar á réttan hátt. Þetta er í
fyrsta sinn sem það sjálft er
einstaklingur.
Lillian Gottfarb er ekki hrif-
in af orðinu „þrjózka" og
,,þrjózkualdur“, það hefur
fengið leiðinlegan hljóm, hún
vill heldur kalla það „sér-
vizkualdur". Börn eru oft sér-
vitur og þverstæð og þau vita
ekki alltaf hvað þau vilja eða
vilja ekki. Ef móðirin segir
barninu að koma út með sér,
getur verið að það svari; —
Nei, ég vil það ekki. Barnið
vill kannski í raun og veru
fara út og stendur nú í ber-
höggi við tvær mótstæðar
hvatir. Það getur orðið barn-
inu erfitt að greiða úr þessari
flækju, nú þegar það hefur
komizt að því, að það geta ver-
ið fleiri hliðar á sama máli.
Slíkt ástand getur orðið til
þess að óskiljanleg þrjózka
hlaupi í það. Það hefur ein-
faldlega ekki lært að hafna og
velja. Þess vegna á helzt að
komast hjá því að setja barn-
ið í þennan vanda, það á til
dæmis ekki að láta það velja
á milli hvort það vill heldur
vanilluís eða súkkulaðiís, köku
eða bollu, svo dæmi séu nefnd.
En fyrsti ,,þrjózkualdurinn“
líður hjá. Hann getur staðið í
nokkra mánuði en sjaldan
meira en hálft ár.
Og því meiri þolinmæði sem
maður getur sýnt, því meiri
möguleikar eru á því að þetta
verði hvorki langur né erfiður
tími.
Og gleymið ekki að barnið
þarf jafnt á báðum foreldrum
að halda á öllum aldri.
☆
2. tbi. VIIvAN 39