Vikan - 14.01.1971, Side 48
Tunglið var komið upp, þeg-
ar við komum út úr veit-
ingahúsinu og við ókum
meðfram ánni heim.
— Kvöldið er alltof fagurt
til að fara inn strax, sagði ég,
þegar hann stöðvaði bilinn, fyr-
ir utan húsið. — Eigum við
ekki að kveikja eld og sitja
hér úti stundarkorn?
Og ég hélt að þetta væri
leiðin til að brjóta múrinn, sem
var á milli okkar, — að liggja
vafin í teppi við snarkandi eld.
—■ Ég var að hugsa um að
fara snemma í rúmið, sagði
Roger. — ÍSg er ekki vel hress.
Eigum við nokkuð við höfuð-
verk?
— Eg skal finna aspirin fyr-
ir þig. Vesalingurinn, ég vissi
ekki að þú varst með höfuð-
verk.
Ég man hverja mínútu af
þessari nóttu. Sg hef aldrei
fundið mig sjálfa svo vel vak-
andi og lifandi eins og þá. Til
þess að trufla ekki Roger, gekk
ég út á veröndina í tunglsljós-
inu.
Reyndu nú að vera skynsöm,
Libby, sagði ég við sjálfa mig.
Þú getur ekki dæmt vesalings
manninn þinn, fyrir það eitt að
vera með höfuðverk á svo
fögru kvöldi.
En hvers vegna gat ég ekki
fengið hann til að gleyma höf-
uðverknum? Hvers vegna gat
ég ekki haft sömu áhrif á hann
og Will hafði á mig? Var það
ekki hægt? Með sjálfri mér
heyrði ég orð Wills: — Þú ert
svo Ijúf, Libby, þú ert öll svo
ljúf og yndisleg.
En hvað sem öðru líður,
hefði aldrei þýtt neitt fyrir mig
að segja eitthvað í þessa átt
við Roger.
Skyndilega sá ég þetta allt í
broslegu ljósi, miðaldra konu,
sem stóð þarna í tunglskininu
og hugsaði um ástarorð, ég
fann að hláturinn sauð niðri í
mér alveg upp í augu, sem voru
full af tárum, svo skringilegt
sem það var.
Hvaða glæp höfðum við Ro-
ger framið gagnvart hvort
öðru? Hvað höfðum við gert
okkur sek um?
Hve lengi hafði hann gengið
með þessi vonbrigði í hjartanu,
vonbrigði vegna lífsstarfs síns,
án þess að ég hefði hugmynd
um það? Var það breytingin á
mér sjálfri sem hafði gert það
að verkum að við vorum eins
og framandi verur? Mér varð
kalt og ég flýtti mér í rúmið.
Einn daginn, þegar Will kom
í eina af þessum skyndi-
heimsóknum sínum, sagði
hann okkur að Mark hefði ver-
ið að reyna að ná í okkur gegn-
um símann í þorpsbúðinni.
Fyrsta hugsun mín var Bucky!
Það hafði eitthvað komið fyrir
Bucky!
Will beið heima meðan við
Roger ókum til búðarinnar.
Þar var enginn símaklefi, sím-
inn hékk á veggnum. Allir, sem
í búðinni voru, vissu að eitt-
hvað slæmt hafði komið fyrir
og störðu á Roger, alveg eins
og ég, meðan hann talaði í
símann. Allir heyrðu hann
spyrja hvaða læknir hefði ver-
ið sóttur. Svo sagði Roger: —
Við leggjum strax af stað,
Mark, við getum farið strax í
kvöld.
Ég vissi að hann vildi ekki
segja neitt þarna inni í búð-
inni, svo ég gekk á undan hon-
um út að bílnum.
— Það er Ellen, sagði hann.
— Hún er með krabbamein.
Hún er á sjúkrahúsi núna.
— Krabbamein? Ellen? En
hún er svo ung . . . ! sagði ég,
en ég vissi mæta vel að marg-
ar ungar manneskjur deyja úr
krabbameini.
—- Heilaæxli, sagði Roger. —
En það hlýtur að vera röng
sjúkdómsgreining. Það getur
ekki annað verið. Hve lengi
verðum við að setja niður dót-
ið okkar?
Þegar Roger hafði sagt Will
fréttirnar og beðið hann um að
ganga frá húsinu fyrir okkur,
kom Will til mín. Hann fylgdi
mér eftir, eins og barn, og mér
fannst ég myndi tryllást við að
síá vonleysissvipinn í ajsgum
hans.
Í5g vildi að ég hefði eitt-
hvað til að drekka, það er ekki
droDÍ af áfengi í húsinu. Sg
þurfti á einhverju sterku að
halda til að hrista upp í heil-
anum, svo ég gæti komið mér
að verki.
— Hérna, sagði Will og rétti
mér vasapelann með heima-
brugginu, sem hann bar alltaf
á sér.
0g tók gúlsopa úr pelanum
og viðbjóðurinn brann í háls-
inum á mér.
— Hvertu ferðu, Libby?
sagði Will.
— Við verðum að búa heima
hjá dóttur minni, að öllum lík-
indum. Það eru leigjendur í
húsinu okkar, enda þarf ein-
hver að vera tii að passa Bucky,
litla drenginn hennar dóttur
minnar. Við verðum að gera
eitthvað fyrir hann, það væri
slæmt ef honum yrði komið
fyrir í fóstur.
— Ætlar þú að yfirgefa mig?
spurði hann.
— Skilurðu það ekki, Will?
Ellen er barnið okkar! sagði
ég.
— Eg drap barnið mitt þín
vegna, sagði hann.
— Hvað ertu að segja? Will,
þú mátt ekki tala svona, sagði
ég. — Það var slys. Þú veizt
það sjálfur. Ég sá það með
mínum eigin augum. En þá
rann skyndilega upp fyrir mér
hvað hann hafði átt við, þegar
hann sagði að það væri skylda
hans að sjá fyrir barnabörnum
sínum og ég fann átakanlega
fyrir því hyldýpi sem var á
milli okkar. En um leið var ég
reið vegna þess að hann skyldi
brydda upp á þessu einmitt nú,
þegar ég þurfti að hraða mér
heim til dóttur minnar. Ég fann
hvernig tíminn leið, hratt,
hratt. . . .
Hann tók stóran sopa úr
vasapelanum og skrúfaði lokið
á með fumkenndum hreyfing-
um og stakk honum svo í vas-
ann. Svo leit hann niður eftir
þreklegum arminum á kreppt-
an hnefann.
Hvað kom mér til þess að
slá hann, ég hafði aldrei fyrr
slegið hann? Ég kom einu sinni
í veg fyrir það að hann kálaði
manni og það eina sem ég gerði
þá, var að halda honum þang-
að til hann var orðinn upp-
gefinn. Hvað kom mér til að
slá hann?
Will, sagði ég, þú mátt
ekki segja þetta. Ekki núna.
Hjálpaðu mér, þú verður að
hiélpa mér, einmitt núna!
E» st'óð- þacna og kreisti
saman hendurnar, algerlega
vanmáttka, gat ekki yfirgefið
Will í þessu sálarástandi. Ég
heyrði gneggið í hrossagaukn-
um, mér fannst það eins og óp,
sársaukaóp frá minni eigin
angistarfullu sál.
'É'g varð að fá Will til að
hreyfa sig, hugsaði ég, fá hann
til að vakna til lífsins, áður
en ég sneri mér að bví að láta
niður dótið okkar. Ég varð að
ganga til hans og snerta við
honum. En einmitt þá lét hann
armana falla og stundi þungan.
Hann hafði ekki einu sinni hug-
mynd um nærveru mína.
Ennþá einu sinni er ég kom-
in heim að húsi Ellenar,
án þess að hafa hugmynd
um hvernig ég komst þangað,
eins og svefngengill. Það er
hreinasta kraftaverk að ekki
skuli hafa verið ekið yfir mig
og að ég skyldi ennþá halda á
pakkanum með kótelettunum.
Það sást ekkert á honum ann-
að en naglaför mín á pappírn-
um. Er það ekki furðulegt að
maður skuli geta haldið ytra
útliti og virðuleik, hagað sér
eins og venjulega, þegar innri
maðurinn, sálin, er sem blæð-
andi und?
Ég sá að bíll Rogers var ekki
í bílskúrnum, þá hlaut hann
að vera á bókasafninu. Það
væri miklu auðveldara fyrir
Roger, ef við gætum flutt heim
til okkar, þegar. . . .
Það verður erfitt fyrir hann
að hafa ekki vinnuherbergi
sitt, þegar hann fer að kenna
aftur. En hvernig verður það
þá með Bucky? Og Mark?
Nú þarf ég að leysa hjúkr-
unarkonuna af hólmi, svo hún
geti fengið sér göngu. Og ef
það verður einhver stund, áð-
ur en Bucky kemur heim úr
leikskólanum, þá ætla ég að
reyna að fá mér blund.
Ég hef oft hugsað um að
skrifa Will, en það hefur aldrei
orðið af því. Hef ég ekki gert
honum nógu mikið illt nú þeg-
ar? Ég veit ekki heldur nema
að konan hans sé komin heim
frá Kentucky, rétt einu sinni.
Hún gæti fundið bréfið og les-
ið það á undan Will. Þess utan
er konan á pósthúsinu frænka
hennar; það væri nóg að henni
fyndist póststimpillinn grun-
samlegur. Og ég get ekki hringt
til hans, nema að öll sveitin
komist að því.
Ég hugsa oft núna um öll
þau skipti sem ég hef stjakað
honum frá mér og sagt: — En
hvers vegna er það einmitt ég,
Will? Þú ættir að halla þér að
einhverri konu, sem er ekki
svona hræðilega samtvinnuð
eins og ég, full af flækjum. Ég
get aldrei slitið af mér öll
bönd og ég er of mikill heig-
ull til að elska þig opinberlega
og get heldur ekki losað mig
við þig. Þú þarft að finna ein-
hverja konu, sem þú getur
elskað. Hvers vegna ert þú
svona hrifinn af mér, Will?
— Vegna þess að þú ert svo
lík sjálfum mér. Og það eru
ekki margir slíkir til.
í rökkrinu fyrir utan glugg-
ann get ég séð svolítinn stúf
af götunni. Ég sit þar oft og
bíð eftir að Mark eða Roger
komi heim. Ég tek fram glös,
stend við gluggann og sé þeg-
ar kveikt er á götuljósunum,
eins og sviðsljósum. Ég stend
utan við þetta allt eins og áhorf-
andi.
En þetta er New York og hér
eru engir hrossagaukar.
Fyrir það er ég þakklát.
☆
48 VIKAN 2- tw.