Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 46
rist sundur og saxað í smátt.
Undir því tók svo við gljúpur
jarðvegur.
„Aldrei að höggva í húð jarð-
arinnar,“ höfðu gömlu bænd-
urnir sagt sonum sinum, kyn-
slóð fram af kynslóð. „Húð
jarðar er eins og hörundið á
líkama okkar. Það heldur jörð-
inni saman eins og skinn
mannsins heldur utan að holdi
og beinum.“
Nú var búið að tæta þessa
húð og eyðileggja og undir-
jarðvegurinn vall upp á yfir-
borðið, úlfgrár sandur og
ókræsileg möl. Þorpsbúar
horfðu á með harm í huga.
Þeir vissu hvernig þetta myndi
enda. Það færi allt eins og for-
feður þeirra höfðu sagt. En
enginn mælti orð frá vörum.
Meira að segja Wang San þagði
þunnu hljóði. Til hvers var að
tala nú þegar allt hið versta
hafði verið gert?
Þorpsbúar héldu áfram að
framkvæma fyrirskipanir
áhugalaust, og enginn var dauf-
ari við starfið en Wang San.
„Já, félagi Lí,“ sagði hann
hundrað sinnum á dag, þangað
til félagi Lí var farinn að
treysta honum. Dyggur náungi,
þessi framámaður þorpsbúa,
karl sem hafði lært sínar lexí-
ur!
„Wang San, ég ætla að mæla
með þér,“ voru hans síðustu
orð.
„Kærar þakkir, félagi Lí,“
svaraði Wang San út í hött.
Hann hafði gefið allar fram-
tíðarvonir á bátinn. Eina spurn-
ingin var sú, hvað yrði um fé-
laga Lí þegar ógæfan skylli
yfir.
Aldrei hafði komið svona
indælt vor. Regnið dundi og
árnar uxu. Um sumarkomu
voru sáðbeðin græn og grózku-
mikil og nú var tími til kom-
inn að planta út. f gamla daga
hafði árvatninu verið veitt á
akrana með handverkfærum,
leirhryggir gerðir í þeirri hæð
að vatnið yrði nákvæmlega
mátulegt fyrir hrísgrjónaplönt-
urnar. Nú þurfti engin handa-
verk. Þrjár stóreflis járndælur
voru sóttar á vöruvögnum og
komið fyrir hér og þar við
ána, og frá þeim streymdi
vatnið inn yfir hina víðlendu
akra. Að tveim dögum liðnum
var allt héraðið eitt stöðuvatn
en þorpið stóð á eyju í því
miðju, aðeins tengt vatni með
upphækkuðum þjóðveginum. f
þessu vatni úði og grúði af
verkafólki í hundraðatali. Einn-
ig það hafði verið flutt hing-
að á pallvögnum og hvarvetna
sáust bláklæddir verkamenn
bogra við að planta út hrís-
grjónum. Þegar verkinu var
lokið, bar allt vatnið yndislega
grænan litblæ hinna ungu
jurta. Félagi Lí var ánægður
og upp með sér. Hann starði
tímum saman út yfir þetta
nýja land, og lét ekki svo lítið
að yrða á Wang San.
Allt hefði getað farið vel ef
áin hefði ekki verið svona. Það
voru vandræðin með ána. Hún
var of lítil. Þegar vorflóðin
sjötnuðu, varð hún að lænu,
sem liðaðist meðal sandhóla.
Dælurnar hóstuðu á sand-
blöndnu vatninu og stöðvuðust
síðan alveg. Það var eitthvað
stíflað inni í þeim. Þó hefði
geiao ræizt vel úr öllu, ef akr-
arnir hefðu getað haldið á sér
vatninu eftir rigningarnar. í
gamla daga var hver akurrein
eins og sérstakur vatnsgeymir,
því ekkert seig gegnum þéttan
leirbotninn sem er undir gróð-
urmoldinni. Hvort sem rigndi
eða ekki, hvort sem áin var
mikil eða lítil, hélzt vatnið
nógu lengi á ökrunum til þess
að hrísgrjónin gætu þroskazt.
Þegar þurrkarnir komu að
venju, á útlíðandi sumri þorn-
uðu akrarnir smám saman unz
kornið þarfnaðist ekki lengur
vatns. Þá voru ræturnar orðn-
ar sterkar og gátu haldið jurt-
inni uppréttri þangað til akr-
ar voru orðnir bleikir og upp-
skeran hófst.
Nú var engin leirhella. Jörð-
in þornaði löngu áður en
þurrkatíminn hófst og jafnvel
þótt rigningar gengju nægði
það ekki til þess að plönturnar
stæðu í vatni. Svo mjög sem
þó rigndi í sex mánuði, sitraði
vatnið jafnóðum niður í lausa
sandiörðina. Þótt áin yxi í tvo
eða þrjá daga, dugði það eng-
an veginn til þess að vatnið
næði þeirri hæð er plönturnar
burftu. Það strevmdi niður í
brotinn jarðveginn og rann
burt til einskis. Áður en korn-
ið gat myndað höfuð fóru
plönturnar að visna og drúpa.
Hvað átti nú til bragðs að
taka? Þorpsbúar voru þöglir.
Hristu bara höfuðið. Félagi Lí
missti stjórn á skapi sínu og
öskraði til þeirra.
„Hvers vegna sögðuð þið
mér ekki frá þessu? Þöngul-
hausar! Svikarar! Þið þegið af
ásettu ráði!“
Enginn þeirra gegndi honum
nokkru orði. Enginn minnti fé-
laga Lí á að honum hafði ver-
ið sagt þetta, en hann ekki vilj-
að trúa. Djúp plæging gat ver-
ið fullgóð í framandi löndum,
en ekki á þessari öldnu jörð.
Þeir óttuðust reiði hans, enda
þótt þeir vorkenndu honum.
Hann hafði gengið fram af sér
við vinnuna, þessi ungi mað-
ur. Hann hafði gert sem hann
gat. Hann hafði hlýtt yfirboð-
urum sínum, í trausti þess að
þeir vissu hvað þeir voru að
gera. Þorpsbúar gátu ekki
fengið af sér að álasa honum.
Eða hvernig var með hina sem
áttu ávítur skilið? Þá var
hvergi að sjá. Hér var þó fé-
lagi Lí hjá þeim.
Sá dagur kom að hann gat
ekki annað en þagað sjálfur.
Hvað átti hann svo sem að
segja? Hann hafði gert rangt.
Að visu átti hann bágt með að
viðurkenna það, en hann vissi
það, og allir þorpsbúar vissu
að hann gerði sér það ljóst.
Loks var það Wang San sem
herti sig upp í að fara á fund
hans, og mælti hann þó ekki
orð frá vörum fyrr en hrís-
grjónaplönturnar voru orðnar
að skrælnuðum stráum á sviðn-
uðum akurlendum.
Wang San gekk til fundar
við félaga Lí að kvöldi dags
svo sem hann hafði gert eitt
sinn áður. Þar sat félagi Lí að
venju við borð sitt ómálað og
skrifaði skýrslur. Hann leit
upp þegar Wang San kom inn.
„Jæja?“ spurði hann, en rödd
hans var ekki eins hvöss og
áður.
Wang San hóstaði í lófa sinn.
„Einu sinni í fyrri daga,“ sagði
hann, „ég ætla það væri fyrir
tuttugu árum síðan, eða svo,
þá kom það líka fyrir að upp-
skeran brást. Það var ekki
vegna vatnsins, en — þó vildi
það svo til.“
í fyrsta sinni um margra
vikna skeið brá fjrrir áhuga
hjá félaga Lí. „Jæja?“ sagði
hann aftur.
Wang San hélt áfram. „Þá
var ástandið svo, að við höfð-
um ekkert til að borða. Við
myndum hafa orðið hungur-
morða, hefðum við ekki snú-
ið okkur til einnar stórborgar-
innan fyrir sunnan.“
„Nú er ekki hægt að snúa
sér til neinnar borgar," sagði
félagi Lí. „í borgunum reiða
íbúarnir sig á matvöru frá
ykkur bændum. Nú orðið er
ógerlegt fyrir hvert smáfylki
að hugsa einvörðungu um
sjálft sig. Við verðum að hugsa
um heildina. Þegar ekki er nóg
til af matvælum svelta allir.“
„Hvernig er uppskeran ann-
ars staðar?" spurði Wang San.
„Ekki góð,“ anzaði félagi Lí
stuttlega. „Útsæðið var ekki
gott.“
Wang San hrökk ónotalega
við. Útsæðið! Sáðkorni hvað-
anæva að úr landinu hafði ver-
ið haugað saman, hrært og
blandað út í bláinn. En faðir
hans hafði alltaf sagt að hrís-
grjónajurtin væri eftirlát eins
og kona. Hverja sáðtegund átti
að geyma óblandaða og hreina,
annars var vonlaust um upp-
skeru.
„Fólkið er hungrað alls stað-
ar?“
Þetta var spurning og Wang
San vissi um svarið. Félagi Lí
þagði.
Wang San hikaði við. Átti
hann að hætta á það? En lífið
var ekki mikils virði ef upp-
skeran brást. Félagi Lí var
aftur tekinn til við að skrifa
skýrslu sína eins og ekkert
væri. Wang San dró andann
djúpt og hóf að segja það, upp
á von og óvon, hið eina, sem
ekki mátti segja, sem ekki var
hægt að segja.
„f gamla daga,“ sagði hann,
og röddin sat hás í kverkum
hans —
Félagi Lí pírði á hann aug-
um, sem voru þrungin hatri.
„Minnstu ekki á gamla daga,“
æpti hann.
En nú gat Wang San ekki
stöðvað sig. Hann varð að segja
það. „í gamla daga,“ mælti
hann hátt og skýrt, „þegar við
áttum ekkert til að borða,
sendu ameríkumenn okkur
hveiti og korn og —“
Hann komst ekki lengra.
Undan treyju sinni brá félagi
Lí lítilli byssu, varla lófastórri.
Hann beindi vopninu að Wang
San og lagði fingur á gikkinn.
Wang San stirðnaði af skelf-
ingu og mátti sig hvergi hræra.
Banastundin var komin! Þá lét
félagi Lí höndina síga jafn
skjótt sem hann hafði lyft
henni.
„Hví skyldi ég drepa þig —“
tautaði hann. Um leið miðaði
hann litlu byssunni á gagn-
auga sjálfs sín.
Áður hann næði að snerta
gikkinn stökk Wang San fram.
Það var ekki fyrir eðlilega yf-
irvegun, þetta var aldagömul,
ósjálfráð hvöt. Hann hrifsaði
vopnið um leið og það spjó eldi
og eimyrju, og hann æpti:
„Hví skyldir þú drepa sjálf-
an þig? Þú ert líka Kínverji!"
Vopnið skall á gólfið og
mennirnir tveir stóðu hvor
andspænis öðrum og horfðust
í augu.
Jóhann Bjarnason þýddi.
46 VIKAN 2 tbi.