Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 8
EFTIR ÓMAR VALDIMARSSON Alkirkjuráöið veitti í fyrra 15.000 dollar styrk til Þjóöfrelsishreyfingarinnar í Mozambique, sem er svipað eölis og Þjóðfrelsisfylkingin í Vietnam. Þessi grein fjallar um FRELIMO og baráttu íbúa Mozambique fyrir frelsi sínu.. ÞRIÐJA SEPTEMBER 1970 samþykkti framkvæmda- nefnd Alkirkjuráðsins einróma þá tillögu alþjóðlegu ráðgjafa- nefndarinnar gegn kynþátta- misréttinu, að veita 200.000 dollurum úr sjóði ráðsins til ýmissa samtaka um víða ver- öld. 19 samtök fengu styrk, og voru 9 þeirra frelsishreyfing- ar í Afríku. Hér á eftir er sagt frá einni þessara hreyfinga, FRELIMO, Frente de Libera- tacao de Mozambique, en menn- ingar og velferðararmur þeirr- ar hreyfingar hlaut 15.000 doll- ara styrk frá Alkirkjuráðinu. I raun og veru er þetta skæru- liðahreyfing og þætti sjálfsagt ýmsum hérlendis skrítið, ef Þjóðkirkjan veitti einnar millj- ón króna styrk til þingeyskra bænda — eða Æskulýðsfyik- ingarinnar. Tilgangur baráttu okkar er ekki aðeins til að eyðileggja. Við stefnum fyrst og fremst að því að byggja nýtt Mos- ambique, þar sem enginn sveltur en allir verða frjáls- ir og jafnir. Við berjumst vopnaðir, því svo hœgt sé að byggja nýtt Mozambique verður fyrst að eyðileggja Portúgalska nýlendukerfið.. þá og ekki fyrr getum við sjálf notið vinnuafls og gœða lands okkar. Frá miðstjórn FRELIMO til þjóðarinnar 25. september 1967. Mozambique er staðsett á austurströnd Afríku, um það bil 302.327 mílur2 að stærð og um- kringt af Suður-Afríku, Rhó- desíu, Malawi og Tanzaníu. Tvö fyrstnefndu löndin veita FRELIMO varla umtalsverðan siðferðilegan stuðning, en þess meira kemur frá Tanzaníu, þar sem ýmsar upplýsingarþjónust- ur FRELIMO eru staðsettar og sjálfur Julius Nyerere er ein- dreginn stúðningsmaður hinna 8 milljóna íbúa Mozambique. Saga Portúgals í Afríku nær aftur allt tii ársins 1498 og er Vasco da Gama kom til Mozambique í fyrsta slfipti. En áhrifa Portúgala gætti ekki verulega — nema í viðskiptum og trúboðsstörfum —- fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þegar nýlendustefnan náði til Afríku. Þá náðu pólitísk völd Portú- gala aðeins yfir þunna land- ræmu sem náði frá Cabo Del- gado til Sofala, en það breytt- ist skjótt og innan skamms, ekki síðar en árið 1910, stjórn- aði Portúgal miklum lands- svæðum í Afríku í gegnum ým- is konar fyrirtæki sem unnu úr miklum jarðauðæfum. Það sama á sér stað enn í dag, eins og Cabora Bassa-stíflan í Zam- besidalnum sannar. Er það mik- il stífla, sem FRELIMO hefur ávallt litið á sem tákn hvítra yfirráða og eftir því sem portú- galska stjórnin hefur látið frá sér fara er stíflan fyrsta mann- virkið sem er liður í þriggja hluta áætlun: 1. Að koma að minnsta kosti einni milljón hvítra Por- túgala til Mozambique. 2. Að gera tengslin á milli efnahags Suður-Afríku og Mozambique enn nánari. 3. Að tengja evrópskt efna- hagskerfi við áframhald- andi yfirráð Portúgala í landinu. Sjálfsagt þarf ekki að taka fram að FRELIMO hefur ákveðið að iáta ekkert verða til þess að stíflan komist upp og segjast þeir sprengja hana Flóttamenn frá Mozambique í flótta- mannabúðum í suður- hluta Tanzaníu: Rauði krossinn hefur komið þar til hjálpar eins og viða annars staðar. ef ekkert annað dugar. Það eru sem sé víðar til Þingeyingar en á íslandi. Andspyrnan við erlend yfir- ráð tók á sig margar myndir, allt frá vopnuðum smáhópum til vörubanns, en öll skipulögð mótspyrna var drepin niður ár- ið 1918 þegar Mokombe, kon- ungur Rarwe á Tete-svæðun- um, var drepinn. Eftir það voru hvers konar pólitísk samtök bönnuð, en upp úr því fór að bera á þjóðernissinnaðri and- spyrnu, aðallega á meðal minni- hlutahópa eins og mennta- manna og verkamanna. Fyrstu samtökin voru stofnuð í byrj- un þriðja áratugs aldarinnar: Liga Africano árið 1920 í Lis- sabon og Gremio Africano, síð- ar þekkt sem Associacao Afri- cano í Mozambique. Þjóðfrelsisfylking Mozambi- que, FRELIMO, varð til út úr þremur þjóðernissinnuðum hreyfingum, UDENAMO, MA- NU og UNAMI, og var þrýst að bæði að utan og innan. Innri pressa varð aðallega til þegar meira en 500 manns var slátr- að í Mueda árið 1960 fyrir að taka þátt í friðsamlegri mót- mælagöngu. Og þá varð það sem margir, er ekki höfðu lát- ið sér detta í hug annað en of- beldislaus mótmæli, snerust gegn þeim af öllu afli og neit- uðu öllum mótmælum ef þau kostuðu ekki blóð. Utanaðkomandi pressa kom frá þingi þjóðernissinnaðra hreyfinga á portúgölsku yfir- ráðasvæði í Afríku (CONCP), sem haldin var í Casablanca árið 1961, og þeim Nkrumah fyrrum forseta Ghana og Nye- rere forseta Tanzaníu. Þannig varð FRELIMO til þann 25. júlí árið 1962, í Dar es Salaam, höfuðborg Tanzaníu. Tíminn sem leið á milli stofnunar hreyfingarinnar og byrjunarinnar á vopnuðu bar- áttunni þann 25. september 1964, var erfiður. Mikið var rætt og enri meira undirbúið. FRELIMO stjórnar nú svæð- unum.Cabo Delgado og Niassa og hluta af Tete, en ákvörðun- 8 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.