Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 46
Winther bríhiíl
Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi.
Einnig reiðhjól í öllum stærðum.
Oninn
Spltalastlg 8 — Slmi 14661 — Pósthólf 671
ókyrra tígrisdýr. „Bölvaður
asni, hver sem hefur gert þetta!
Ég skal semja skýrslu.“
„Næturvörðurinn tilkynnti
það.“
„Ha? Allt í lagi.“ Hann var
að snúast á brott, þegar Nick
stökk yfir ytri girðinguna fyr-
ir framan búrið. Þá spurði varð-
maðurinn, eins og eftir á að
hyggja: „Hafið þér vegabréf?
Ég man ekki eftir yður.“
„Bíðið, þangað til ég er búinn
að þessu,“ sagði Nick við hann.
„Ég þarf á báðum höndunum
að halda.“ Hann skyggði á
hengilásinn með líkama sínum
og klippti sundur keðjuna í
einu vetfangi með sterkum vír-
klippum.
„Hvað...?“
En nú var hurðin á búrinu að
byrja að lyftast, og Nick von-
aði, að Jeanie væri að koma
með vörubílinn á sinn stað.
„Varið yður, liðsforingi. Við
viljum ekki, að slys verði.“
„Ætlið þér að hreinsa búrið
með þessum vírklippum, vitri
náungi? Hver eruð þér eigin-
lega?“
Nick hóf hinar þungu klipp-
ur skjótt á loft og hitti vörðinn
á gagnaugað. Hann greip and-
ann á lofti og hneig til jarðar,
en um leið togaði hönd Nicks
eitthvað annað upp úr vasa
hans.
Jeanie kom með vörubílinn
og var að aka honum aftur á
bak á hinn rétta stað. Einhver
hrópaði, og þegar Nick sneri sér
við, sá hann varðmann, sem var
á hlaupum í áttina til þeirra.
Lengra burtu, nálægt hliðinu,
hafði annar varðmaður tekið
stefnu til þeirra .
Nick gerði aðeins andartaks-
hlé til að athuga vindáttina
aftur, og síðan þeytti hann
tveimur reyksprengjum til
mannanna, sem voru að nálgast.
„Nick!“
„Flýtið yður! Við höfum að-
eins eina mínútu!“ Hann togaði
planka niður af vörubílnum og
lagði hann yfir grindverkið að
búrdyrunum. Síðan kastaði
hann einni reyksprengju enn
inn í búrið og togaði í hurðina,
þannig að hún opnaðist alveg.
Tígrisdýrið, sem var skelf-
ingu lostið augnablik, sneri sér
að bæli sínu, en svo snerist því
hugur og það stökk út úr búr-
inu, upp plankann og inn í
vörubílinn, sem beið.
„Búið!“ öskraði Nick, kippti
plankanum burt og skellti aft-
ur stálhurð vörubílsins. „Við
skulum koma okkur út!“ Einn
af vörðunum hafði komizt
gegnum reykskýið og var að
fitla við skammbyssuhylki sitt,
þegar þau heyrðu skotin.
„Þessi skothljóð komu frá að-
alhliðinu,“ sagði Nick, um leið
og hann klifraði upp í sætið við
hlið stúlkunnar. „Hvað er að
gerast?“
Hún svaraði ekki, en steig
fast á benzínið, svo að bíllinn
þaut áfram og í gegnum starfs-
mannahliðið. Hann hefði verið
þess albúinn að ryðjast í gegn,
en hliðið var enn opið. Að baki
þeirra skaut varðmaður einu
skoti í tryllingi, og svo voru
þau á bak og burt.
„Þessi vörubíll verður ekki
öruggur lengi,“ sagði Jeanie.
Nick leit út um hliðarglugg-
ann, um leið og vörubíllinn
skrönglaðist fram hjá inngangi
dýragarðsins. Brynvarði bíllinn
var þar og stóð við aðalhliðið,
en dyr hans voru opnar. Tveir
menn í einkennisbúningum lágu
endilangir á gangstéttinni rétt
hjá honum.
„Hafið ekki áhyggjur af vöru-
bílnum,“ sagði Nick í nöldur-
tón. „Hvernig er með þetta?“
„Hvað?“
„Þér vitið ofurvel hvað. Vin-
ir yðar hafa ætlað að leika á
mig!“
Hún handlék stýrishjólið eins
og kunnáttumaður og beygði
skyndilega inn í hliðargötu.
Hún var rykug og óslétt, og
næstum undir eins fór tígris-
dýrið að urra.
„Þér vinnið fyrir borgun,“
sagði hún við hann. „Hættið að
kvarta.“
„Cormick vildi alls ekki fá
tígrisdýrið! Yður var jafnvel
sama, hvort ég næði því. Þetta
var allt ekkj annað en skemmt-
un, á meðan Cormick og Smith
yfirbuguðu brynvarða bílinn.“
„Ég vissi ekki, að um neina
skotárás yrði að ræða,“ sagði
hún og hafði ekki augun af
veginum.
„Ef verðirnir hefðu náð mér,
hefðu þeir skilið mig eftir
þarna. Gerðuð þér þetta allt
fyrir nokkur þúsund dollara
virði af 25-centa peningum?“
Hún fnæsti af fyrirlitningu.
„Notið þér skynsemina, Nick.
Brynvarða bifreiðin staðnæm-
ist fyrir framan bankaútibú á
ferð sinni á mánudagsmorgn-
um. Það má teljast sæmileg
heppni, ef við höfum fengið upp
undir milljón dollara!"
46 VIKAN 39.TBL.