Vikan - 16.09.1971, Side 20
FRAM H ALDSSAGA
EFTIR IRA LEVIN
5. HLUTI
Þegar Rosemary kom út úr
húsinu, gekk hún af stað til
Madison Avenue. Hún spurði
sjálfa sig hvort Hutch lifði
þetta af eða dæi. Og hvort hún
myndi nokkurn tíma eignast
vin, sem yrði henni svo mikils
virði. Hún hugsaði líka um
Grace Cardiff, sem svarað hafði
í símann hjá Hutch. Eftir rödd-
inni að dæma gæti hún verið
silfurhærð og aðlaðandi. Höfðu
þau Hutch lifað saman, á þann
notalega hátt sem miðaldra
fólki er eiginlegur? Rosemary
vonaði það.
Hún var að skoða útstilling-
arglugga, þegar hún heyrði
rödd Minniear bak við sig.
—- Nei, ekki bjóst ég við að
hitta þig hér, sagði Minnie.
— Ég er nýbúin að heyra
dálítið hræðilegt, sagði Rose-
mary. — Edward Hutchins hef-
ur veikzt. Og hún sagði allt af
létta.
—- Var það ekki hann, sem
Roman hitti hjá þér um dag-
inn? Roman fannst hann svo
viðkunnanlegur og koma
greindarlega fyrir. Talaði um
hann í heila klukkustund. Þetta
er vonandi ekki það sama og
kom fyrir Lilly Gardenia, sem
bjó í íbúðinni ykkar á undan
ykkur?
Rosemary hafði upp á síð-
kastið snætt allt kjöt blóðugt,
og nú át hún það næstum hrátt.
Steikti það einungis lítilshátt-
ar. Verkirnir færðust í vöxt
með hverjum degi — en henni
var hætt að bregða við þá og
hún kvartaði ekki lengur um
þá við Sapirstein lækni. Um
síðir hætti hún meira að segja
að hugsa um þá.
Þau höfðu ákveðið að kaupa