Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 10
ELLEFTI HLUTI ROBERT Candice hafði algerlega á réttu að standa. Ég varð að láta strax til skarar skríða. Þegar ég yfirgaf hana (ég reyndi að fara meðan hún var sofandi, en hún vaknaði þegar ég var að leggja af stað) varð aðskilnað- urinn erfiðari en ég hefði hald- ið. Við stóðum þegjandi í þétt- um faðmlögum og fundum hve alvarlegt ástandið var. Þegar ég laumaðist aftur til stöðvarinnar og keypti öll Par- ísárblöðin á leiðinni, til að sanna fyrir Catherine að ég hefði raunverulega farið til Parísar, þá fannst mér ég vera argasta skepna. Ég hagaði mér eins og heigull, bæði gagnvart sjálfum mér og báðum þessum dásamlegu konum. Sjálfsvirð- ing mín var algerlega á núll- punkti. Þegar ég stökk upp í lestina og út úr henni aftur, gerði ég það með nákvæmri tímasetningu og áræði, sem ábyggilega átti eftir að bregðast mér á neyðarstund, þá þakkaði ég Guði fyrir Catherine. Það er sama hvað skeður, ég þakka alltaf Guði fyrir hana. Og ég hafði saknað hennar á einhvern sérstakan hátt, sem var einna líkastur heimþrá. Elskulegt bros hennar , hvort sem það var uppgert eða raunverulegt, hafði alltaf sömu ljúfu áhrifin á mig. Það var alltaf einhver notaleg gleði í kringum hana. Svo kom hún auga á mig, þaut til mín og vafði örmunum um hálsinn á mér. — Umh, hve þú ilmar yndislega! sagði ég. — Ég hefi verið á fótum síð- an um dagmál, sagði hún glað- lega. — Ég gat ekki sofið, hlakkaði svo mikið til að hitta þig aftur. Ég fór í þetta furðu- lega steypibað og var nærri bú- in að kalóna sjálfa mig. Hún tók innilega undir arm minn og við gengum hratt að hliðinu. Þegar við nálguðumst út- gönguhliðið hrökk ég illilega við, mér hafði orðið á í mess- unni, ég hafði gleymt að láta gata farmiðann. Það kom líka fljótt í Ijós, þegar hún sýndi pallmiðann sinn, þá tóku bæði hún og hliðarvörðurinn eftir þessu og héldu að það hefði verið trassaskapur hjá lestar- verðinum og að farmiðinn var ennþá gildur. Vörðurinn sagði að ég skyldi bara geyma mið- ann og nota hann aftur, en sektartilfinningin kom mér til að neyða honum upp á vörðinn. Ég komst ekki hjá því að sjá svipinn á Catherine, hann lýsti bæði óánægju og tortryggni. í leigubílnum fann ég að hún færði sig frá mér og sat þegj- andi og starði fram fyrir sig. Mér fannst hún óeðlilega hljóð, hún, sem hafði verið svo gáska- full rétt áður. Að lokum sagði hún dauflega: — Gleymdirðu kápunni minni? — Ó, elskan mín. Ég gleymdi henni. Ég hefi verið að leita í huga mínum frá því í gær, hvað það væri sem ég hefði gleymt. Mér þykir þetta mjög leiðin- legt. En gerir þetta nokkuð til? Ég mundi samt eftir að koma með blöðin til þín. Ég lagði blaðabunkann í kjöltu hennar og þóttist ekki sjá steinrunnin svipinn á and- liti hennar. Svo hélt ég áfram að tala, þótt það yrði frekar FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD 10 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.