Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 3
39. tölublaS - 30. september 1971 - 33. árgangur i Voldugasti maður Banda- ríkjanna Edgar Hoover hefur veri'ð yfirmaSur FBI, bandarísku alrílcislögreglunnar, í nærri hálfa öld og er sjálfur yfir hálfáttrætt. En margir segja aS hann muni endast í embættinu fram aS áttræSu eða jafnvel ní- ræSu. Sá gamli er svo voldugur aS allir hliSra sér hjá aS stofna til árekstra viS hann, jafnvel húsbóndinn í Hvíta húsinu. Þegar tígrisdýrinu var stolið Hann hafSi stoIiS flestu sem nöfnum tjáir að nefna, þar á meSal cinu sinni heilu knattleiksIiSi meS öllum tilheyrandi útbún- aSi. En að nappa tröll- auknu, blóSþyrstu tígris- dýri úr dýragarði um há- bjartan dag, það var hon- um engu að síður nýja- brum . . . Um þetta fjallar smásaga Vikunnar að þessu sinni. Kaup- stefnan íslenzkur fatnaður Hún hefur þótt nokkur at- burður þetta haustið eins og fyrri daginn, og birtum við af því tilefni ásamt texta nokkrar myndir, teknar af Agli Sigurðssyni, ljósmyndara Vikunnar. Sjá bls. 26. KÆRI LESANDI! 1 þessari Viku birtum við aðra greinina í röð um endurholdgun. Trúin á það fyrirbæri er grund- vallaratriði í trúarbrögðum Aust- urlanda fjær; samkvæmt þeim hljóta menn stöðugt að endur- fæðast tl að taka afleiðingum gerða sinna í næsta lífi á undan, unz þeir hafa öðlast slíka full- komnun að þeim er htíft við frek- ara veraldarvafstri og renna sam- an við guðdóminn, hverfa inn í Nirvana. 1 kristnum dómi hefur trúin á endurholdgun ekki þótt góð latína til þessa, gott ef eklci argasta villutrú, og má þó finna henni stað í guðspjöllunum, þar sem þrásinnis er vikið að hugdettum manna um að þeir Jóhannes skír- ari og Jesús hafi verið fyrri tíða spámenn endurbornir. En algeng- asti réttrúnaðarskilningur krist- inna manna hefur verið á þái leið, að menn lifi aðeins einu sinni hér á jörð, en hljóti eftir það eilífa sælu eða fordæmingu eftir því, hvernig þeir slysuðust til að hegða sér i þessu eina stutta jarðlífi. Vaxandi áhugi manna á Vestur- löndum á endurholdgunarkenn- ingunni er enn einn vottur pess að hinir fjarlægustu heimshlutar eru að nálgast hver annan, en enn er óljóst hvað gott — og/eða illt — hlýst af þeirri samfærslu. EFNISYFIRLIT GREINAR BU. Votdugasti maður Bandaríkjanna — grein um Edgar Hoover 6 Frelimo, þjóðfrelsisfylking Mozambique 8 Endurholdgun, önnur grein 14 Skautadrottningin ósigrandi, grein um Sonju Henie, eftir Orn Eiðsson 16 Stríð olíukattanna 28 SÖGUR Lifðu lifinu, 11. hluti 10 Þegar tígrisdýrinu var stolið, smásaga 12 Barn Rosemary, 7. hluti 20 ÝMISLEGT Kaupstefnan íslenzkur fatnaður, myndaopna 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 18 Mig dreymdi 22 Simplicity 23 Eldhús Vikunnar 24 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 í næstu Viku 50 FORSÍÐAN_______________________ Hún er að þessu sinni helguð Kaupstefnunni ís- lenzkur fatnaður. Þar er pils og vesti frá Vals- hamri í Hafnarfirði — að ógleymdu því sem innan í þessu er. VIKAN Útgefandl: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylíi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdlmarsson. Útlltsteiknlng: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð 1 lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfj órðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskrif targj aldið grelðlst fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ðgúst. 39. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.