Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 12
EFTIR EDWARD D. HOCH Hann stal aldrei peningum sem slíkum, og stal aldrei fyrir sjálfan sig. Heldur stal hann fyrir aSra, ogtók aðsér þau verkefni, sem voru of stór effa of hættuleg eða of óvenjulegfyriraffra þjófa. Hann hafffi stoliff úr söfnum, frá fyrirtækjum, frá ríkisstjórnum. Oftast þótti honum bezt að sitja bara á útidyratröppunum með bjórinn sinn og horfa á verkamennina, sem voru á leið heim til sín úr rafmagnsvöru- verksmiðjunni í blokkinni rétt hjá, og hann var feginn að vera ekki einn af þeim. Stundum kom það fyrir að Gloría kom til hans á tröppurnar eftir kvöldmatinn til að sjá feðurna í nágrenninu leika sér í bolta- leik við drengina sína á tún- blettinum hinum megin við götuna, og horfa síðan á þá, þegar þeir löbbuðu niður í ný- lenduvöruverzlunina á horninu til að sækja brauð, sem gleymzt hafði að .kaupa, eða vindlinga- pakka. Þetta var friðsaiíilegt, rólegt hverfi. — Það var ástæð- an til þess, að honum líkaði það vel.' Engir forvitnir nágránnar, engin hnýsni. „Nicky?“ „Hvað?“ Hann leit upp til Gloríu, þar sem hún sat á for- dyrisgrindverkinu og sveiflaði sínum löngu fótleggjum á að- laðandi hátt. Hún var ágæt stúlka, en hún vildi alltaf vera að tala. , „Nicky, hvað ætlarðu að gera, þegar þú ferð burtu?“ „Ferðast, eins og ég sagði þér. Þessi fyrirtæki leigja mig til að velja ný verksmiðjusvæði. Það er mjög ábatasamt." Hann drakk svolítinn bjór gegnum gatið á dósinni og óskaði þess, að hún hætti talinu í þetta sinn og leyfði honum að anda í kvöldloftinu. „Hvenær senda þeir þig aft- ur í burtu, Nicky?“ „Ég veit það ekki.“ „Heldurðu að við munum einhvern tíma geta gift okkur og staðfest ráð okkar?“ Hann hafði oft íhugað að kvænast Gloríu. Stundum gat hann jafnvel hugsað sér að eyða því, sem eftir var ævinn- ar, í þessari litlu götu, og ganga á kvöldin upp á hornið eftir bjór. Hann gat hugsað sér það, en ekki of lengi. „Einhvern tíma,“ sagði hann, af því að það var svarið við öllu. Það var seinna, klukkan næstum tíu, þegar síminn hringdi. Hún ýtti hendi hans af lærinu á sér og stóð upp í myrkrinu til að svara í símann. „Til þín,“ kallaði hún. Hann tók símann og heyrði ókunnuglega rödd spyrja: „Er þetta Nick Velvet?“ „Já.“ „Við munum vilja tala við yður um starf?“ „í kvöld?“ „Ef þér getið komið til okk- ar. Hótel Foster, herbergi 229.“ Nick brosti að símanum. „Ég hitti ekki fólk í hótelherbergj- um. Þau eru aðeins til að sofa og elskast í.“ „Gott og vel, hvar?“ „í garðinum andspænis_hó- telinu. Við gosbrunninn." „í myrkrinu?" spurði röddin óákveðin. „Mér gengur bezt að starfa í myrkrinu. Klukkan ellefu — og verið einsamall.“ „Hvernig á ég að þekkja yð- ur?“ Nick brosti aftur. „Ég mun þekkja yður,“ sagði hann og lagði tólið á. Hann þekkti þá alltaf. Þeir litu alltaf eins út. Gloría kom inn úr fordyrinu. „Hver var það, Nicky?“ „Starf. Verð kominn aftur um miðnætti.“ Hann tók jakkann sinn á leið_ inni út um dyrnar. Stundum voru næturnar svalar. íi ' 12 VIKAN 39. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.