Vikan - 16.09.1971, Qupperneq 18
Garth Hudson
THE BOYS
tnt -rir r
THE BAND er vafalaust
orðin virtasta hljómsveit í
heimi — meðal annarra hljóm-
sveita jafnt og almennings —
síðan fyrsta plata þeirra kom
út fyrir þremur árum.
En það var einmitt þessi
fyrsta plata sem beindi athygli
plötukaupenda að þeim, vegna
þess, að þegar hún kom út var
enginn almennilega viss hvort
Music From Big Pink spiluðu
á plötunni The Band eða The
Band spiluðu Music From Big
Pink. Þetta gaf fólki svo sann-
arlegn rifthvnð til að hugsa um.
Robbie Robertson.
Samt sem áður komu nauð-
synlegar auglýsingar frá plöt-
unni sjálfri og síðar frá Bítl-
unum og fleiru fínu fólki, sem
lofaði og prísaði hljómsveitina
sínkt og heilagt.
Það bezta við The Band var
og er — hversu vel þeir ná
saman og hversu þétt þeir
hljóma. Þegar Big Pink kom
út var þetta sánd svo nýtt og
frískandi, að jafnvel Life Ma-
gazine gerði tilraun til að út-
skýra músíkina og komst að
þeirri niðurstöðu að hún væri
. flókin en örugg“.
Levon Helm.
Bassaleikarinn Rick Danko
lýsir þessari samstöðu þeirra á
þennan hátt: „Sennilega er það
vegna þess að við höfum verið
saman sem manneskjur svona
lengi. Við fimm höfum spilað
saman í 10 ár.“
10 ár hlýtur að vera met fyr-
ir starfandi hljómsveitir, en það
er nær eingöngu þessum 10 ár-
um að þakka að tónlist þeirra
hefur fengið að þróast til þess
sem hún er í dag.
„Ég byrjaði í skólanum,"
heldur Danko áfram. „Þá var
ég með eigin hljómsveit sem
hét — minnir mig . . . Rick
Danko! Ég held aftur á móti
að ég hafi verið um það bil 17
ára þegar ég kynntist hinum í
The Band.
„Hinir" í hljómsveitinni eru
gítarleikarinn Robbie Robert-
son, sem semur mest af efni
hljómsveitarinnar, píanóleikar-
inn Richard Manuel, trommu-
leikarinn Levon Helm og Garth
Hudson, sem leikur á orgel. —
Allir nema Helm eru frá Kan-
ada. Robertson er fæddur og
uppalinn í Toronto. „Ég var
ungur, mjög ungur, þegar ég
fór að spila eitthvað," segir
hann. „Móðir mín var músík-
ölsk og ég hlustaði mikið á
„country & western" músík.
Svo man ég að þegar ég var 5
ára, fékk ég ofurást á stórum
hljómsveitum (big bands).
Annars hef ég spilað svo lengi
á gítar, að ég man eiginlega
ekkert hvenær ég byrjaði.
Sennilega hef ég komizt inn í
rokk rétt eins og hver annar.“
Þetta hefur slegið marga:
Fólk hefur yfirleitt ekki talið
The Band rokkhljómsveit. En
Danko tekur undir orð Robert-
sons: „Ójú, við erum vissulega
rokkhljómsveit. Við spilum
rokk ‘n‘ roll.“
Richard Manuel á svipaðar
Richard Manuel.
18 VIKAN 37. TBL.