Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 4
PéSTURINN Ilwar fæit Pira - i^item? Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur i samtali viS uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29. júli sl. Hús og skip hefur einkaumboS fyrir Pira System. ÞaS er selt ■ verzluninni í NorSurveri, Hátúni 4A. Allt ann- aS, sem selt er undir þessu nafni annars staSar, eru eftir- líkingar, sem ber aS varast. PIRA SYSTEM — EinkaumboS á íslandi: Hús og skip, simi 21830. Ingimar Eydal Kæri Póstur! Um Verzlunarmannahelgina lá leið mín í Húsafell, en þar skemmtu margir af beztu skemmtikröftum landsins. Vakti þar helzt athygli mína hve hljómsveit Ingimars Eydal spil- aði og söng ofsalega. Því lang- ar mig að fá svör við eftirfar- andi spurningum: 1. Hvað hefur hljómsveit Ingi- mars Eydal spilað lengi? Ég meina hvenær hún var stofnuð. 2. Hver hefur verið í hljómsveit- inni frá upphafi af þeim sem eru í henni í dag? 3. Hefur komið út plata með hljómsveitinni eftir að manna- breytingar urðu? Hver er platan ef svo er, en ef ekki, hvenær er þá von á henni? 4. Hvað spilar hljómsveitin oft á ári í Reykjavík og hvaða ald- urstakmark er þá á dansleikjun- um? Þá er það ekki fleira að sinni, en ég þakka kærlega fyrirfram með von um birtingu og góð svör. Ein fyrir sunnan. Það er ekki ofsögum sagt, aS Hljómsveit Ingimars Eydal er ein bezta hljómsveit landsins og því er okkur mikil ánægja aS svara þessum spurningum þrnum. 1. Hljómsveit Ingimars Eydal verSur 10 ára næsta vor. 2. ASeins Ingimar Eydal sjálfur hefur veriS í henni frá upphafi- 3. Og þar af leiSandi hefur kom- iS út plata meS hljómsveitinni eftir aS mannaskipti urSu, en það er orðiS töluvert langt síS- an og ekki eftir 3 síSustu manna- breytingarnar. Hitt er annaS, aS þau eru meS plötu í bígerS. 4. ÞaS er ekki oft sem hljóm- sveitin kemur til Reykjavíkur, í mesta lagi 2—3 á ári og þá skemmta þau yfirleitt í vínveit- ingahúsum þar sem aldurstak- markiS er 18—20 ár. „Lítið eitt“ Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur á Dalvík og okkur langar að spyrja þig hvað strákarnir ( trtóinu „Lítið eitt" heita. Við urðum al- veg heillaðar af þeim í Vagla- skógi um Verzlunarmannahelg- ina. Kær kveðja. Sigrún. Þeir heita HreiSar Sigurjónsson (sá rauShærSi), Steinþór Einars- son (dökkhærSi bassaleikarinn) og Gunnar Gunnarsson (sá örv- henti). Knattspyrna Kæri Póstur! Fyrst ætla ég að þakka þér fyrir allt gamalt og gott en svo lang- ar mig að spyrja nokkurra spurn- inga: 1. Hvaða knattspyrnulið unnu íslandsmótið 1959-1968? 2. Hvaða lið hafa unnið mótið frá upphafi? 3. Hvaða lið hafa oftast orðið Englandsmeistarar? Ég vona að þetta bréf fari ekki beint í ruslakörfuna. Tvistill. 1. 1959: KR 1960: Akranes 1961: KR 1962: Fram 1963: KR 1964: Keflavík 1965: KR 1966: Valur 1967: Valur 1968: KR 2. KR hefur unniS mótiS 20 sinnum; Valur 14 sinnum; Fram 14 sinnum; Víkingur tvisvar sinnum; Akranes 7 sinnum og Keflavík þrisvar sinnum, nú síS- ast fyrir örfáum vikum, eins og þú ættir að muna. ÞaS eru Arsenal og Manchester United sem oftast hafa orSiS Englandsmeistarar (8 og 7 sinn- um), en annars er allar upplýs- ingar um þetta aS finna i Knatt- spyrnuhandbókinni, sem fæst í bókabúSum og hjá útgefanda, Hilmi hf., í Skipholti 33. NauS- synleg bók öllum áhugamönn- um um knattspyrnu. 4 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.