Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 22
— Nei, sagði Rosemary. — Þér hafið sennilega aldrei verið hér þá dagana, sagði ung- frú Lark. — Eða þá að þér hafið haldið að lyktin væri af yður sjálfri. Er þetta eitthvað kemískt? , Rosemary stóð upp, lagði blaðið frá sér og tók upp tösku sína. — Maðurinn minn er hér fyrir utan. Ég gleymdi að segja honum dálítið. Ég kem aftur um hæl. — Þér getið skilið töskuna yðar hér eftir. En Rosemary tók töskuna meS sér. Hún hljóp við fót uppfyrir Park Avenue til átttugustu og fyrstu götu, þar sem hún fann símaklefa. Hún hringdi til Hills læknis. Það var hræðilega heitt í klefanum. Hjúkrunarkona tók undir. Rosemary gaf henni upp nafn sitt og klefanúmerið. — Verið svo góðar að biðja hann að hringja þegar í stað, sagði hún. — Það hefur orðið slys, og ég stend hér í símaklefa. — Allt í lagi, sagði hjúkrun- arkonan og lagði á. Rosemary lagði á líka og lyfti síðan símtólinu aftur, en hélt fingri á takkanum. Hún hélt heyrnartrektinni að eyranu, líkt og hún væri að hlusta, svo að enginn kæmi og bæði um að fá að tala í símann. Allir, allir. Allir voru með í samsærinu, Guy, Sapirstein læknir, Minnie og Roman. Öll voru þau galdramenn. Öll voru þau galdramenn. Þeir notuðu hana til að verða sér úti um barn, sem þau gætu ... — Vertu ekki hrœtt, Andy — eða Jenny. Ég drep þau jrékar en ég láti þau snerta þig! Símínn hringdi. Hún sleppti takkanum. — Halló? — Er það frú Woodhouse? Það var hjúkrunarkonan aftur. — Hvar er Hill læknir? spurði hún. — Heyrði ég nafnið rétt? spurði konan. — Er það Rose- mary Woodhouse? — Já! — Og þér eruð sjúklingur Hills læknis? Hún sagði frá því er hún leit- aði til Hills um haustið. — Fyr- ir alla muni, sagði hún. — Hann verður að tala við mig. Það er áríðandi! Það er ... það er ... góða systir, biðjið hann að hringja. — Gott og vel, sagði konan. Rosemary studdi aftur fingr- inum á takkann og þurrkaði svitann af enni sér með hand- arbakinu. Góði Hill lœknir. Hún ýtti upp dyrunum til að fá ferskara loft og lokaði þeim snarlega aftur, er kona nálgað- ist og stillti sér upp sem til að bíða. — Nei, það vissi ég ekki, sagði Rosemary með fingurinn á takkanum. — Er það satt? Hvað meira sagði hann? Svitinn streymdi niður bak hennar og handleggi. Það hafði verið rangt að fara í síma svo nálægt stofu Sapir- steins læknis. Hún hefði átt að fara til Madison eða Lexington Avenue. Nú þegar gat hann verið kominn út til að leita að hermi, og yrðu næstu símklefar ekki það fyrsta, sem hann gæfi gæt- ur. Hún gætti þess að snúa baki í þá átt, sem líklegast var að hann kæmi úr, ef hann kæmi. Konan fyrir utan gekk sína leið, Guði sé lof. Og nú var Guy sennilega komin heim. Hann mundi hafa séð að taskan hennar var far- in og hringt í Sapirstein lækni í þeirri trú að hún væri á sjúkrahúsinu. Innan skamms yrðu þeir báðir komnir af stað til að leita að henni. — Halló? — Frú Woodhouse? Það var Hill læknir, Lausn- ari . Frelsari - Kildare - Dá- samlegi - Hill. — Ég hélt að þér væruð í Kaliforníu, sagði hann. — Nei, svaraði hún. — Ég fór til annars læknis, sem kunn- ingjar sendu mig til, en hann er ekki góður. Hann hefur log- ið að mér og gefið mér undar- lega drykki og hylki. Barnið á að fæðast á þriðjudaginn — þér munið efalaust að þér nefnduð þann tuttugasta og áttunda við mig! — Og ég vil að þér hjálp- ið mér. Ég borga hvað sem þér setjið upp. — Frú Woodhouse ... — Lofið mér að tala við yður, kæri Hill læknir, sagði hún, þegar hún þóttist heyra bóla á neitun hjá honum. — Get ég ekki fengið að koma og útskýra hvað skeð hefur? Ég get ekki staðið hér lengur. Maðurinn minn og þessi læknir og þau sem sendu mig til hans, þau eru öll í... já, þátttakendur í sam- særi. Ég’ veit að þetta hljómar brjálæðislega læknir, og þér hugsið efalaust sem svo: Aum- ingia stúlkan, hún er alveg gengin af göflunum ,en það er ég ekki, ég sver við alla heilaga að ég er með réttu ráði. Sam- særi móti fólki eru alltaf gerð annað veifið, er það ekki? — Jú, sagði hann. Framháld á bls. 33. MIG ÐREYMQI Eðalsteinn og snjóskriða Kæra VIKA! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig svo drauma sem mig dreymdi fyrir nokkru síðan. Sá fyrri er á þá leið að ég var að vinna eitthvaS í garði. Þar var mold og grjót eins og gengur, en allt í einu veltur Iftill, glitr- andi steinn upp í lófa mér. Þekki ég þennan stein og álít hann vera úr silfurhring sem ég er með á hendinni og tel ég mig hafa tapað honum fyrir löngu síðan. Ég set steininn í hringinn og fer að dást að því hve vel þetta fari saman. Held ég svo áfram með vinnuna en eftir smástund tek ég eftir því að steinninn er týndur aftur og þótt ég viti að ég finni hann aldrei framar fer ég að leita að honum. Þennan hring hef ég al- drei átt. í seinni draumnum var ég að fara upp háa snjóskriðu. Þetta var gamall, harður og óhreinn snjór og nokkuð brattur. Upp komst ég þó án mikillar áreynslu. Þar þótti mér vera verzlun og keypti ég sitthvað af konu sem heitir Ingibjörg. Þá var eftir að komast niður og kveið ég töluvert fyrir þv(, en sem betur fer vaknaði ég áður en ég lagði af stað. Margföld amma. Að sjá týndan hlut er af mörg- um taliS fyrir því að hlutur- inn finnist fyrr eða síðar. í þessu tilfelli hefur „fundni" hluturinn aldrei týnzt og ekki einu sinni verið til, þannig að viS viljum ráða drauminn á þá leiS aS göm- ul og fróm ósk þín raetist — allavega um stundarsakir. Sjálf- sagt fylgja því einhver von- brigSi. Síðari draumurinn er þér fyrir tjóni og ætti i því sambandi að vera nóg aS benda á aS nafniS Ingibjörg þýSir í draumi „eng- in björg". „Héramaðurinn" • Kæri Draumráðandi! Mér fannst ég halda á steini, mjög reglulega löguðum, fer- köntuðum og nokkuð þykkum, úr gleri. A annarri hliðinni fannst mér vera mynd af sitj- andi manni og var hann með dýrshöfuð, helzt er ég á því að það hafi verið hundshöfuð. Hin- um megin á steininum var eins konar skjaldarmerki. Efst í því var mynd af manni og þar fyrir ofan stóð „Héramaðurinn". Neð- ar í merkinu var mynd af tveim- ur mönnurn og fyrir ofan annan þeirra var mynd af hálfmána og þar stóð „Mánamaðurinn". Fyr- ir ofan hinn manninn var tölu- stafurinn 3 og þar stóð „Þrjú- maðurinn". Þessir tveir síðar- töldu menn voru þó nokkuð minni en Héramaðurinn. Svo fannst mér ég taka á steininum og ætla að brjóta hann, en þá hrökk hann í sundur í smámola, sem dreifðust á gólfið ! kring- um mig. Ég er gift og á tvo drengi, 5 ára og 9 mánaða. Yngri dreng- urinn hefur verið nokkuð veik- ur. Hann hefur verið slæmur í nýrunum og hefur einu sinni verið á spítala. Með kærri þökk fyrir ráðning- una. S.G. Að brjóta gler er yfirleitt talið vera fyrir miska, en þar sem öll merkin sem komu fram í draumnum eru mjög jákvæð, viljum við ráða drauminn á þann veg, að litli drengurinn þinn eigi eftir að vera veikur um nokkurt skeið enn, en ná sér siðan fullkomlega. Svar til „Donnu“ Þú ættir að vara þig á þeim sem segja þig vini þína og sýna þér óvenju mikla athygli. Slíkt flan boðar ekkert gott. Svartil „X“ í Keflavík Ekki treystum við okkur til að ráða drauma þína nákvæmlega, en við erum þér sammála ( því, að aliir boða þeir eitthvað af- gerandi. Því viljum við einungis ráðleggja þér að vera við öllu búin og taka hlutunum eins og þeir koma. Manninum er allt fært og því skaltu ekki örvænta þó illa horfi, því öll él birtir upp um siðir. 22 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.