Vikan - 16.09.1971, Síða 34
RENAULT
□
RENAUU
RENNUR ÚT
HVERS VEGNA VELJA RENAULT R4?
Það er auðvelt að útskýra. — Renault R4 eyð-
ir aðeins 5,5 1. af bensíni á 100 km. og er auð-
veldur í viðhaldi. — Hann hefur verið sérstak-
lega reyndur við erfiðar aðstæður sem hér á
landi. — Þess vegna hefur Renault R4 einstak-
lega góðan fjaðraútbúnað og er hár á vegi.
BIFREIÐAR
VARAHLUTIR
VIÐGERÐIR
KRISTIINIIM
BUÐIMASOIM
KLAPPARSTIG 25-27 SIMI 22675
©
peningamálum, þá kostaði það
hann óhemju fé að losna við
Sylyiu.
Hann sór og sárt við lagði
að þetta yrði hans síðasta
hjónaband, fjögur hjónabönd
yrðu að nægja honum fyrir
lífstíð. Nú ætlaði hann að helga
sig starfi sínu. Það var greini-
legt að hann fann hvergi jafn-
ingja Carole Lombard.
Það liðu fjögur ár þangað
til Kay Williams kom fram á
sjónarsviðið og hún sannaði
það fyrir honum og að honum
hafði skjátlazt.
Kay var fimmtán árum
yngri en Clark, lagleg, ljós-
hærð og glaðlynd. Hún var vel-
þekkt fyrirsæta og sýningar-
stúlka, hafði tvisvar verið gift
auðugum mönnum, sem hún
skildi við, átti tvö börn, pilt
og stúlku og var mjög vel stæð.
Hún hafði hitt Clark Gable,
rétt eftir andlát Carole Lom-
bard og varð strax hrifin af
honum, eins og milljónir ann-
arra kvenna. Og árið 1955, þeg-
ar hann hafði endurheimt stöðu
sína í Hollywood, sem frægasti
kvikmyndaleikari heims og
fann að hann var að lifna til
Hfsins, kvæntist hann henni.
Þá var hann fimmtíu og fjögra
ára og hún þrjátíu og sjö.
Nú gat hann hagað lífi sínu
að eigin vild, átt róleg kvöld
heima hjá sér, með konu, sem
fylgdi honum líka á veiðar og
gat haldið skemmtileg sam-
kvæmi fyrir vini sem hann
hafði dálæti á. Hann hafði líka
mikið yndi af börnum hennar
og þreyttist aldrei á að leika
við þau. Hann, sem aldrei hafði
eignast barn.
Þetta var hamingjusamasta
tímabil á ævi hans, síðan Car-
ole dó. Og hann vann af full-
um krafti, hver kvikmyndin
af annarri hlaut góða dóma.
Hann var að verða sextugur
og ennþá var hann meðal
þeirra fremstu. Hann hafði
líka gríðarlegar tekjur, fékk
aldrei minna en milljón doll-
ara fyrir hverja mynd.
Hann var líka orðinn ákaf-
lega vandlátur með hlutverk,
en að lokum fékk hann tilboð
um hlutverk, sem hann gat
ekki staðizt. Það var í „Mis-
fits“, skrifað af þeim höfundi,
sem hann hafði mestar mætur
á, Arthur Miller. Hann átti að
leika eldri kúreka og honum
fannst það eins og að vera
kominn heim aftur. Og nú átti
hann að leika á móti Marilyn
Monroe í fyrsta sinn.
Þetta var árið 1959. Hann
gat ekki neitað slíku tilboði.
Þetta var á margan hátt ein-
stök kvikmynd. Það var fyrsta
kvikmyndahandritið, sem Art-
hur Miller skrifaði. Síðar skildu
menn að þetta var upphafið af
skilnaði hans og Marilyn Mon-
roe. Og svo var það að meðan
Clark Gable lék í þeirri mynd,
að hann fékk að vita að hann
ætti von á erfingja og það var
mesta gleðiefnið, að það ætti
fyrir honum að liggja að verða
faðir, nú, þegar hann var fimm-
tíu og níu ára. Nú fékk hann
loksins uppfylltan gamlan
draum. Hann var hamingju-
samur maður, frægur, auðug-
ur og dáður. Honum leið vel
í hjónabandi með konu, sem
hann elskaði; hann var hraust-
ur og honum fannst hann vera
orðinn ungur aftur.
Strax og töku kvikmyndar-
innar var lokið, flýtti hann sér
heim á búgarðinn til Kay, hann
ætlaði að vera hjá henni með-
an hún beið eftir barninu.
Hann tilkynnti að hann tæki
ekki að sér ný hlutverk fyrr
en barn hans væri fætt og hann
ætlaði líka að taka sér iangt
frí á eftir.
Nú ætlaði hann að njóta ham
ingjunnar til fulls.
En sú hamingja varð ekki
langvinn. Nokkrum vikum eftir
heimkomu sína var hann að
leika sér við börnin, lá á gólf-
inu og tuskaðist við þau, þeg-
ar hann fann sáran verk fyrir
br;ósti. Hann skildi ekki hvað
þetta gat verið og fór snemma
að hátta, til að sofa úr sér
verkinn. Hann vaknaði um
miðja nótt með óbærilegum
kvölum, svo Kay hringdi strar
í lækni. Eftir stutta rannsókn
hringdi læknirinn á sjúkrabíl.
Nokkrum dögum síðar var
hann látinn. Hann þurfti ekki
að heyja neitt dauðastríð, hann
fann ekkert til og vissi ekki
að tjaldið féll endanlega.
Hann sat uppi í rúmi sínu
og var að glettast við hjúkr-
unarkonuna. Svo lokaði hann
augunum og hallaði sér aftur á
koddann. Lífi hans var lokið,
einmitt þegar hann var svo
hamingjusamur og sáttur við
það.
Hann hafði ákveðið sjálfur
að útför hans færi fram í kyrr-
þey, „iáttu þá ekki troða upp
með sirkus", sagði hann nokkru
áður við Kay. En það gat eng-
inn komið í veg fyrir að íbúar
Hollywood fjölmenntu til að
fylgja „konungi" sínum til
hinztu hvíldar. Hann er graf-
inn í Forest Lawn, við hliðina
á Carole Lombard. Hann hafði
verið búinn að tala um það við
Kay. Hún lét taka frá grafreit
handa sér við hlið hans.
En Kay varð að horfast í
augu við lífið, eftir að hann
var horfinn. Þrem mánuðum
eftir andlát hans fæddi hún
son þeirra, á sama sjúkrahúsi
sem hann hafði lifað sínar síð-
ustu stundir.
Hún gat ekki varizt gráti,
þegar hjúkrunarkona lyfti
drengnum upp, svo hún gæti
séð hann.
— Hann er lifandi eftirmynd
föður síns, sagði hún. — Ég
vona að pabbi geti séð hann
núna og brosað til hans.
— En, bætti hún svo við, —
h«nn er ekki líkur honum.að
öllu leyti, hann hefir ekki eins
stór eyru.
POPPI
Framhald af bls. 12.
bindinu hans. Það var áreiðan-
lega langfallegasta bindið í
allri borginni.
Það var hálfpartinn til að
leyfa heiminum að sjá bindið,
að hann kom til Platia Omo-
nia. Hann var líka að leita að
góðri mynd.
Kostas stóð á miðju torginu.
Fólkið streymdi fram hjá hon-
um. Blómasalarnir voru farnir
að taka saman hafurtask sitt.
Hann horfði ekki á Lycabett-
pus, hæðina í miðri borginni.
Efst á hæðinni var kirkja. Hann
sá ekki heldur sólina setjast á
bak við Parþenon.
Hvaða mynd ætti hann nú
að sjá? Átti hann að sjá glæpa-
mynd eða söngleik? Það var
34 VIKAN 37. TBL.