Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 47
Allir nota 14 AKI,SO\S 1191 nema ég s. Karlsons lím límir allt Einkaumboð: Óskarsson & Co. Heildverzlun — Símar 21840 og 21847 hf. ,,Þeir biðu inni í dýragarðin- um, réðust á mennina í bryn- varða bílnum, þeim að óvörum, og tóku lyklana þeirra. Komu báðir mennirnir í brynvarða bílnum inn í dýragarðinn?" ,,Þeir gerðu það alltaf,“ sagði hún honum. „Þeir töldu, að þar vadri öruggt að staðnæmast, eins og þeir væru komnir í kirkju. Allt, sem við þurftum að gera, var að leiða athygli dýragarðsvarðanna einhvern veginn að öðru. Það var yðar þáttur í starfinu.“ „Og ég verð líka heppilegur náungi, sem lögreglan getur elt í haust.“ „Mér þykir þetta leitt, Nick.“ Fyrir aftan þau öskraði tígris- dýrið aftur. „Að yður þyki þetta leitt! Þér komuð bara inn í starfið til að halda mér við áætlunina." „Það mun láta nærri. Ég ætla að skilja yður eftir með vöru- ' bílinn og þetta bölvað tígrisdýr og taka bílinn minn.“ „Hvar ætlið þér að hitta þá?“ „Því miður, Nick. Þér farið ekki þá ferð.“ Hann teygði sig fram hjá fæti hennar og slökkti á kveikjunni. Bíllinn titraði og staðnæmdist brátt á mjóum, óhreinum veg- inum. „Segið mér það,“ skip- aði hann. Jeanie rykkti upp hurðinni sín megin og tók til fótanna, strax og hún kom niður á ó- hreina götuna. Hann stökk á eftir henni, og hún var fljót að snúa sér við, en um leið tók hún eitthvað upp úr axlatösku sinni. ..Ég get séð um mig, Nick,“ sagði hún og beindi ofurlítilli skammbyssu að kviði hans. „Brjáiaði heimskinginn yð- ar!“ Hans eigin hönd hafði hreyfzt næstum eins hratt — til kúlubyssunnar, sem hann geymdi í víðum hliðarvasa. Hann lét sig falla á hnén og tók í gikkinn, og kom þannig fyrir svæfandi skoti í úlnlið þeirrar handar hennar, sem hélt á byss- unni, broti úr sekúndu áður en hún skaut. Nick skildi hana eftir sofandi á engi einu og ók vörubilnum til verzlunarmiðstöðvarinnar, þar sem hún hafði skilið bílinn eftir. Fréttin um ránið var þeg- ar komin í útvarpið, og hann hlustaði með einhverskonar þokukenndu áhugaleysi. ..Tveir varðmenn, sem voru i brynvörðum bíl, voru drepnir í morgun í diarfri árás í Glen Park dvragarðinum. Varð- mennirnir í dýragarðinum, sem voru að fást við þjófnað á tígr- isdýri úr búri sínu, gátu ekki komið til aðstoðar mönnunum í brynvarða bílnum. Vopnuðu mennirnir tveir komust undan með á að gizka sjö hundruð þúsund dollara, á meðan þriðji maðurinn og stúlka voru að stela tígrisdýrinu. Dýrið, sem horfið er, — en það er sjald- gæft, „hjúpað“ afbrigði, — er sagt vera ákaflega hættulegt.“ Nick slökkti á útvarpinu, um leið og hann lagði af stað inn í verzlunarmiðstöðina, en svo snerist honum hugur, og hann opnaði fyrir einhverja háværa tónlist í útvarpinu. Tígrisdýrið var aftur farið að urra. Nick velti því fyrir sér, hvort nokkur prins mundi í raun og veru vilja borga þrjátíu þúsund dollara fyrir dýrið. Hann fann vegakort í hanzka- hólfinu í bíl Jeanie og athugaði það gaumgæfilega. Fjórir hringar höfðu verið teiknaðir með blýanti. Hann ygldi sig og hugleiddi málið. Cormick og Smith mundu ekki vera nálægt dýragarðinum, né heldur flug- vellinum, né þeim stað, þar sem hann hafði síðast séð hjól- hýsið. Þá var aðeins einn rök- réttur hringur eftir, og hann ákvað að reyna þar. „Heyrið þér, herra,“ kallaði einhver, þegar hann kom aftur að vörubílnum, „eruð þér með dýr þarna inni?“ Hann brosti að manninum. ..Það er hundurinn minn. Hann er stór náungi." „Það heyrist mér.“ Nick var enn brosandi, þegar hann ók vörubílnum út á þjóð- veginn. Hann vonaði, að hann mundi ekki þurfa að nota svæf- andi byssuna aftur. Þar sem hringurinn hafði verið teiknaður á kortið, var hjclhýsaþyrping, en Cormick og Smith voru þar ekki. Nick lagði bílnum í skógi skammt frá og beið. Komið var fram undir myrkur, þegar þeir komu á staðinn og fóru til hjólhýsis ná- lægt útjaðri svæðisins. Nick brosti í fyrsta sinn í margar klukkustundir. Þegar dimmt var orðið, ók hann vörubílnum hægt upp að hlið hjólhýsisins og fór út. „Hvað bölvað urr er þetta?“ heyrði hann Harry Smith spyria fyrir innan. Nick opnaði lásinn aftan á vörubilnum. Það var Cormick, sem opnaði dyrnar á hjólhýsinu, og var með skammbyssu í hendinni. „Hver er barna? Ert þetta þú, Jeanie?“ „Eitt tígrisdýr, eins og pantað var. Cormick.“ „Velvet!“ ..Svangt og vesalt, en í góðu ástandi.“ Nick opnaði afturdyr vörubílsins. Tígrisdýrið hljóp að upplýstu hjólhýsinu og tók undir sig stökk til Cormicks. Fyrir aftan hann var Harry Smith farinn að æpa. Nick notaði svæfingar- byssuna á tígrisdýrið, og síðan safnaði hann saman ránsfengn- um. Hann ruddi sér braut gegnum hóp hræddra áhorf- enda, sem safnazt höfðu saman og ók á burt í þann mund, er fyrsti lögreglubíllinn var að koma eftir veginum ... Nick Velvet kom við í ný- lenduvörubúðinni á horninu til að kaupa sex kalda bjóra. Hann gekk hægt og naut kvöldhlýj- unnar, þangað til að hann sá til hússins og kom auga á Gloríu, þar sem hún beið eftir honum í fordyrinu. Svo brosti hann og herti gönguna. „Sæll, Nicky,“ sagði hún. „Ætlarðu nú að vera kyrr heima?“ „Um stundarsakir,“ svaraði hann og opnaði tvær bjórdósir. ☆ ENDURHOLDGUN Framhald aj bls. 15. um greinaflokki, og tók hann Denis alvarlega. Minningamyndir Denis Lind- bohm er ógerlegt að sanna. Eini möguleikinn til að sanna sann- leiksgildi þeirra er sá, að láta hann benda á hluti heima hjá foreldrum Estu. Denis Lind- bohm hefur aldrei verið þar. Sem stendur man hann ekki eftir kringumstæðum þar, nema þá malarveginum sem hann gekk eftir með blikkfötuna í eftirdragi. o—o NÆSTA VIKA: Verkfræð- ingurinn sem söng í munka- kómum. 39.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.