Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 34
Peningar. Hún settist upp, opnaði veskið og tók upp pen- inga Guys. Það voru hundrað og áttatíu dollarar. Sjálf átti hún auk þess sextán dollara og eitthvað af skiptimynt. Það yrði áreiðanlega nóg í fyrirfram- greiðsluna, og ef hún þyrfti meira, myndi Brian símsenda henni það eða Hugh og Elsie lána henni það. Eða Joan. Eða Grace Cardiff. Hún gat snúið sér til fjölda manna. Hún tók upp vítamínhylkin, lagði peningana aftur í veskið og lokaði því. Síðan lagðist hún niður og hafði veskið, flöskuna og hylkin við hliðina á sér í stólnum. Hún ætlaði að fá Hill lækni hylkin, svo að hann gæti efnagreint þau og sannreynt hvort ekki væri eitthvað skað- legt í þeim. En þau hlutu að vera hættulaus. Þau vildu þó að barnið yrði heilbrigt, eða hvað? Fyrir svartmessuna? Hún skalf. Ófreskjur. Og Guy. Ótrúlegt, ótrúlegt. Þindin strengdist, og verkur- inn varð sárari en nokkru sinni fyrr. Hún andaði létt unz dró úr kastinu. Það var það þriðja þennan daginn. Hún skyldi segja Hill lækni frá því. Hún var nýsofnuð og liðin inn í draum um að hún byggi hjá Brían og Dodie í stóru, ný- tízku húsi í Los Angeles og að Andy væri nýfarinn að tala (þó að hann væri aðeins fjögurra mánaða gamall), þegar Hill leit inn og hún var í rannsóknar- stofunni aftur, lá þar á bekkn- um. Hún skyggði hönd fyrir augu og brosti við honum. — Ég sofnaði, sagði hún. Hann opnaði dyrnar upp á gátt og steig eitt skref til hlið- ar. Sapirstein læknir og Guy komu inn ... Framhald í nœsta blaði. LIFÐU LÍFINU Framhald aj bls. 11. hryggð). Þetta skeði á einu augnabliki. Ég taldi sjálfum mér trú um að hún myndi koma aftur. Hún hlaut að hafa farið fram á snyrtiherbergið til að gráta þar, síðan myndi hún koma aftur og þá gætum við grátið saman. Og þá yrði hún örugglega mjög hughraust og skilningsrík. Það var það sem ég kveið mest fyrir. Hugrekki hefir alltaf einhver ógnvekjandi áhrif á mig, og Catherine hafði meiri kjark en nokkur hermað- ur, sjómaður, morðingi eða leiguhermaður, sem ég hafði kynnzt um ævina. Svo beið ég þarna, með hendur undir hnakka og reykti hverja sígar- ettuna af annarri. Þetta varð að vera glæsilegt lokaatriði fjrrir hana, lokaatriði hjónabands okkar. En hún kom ekki aftur og það greip mig æði. Og eftir á að hyggja, hvað vissi ég eigin- lega um Catherine? Hún var saklaus og yndisleg, unaðslega ung, þegar ég kvæntist henni; nú var hún ráðgáta, litla stúlk- an sem hafði breytzt, án þess að ég tæki eftir því og nú var hún horfin, — hvert? Hvar var hún? Framhald í nœsta blaði. SKAUTADROTTN- INGIN OSIGRANDI Framhald aj bls. 17. í tvo kafla, annarsvegar áhuga- mennskuna og síðan kvikmynd- irnar og atvinnumennskuna. Hún fékk freistandi tilboð þeg- ar árið 1931, en hún óttaðist að fjárhagsvonin væri ekki eins mikil og skýrt hafði verið frá og hafnaði tilboðinu. Eftir sigurinn á OL í St. Moritz 1928 og heimsmeistara- titilinn það ár og einnig 1929, fór hún til Bandaríkjanna. Þar efndi hún til fjölda sýninga og augljóst var, að hvergi myndi hún fá fleiri áhorfendur, né öruggari. í Madison Square Garden komu 17 þúsund áhorf- endur og hylltu hana hjartan- lega. Fólk dáði þessa afreks- konu, hvar sem hún kom og til- boðin um sýningar streymdu til hennar eins og skæðadrífa. En þrátt fyrir þetta sögðu bæði Sonja og Papa Henie ákveðið nei við hinum freist- andi atvinnutilboðum. Aðalat- riðið var undirbúningurinn fyr_ ir OL í Lake Placid 1932. Auk þess sigraði Sonja á heimsmeist- aramótunum 1930, 1931 og 1932. Margir snjallir keppinautar komu fram, en enginn þeirra ógnaði einveldi Sonju. Meðan keppinautarnir æfðu sig í skylduæfingunum, varð Sonja stöðugt betri í frjálsu æfingun- um og sýningar hennar veittu henni öryggi og keppnisþjálfun, sem keppinautana skorti. f keppninni komst aðeins eitt að, að sigra og það tókst henni ávallt. Skapgerð hennar og ákveðni var einstök, en því miður var ekki hægt að segja það sama um marga keppinauta hennar. Eftir mótin voru haldnar stórveizlur, það var áfengi á boðstólum, mikill og góður matur og síðan var dansað fram á nótt. Sonja var með í eina eða tvær klukku- stundir, en hún var horfin fyrir klukkan tíu, því að þá var hún ávallt komin í rúmið. Hún varð að fara snemma á fætur. Sonja æfði alltaf snemma á morgn- ana. Hún kaus að æfa sig ein, óh'kt flestum keppinautanna. Aðeins Papa Henie var við- staddur. f Lake Placid vann Sonja aftur gull á OL og þá var að- eins eftir Garmisch Parten- kirchen. Ár hvert heimsótti Sonia Osló og hélt sýningu á Froener Isstadion, en þar hófst ferill hennar. Á þessum Soniu- hátíðum var ávallt fullt hús áhorfenda. Hún ferðaðist mikið og fyrir OL 1936 lagði hún oft leið sína til Mið-Evrópulanda. Það var enginn tilviljun, að OL átti að fara fram í Garmisch Partenkirchen, eins og áður er sagt. Aðalþjálfari Sonju hét Ho- ward Nicholson, Kanadamaður af skozkum ættum. Hann átti þátt í að skapa hinn listræna og tígulega blæ í listhlaupi hennar og það var hann sem benti henni á hina miklu mögu- leika hennar við kvikmyndir. Þegar Sonja sigraði á heims- meistaramótunum 1935 og 1936 og síðara árið einnig í OL var hún að breyta stílnum, hann varð léttari og nálgaðist stöð- ugt hreyfingar dansins. Olympíuleikarnir í Garmisch Partenkirchen voru kveðjuhátíð hennar frá áhugamennskunni. Hún hélt rakleitt til Hollywood eftir leikana. Kvikmyndafélög- in komu með glæst tilboð, en Sonju fannst þau ekki nógu góð. Á eigin kostnað lét hún gera skautasvæði í Hollywood og þar sýndi hún listhlaup. Hrifningin var slík, að Sonja gat sjálf ákveðið upphæðina í samningnum, sem gerður var við hið risastóra Fox-kvik- myndafélag. — Hún gerði samning um eina kvikmynd ár- lega og mátti auk þess ferðast um Bandaríkin með eigin sýn- ingarflokk. Þetta var mjög hag- kvæmt fyrir Sonju og hún vann sér inn geypilegar fjárhæðir. Af sumum var hún álitin tekju- hæst allra leikara Hollywood og beztu atvinnuhnefaleikarar unnu sér inn mun lægri fjár- hæðir. En sorgin drap að dyr- um hjá Sonju, árið 1937 lézt faðir hennar. Hann hafði verið henni mikilsvirði í lífinu, ekki aðeins sem einstakur og góður faðir, hann stjórnaði t.d. samn- ingagerðinni í Hollywood. Margir óttuðust að nú myndi fara illa fyrir Sonju. En sá ótti var ástæðulaus. Það sýndi sig fljótlega, að hún hafði erft eig- inleika föður síns í ríkum mæli. Hún ákvað að flytja til Holly- wood með móður sinni og bróð- ur. Sonja gerðist stórtæk og á næstu árum byggði hún skauta- hallir í Los Angeles, Denver, Detroit, Chicago og að hluta í New York. Hún fór margar ferðir með flokk sinn og sýndi í margar vikur á hverjum stað fyrir fullu húsi. Hún gekk í hiónaband með milliónerasyn- inum Dan Topping, en skildi við hann 1945. Á sýningum flokksins kom 34 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.