Vikan


Vikan - 14.01.1971, Síða 45

Vikan - 14.01.1971, Síða 45
fyrir sjóndeildarhring, voru er- lendu plógarnir fluttir til þeirra á vöruvögnum. Síðan voru þeir tengdir aftan við erlendar dráttarvélar, ungir menn sett- ust undir stýri og tóku til starfa á akrinum mikla. Þorps- búar höfðu ekki annað að gera en standa hjá og horfa á með undrun og eftirvsentingu í svip. „Æ-jæja,“ andvörpuðu þeir í hljóði. „Æ-jæja — æ-jæja —“ Því það sem landi þeirra var gert var þeim sjálfum gert. Þetta land, sem hendur manna höfðu hlúð um þúsundir ára, var nú tætt sundur og pyndað af tröllauknum vélum. Hinu gróðurríka yfirborðslagi mold- arinnar var skellt og velt á ýmsa vegu. Undir því tók við sex þumlunga þykkt lag af þéttum leir sem myndaði eins konar botn, er hélt næringar- vatninu uppi við rætur ung- plantnanna. Nú var þetta lag FLUGFAR STRAX FAR GREITT SlÐAR að sjá um sig. Bezt að láta sín launungarmál liggja í þagnar- gildi. Eigi að síður var miklu sáð af heimakorni og sáðbeðin urðu algræn. Þau voru feikna stór, þessi beð, enda voru akr- arnir víðáttumiklir, sem planta skyldi í úr þeim. Þegar öll landamerki höfðu verið þurrk- uð út og akurlendið lá óbrot- ið og flatt svo langt sem auga eygði, meira að segja langt út föðurlandsvinur þessara breyttu tíma. Hann gerði það sem hann gat. Það gat meira að segja vel verið að hann hefði farið eftir beztu sannfæringu þegar hann sveik föður sinn. Allt var und- ir því komið hvað hverjum er kennt að sé skylda hans. Skylda — stórhættulegt orð! Það gat fallið á mann eins og þungt sverð og bundið enda á ævi hans. Það gat hrakið hann út í hreint brjálæði, þótt hann héldi ævinlega að hann hefði rétt að mæla, en aðrir rangt. Eins og til dæmis þetta með djúpu plæginguna á hrísgrjóna- ökrunum —. Wang j3an hristi höfuðið, varp öndinni og missti alveg móðinn. Nú var ekki heldur við neinn að kvarta. Aukin heldur guðirnir voru horfnir. Þeir höfðu allir verið fluttir burt úr musterinu. í stað þeirra hafði allt verið fyllt af hermönnum. Eftir þetta hefði enginn get- að greint hinn minnsta mun á Wang San og þorpsfélögum hans. Á hverjum morgni risu þeir úr rekkju um dagmál, lögðu leið sína út á akrana og tóku til við að rífa niður landa- merkin milli skákanna. Þann- ig unnu þeir hvíldarlaust með rekum og hlújárnum, og fé- lagi Lí rak á eftir þeim, með hermennina að baki sér. „Allt verður að vera undir það búið að setja niður hrís- grjónaplönturnar," hrópaði fé- lagi Lí til þeirra. Sáðbeðin reyndust mætavel. Sáð var með fyrra móti, enda voraði snemma, og vel borið í * jarðveginn, ekki aðeins búfjár- áburður heldur og erlendur áburður. Að vísu var sáðkorn-, inu blandað saman, með öðr- um orðum það var ekki hreint. Útsæði heimamanna var allt notað, en í það var bætt sáð- korni frá öðrum landshlutum, því nú var þeirri reglu fylgt að safna öllu korni saman og geyma í hinum miklu stíum birgðastöðvanna. Hver bóndi varð að afhenda yfirvöldunum allt það sáðkorn sem hann hafði undir höndum. Wang San hafði óhlýðnazt þessu og að- eins skilað helmingi af sínum birgðum. Hann velti því fyrir sér hversu margir þorpsbúar byggju yfir sama leyndarmáli, en enginn þorði að trúa öðrum fyrir því. Þetta gerðist ekki á þeim gömlu og góðu dögum, þegar hægt var að treysta vin- um sínum og nágrönnum. Hér var ekki álas né vanvirða sem óttast þurfti, heldur refsing og pyndingar. Hver maður reyndi 50% Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrif- stofurnar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þessi kostakjör. 50% 2. tbi. YIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.