Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 40
eru allir skíthræddir. Hann veit að hann fær peninga út úr okkur eða hverju sem það nú er, og þeir eru náttúrlega ekki ánægðir með það. Þeir vilja að við séum litlir strákbjálfar sem vita ekkert um viðskipti og láta sér nægja krónu hér og þar. Hann kemur aftur á móti inn fyrir pundin (£), það sem við eigum skilið og þess vegna eru þeir hræddir við hann. Það er gott að hann kom, vegna þess að annars hefðum við sennilega lent í því sama og margar aðr- ar hljómsveitir og verið dregn- ir í skítinn án þess að vita af því. Vissulega var farið illa með okkur, en hefði Allen ekki 'komið til sögunnar hefðum við farið ver, því að við erum hálf- gerðir kjánar, við treystum fólki. Við komumst í kynni við allskonar misjafna karaktera og okkur er eiginlega pakkað saman. — Hverja áttu viö? — Þú veizt það jafn vel og ég. Ég vil engin læti og þess vegna vil ég ekki nefna nein nöfn, en allir vita við hverja ég á. — Er það satt, að fyrir mörg- um árum, þegar þið voruð enn- þá hjá Epstein, hafi Klein sagt: „Einhverntíma ætla ég líka að hafa Bítlana“? — Svo segir hann, já. Hann vissi það þá. Hann er voldugur maður. Hann veit hvað hann vill og mér er nákvæmlega sama hvað aðrir segja, hann er sanngjarn. Ég trúi því einarð- lega að hann sé sanngjarn, ekki aðeins gagnvart okkun, heldur öllum, hann er jú með fleiri en bara okkur. Mundu, að við er- um stærstir vegna þess að við heitum þessum nöfnum og vegna þess að við erum Bítl- arnir. En hann er bara ekki maður sem gefur skít í fólk. Hann fer yfirleitt heiðarlega að því sem hann gerir. Hann lætur ekkert fara með sig, en hann er heiðarlegur. — Rolling Stones hafa yfir- gefið hann. — Já, Stones hafa farið Trrá honum. Þú verður aftur á móti að spyrja Mick hvers vegna. Mick fannst hann ekki standa sig nógu vel eða eitthvað svo- leiðis. Ef til vill hafði hann ekki nægan tíma fyrir þá, þar sem svo mikið var að gera í sambandi við okkur. (Hér sakar ekki að skjóta því inn í, að Rolling Stones ásamt föður Brian Jones hafa nýlega höfðað mál á hendur Klein og krefja hann um tugi milljóna króna í skaðabætur fyrir ýmis svik sem þeir segja hann hafa stundað gegn þeim). — Hvað hefði skeð ef Brian hefði ekki dáið? Vœruð þið ennþá saman? — Já, það held ég. Við eydd- um sífellt meiri tíma í stúdíó- unum — frá Brian — vegna þess að hann gat ekki skipu- lagt hljómleikaferðir og slíkt. Hann hefði samt verið með okkur áfram, en við vorum engu að síður sífellt að draga okkur í stúdíóin þar sem hann gat ekki komið nærri, svo ég veit ekki vel hvernig þetta hefði farið. Hann er dauður. Það er ekki hægt að segja neitt um það. —• Heldur þú, að ef hann hefði ekki dáið, væruð þið enn- þá saman? Eða allavega að þið hefðuð eklci hœtt svo snemma. — Nei, ég get ekki með nokkru móti svarað þessu. Það er ekki hægt. Það er eins og að segja: „Hvað hefðir þú gert ef þú hefðir ekki verið einn Bítl- anna? Hvað myndir þú vera að gera núna?“ Ég bara veit það ekki. Kannski væri ég að vinna í verksmiðju eða þá að spila í pub einhversstaðar. Ég hef ekki hugmynd um það, svo spurn- ingin er óraunhæf. — Hvað fannst þér um LP- plötu Johns (Þá er kom út í fyrra)? — Nokkur laganna eru hreint ótrúleg. Það er aðeins eitt að þeirri plötu: Hún er svo per- sónuleg. Þess vegna held ég að hún hafi ekki gengið eins vel og ella. Það sem hann var að segja var mjög persónulegt. Enginn gat haft það eftir: margir gátu ekki einu sinni sungið með, vegna þess að fólki fannst það ekki hafa rétt til að taka hans tilfinningar og gera þær að sínum. —1 Ertu sammála því að plat- an hafi verið dálítið masókist- ísk? (Maskóismi er það kallað, þegar fólk nýtur þess að vera kvalið). — Ja, hann stóð eiginlega á krossgötum þegar þetta var gert. Hann var búinn að ganga í gegnum „frumöskrið“ (Prim- al Scream) og allt það, og hann var að koma aftur og segja frá því sem hann hafði fengið í gegnum. Það eru engin poppý lög á plötunni. „Working Class Hero“ finnst mér samt eitt bezta lag sem hann — og reyndar hver sem er — hefur samið. Og svo fara þessir hel- vítis fávitar hjá BBC að gera rellu út af orðinu „fuck“! Það finnst mér voðalegt. Eg meina, maður getur setið með fólki sem bölvar alveg ægilega og manni finnst það allt í lagi, vegna þess að þetta eru orð sem fólk notar til að tjá sig. Þannig var það á plötunni. Maður get- ur látið það liggja á milli hluta. Það var ekki þar til að auka áhrifin, heldur var það mikil- vægur hlutur í sjálfu hugtak- inu eða hugmyndinni eða hvað þú vilt kalla það. — En hvað um )yAllt Things Must Pass“? — George er stórkostlegur. Það eru mörg góð lög á þeim plötum og mikil vinna. Maður hefur þel fyrir öllu sem er á þeim. Hann borgaði sínar skuld- ir á plötunni. Ég spila „jamm- ið“ ekki mjög mikið, vegna þess að hitt er svo miklu betra. „Jam“ er yfirleitt aðeins skemmtilegt fyrir músikanta. Fólk hlustar á það og veit ekki alveg hvað er að ske, þetta er bara „jam“ og í rauninni ekk- ert út úr þvi að fá. — Kén Scott (sá sem tók upp plötuna) sagði mér að „jamm- ið“ hefði átt að fylgja með ó- keypis en hefði verið stöðvað vegna einhverra örðugleika varðandi söluskattinn. — Það var ókeypis. Fólk borgaði bara fýrir tvær plötur og umbúðirnar. Apple borgaði hverja einustu plötu sem gefin var út í Bretlandi — aðeins lítinn hluta af því að vísu, en við borguðum. Við borguðtun hluta af hverri einustu plötu, vegna þess að við höfðum trú á plötunni og ef EMI ætlar að fara að vera með einhvern kjaft, til helvítis með þá, við tökum 80% í stað 100%. Þannig er það hjá Apple. Við gefum heilmikið. Það er alltaf verið að kalla okkur hunda, en hvers vegna er Mary (Hopkin) þá ekki farin? Hún gæti farið hve- nær sem henni sýndist og við myndum ekki halda henni, heldur rífa samninginn hennar. Það er hugmjmdin á bak við Apple. James Taylor ákvað einn daginn að hætta og nú er hann hjá öðru fyrirtæki. Við eigum plötu með honum sem við gef- um út í hvert skipti sem hann kemur til Bretlands. Við vorum lengi með hann á samning og svo þegar hann vildi hætta, þá rifum við samninginn hans. Við erum hættir að skríða fyrir fólki. Ef það er ekki ánægt, þá getur það farið. Ef maður fer í veizlu og leiðist, þá á maður að fara, og þannig á Apple að vera. — Hvað verður um Apple? 40 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.