Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 33
BARN ROSEMARY HÚSMÆÐUR. — GEFIÐ FJÖLSKYLDUNNI HOLLA OG BÆTIEFNARÍKA FÆÐU. — GRÆNMETI ER GÓÐMETI. FÆST I NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. SOLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA Framhald af bls. 22. — Þetta er samsæri móti mér og barninu mínu, sagði hún. — Og ef ég má koma, skal ég segja yður frá því. Hann sagði: — Komið til mín á morgim í móttökutíma eftir .. — Núna, sagði hún. — Núna. Undireins. Þeir leita að mér. — Frú Woodhouse, sagði hann. — Ég er ekki á stofunni núna. Ég er heima. Ég hef ver- ið á fótum síðan í gærmorgun og... — Kæri læknir, sagði hún. — Ég grátbið yður. Hann þagði. Hún sagði: — Ég kem og út- skýri alltsaman. Ég get ekki verið hér lengur. — Komið á stofuna klukkan átta, sagði hann. — Er það í lagi? — Já, sagði hún. — Jú, þakka yður fyrir. Hún gekk til Lexington Ave- nue og upp til Áttugustu og sjöttu götu, þar sem hún fór inn í kvikmyndahús. Hún fór inn á snyrtiherbergi kvenna og sat síðan grafkyrr í þessu öryggis- fulla, svala myrkri og horfði á hávaðasama litmynd. Eftir stundarkorn tók hún töskuna sína, gekk til símaklefans og pantaði símtal við Brian bróð- ur sinn. Enginn tók undir. Hún fór aftur inn í kvikmyndahúsið og settist á annan stað. Barnið var rólegt, svaf. Það var farið að sýna aðra kvikmynd. Tuttugu mínútur yfir átta yf- irgaf hún kvikmyndahúsið og tók leigubíl til stofu Hills lækn- is á Sjötugustu og annarri götu. Henni var óhætt að ganga inn óhikað, hugsaði hún. Um átta- leytið mundu þau vera á verði við íbúð Joan eða Hughs og Elise, en ekki hjá læknastofu Hills. Ef hjúkrunarkonan hefði ekki sagt þeim að hún hefði hringt. Enginn stöðvaði hana. Hill læknir opnaði fyrir henni sjálf- ur, vingjarnlegri en hún hafði átt von á, eftir tregðunni sem hún merkti á honum í síman- um. Þau gengu inn í móttökuher- bergið, og Rosemary sagði honum allt af létta. Hún sat með hendurnar á stólörmunum og krosslagða fætur og talaði hægt og rólega, þar eð hún vissi að minnsti vottur af móðursýki myndi gera að verkum að hann tryði henni ekki. Hún sagði frá Adrian Marcato og Minnie og Roman, frá verkjunum sem hrjáð höfðu hana mánuðum saman, jurtadrykkjunum og litlu kökunum hvítu. Hún sagði frá Hutch og galdrabókinni hans, miðunum á Fantasticks. svörtu kertunum og bindi Don- alds Baumgarts. Hún gleymdi ekki heldur grammófóni Shands læknis, því háttalagi Guys að henda bókinni og hinni óvæntu afhjúpun ungfrú Lark á Sapirstein lækni. —• Kannski voru dvalinn og blindan aðeins tilviljanir, sagði hún. — Eða þá að þau hafa ein- hverja sérstaka aðferð við að valda fólki tjóni. En það er ekki meginatriðið. Það er að þau vilja fá barnið. Það er ég viss um. — Að vísu lítur út fyrir það, sagði Hill læknir. — Sérstak- lega ef hafður er í huga áhug- inn, sem þau sýndu því frá upp- hafi. Rosemary lokaði augunum og var gráti nær. Hann trúði henni þá. Hann hélt ekki að hún væri brjáluð. Hún lauk upp augun- um og leit á hann, róleg og sjálfsörugg. Hann var að skrifa. Þótti öllum sjúklingunum hans vænt um hann? Hún var rök í lófunum, og flutti þá frá stól- örmunum og þrýsti þeim að kjólnum. — Sögðuð þér að læknirinn héti Shand? spurði Hill læknir. — Nei, Shand læknir er að- eins einn í hópnum, sagði Rose- mary. — í söfnuðinum. Nei, læknirinn heitir Sapirstein. — Abraham Sapirstein? — Já, sagði Rosemary með erfiðismunum. — Þekkið þér hann? — Ég hef hitt hann einu sinni eða tvisvar, sagði Hill læknir og hélt áfram að skrifa. — Þegar maður sér hann og talar við hann, er ómögulegt að trúa að hann ... — Nei, síst af öllu, sagði Hill læknir og lagði frá sér penn- ann. — Maður skyldi aldrei dæma neinn af ytra útliti. Vilj- ið þér leggjast inn á Mount Sinai-sjúkrahúsið nú þegar, í kvöld? Rosemary brosti. — Endilega, sagði hún. — Er það í lagi? — Ég verð víst að hringja í nokkur númer og koma öllu í kring, sagði Hill læknir. Hann stóð upp og gekk að dyrunum, sem voru opnar. — Ég held að þér ættuð að hvíla yður svo- lítið, sagði hann og benti inn 1 dimma herbergið á bakvið. — Ég sé hvað ég get gert. Rosemary vóg sig upp úr stólnum og gekk inn í rann- sóknarherbergið. — Þér hafið allt, sagði hún. — Meira að segja gólfkúst. — Ég get fullyrt yður um að við höfum aðrar aðferðir og betri, sagði Hill læknir. Hann fylgdi henni inn. — Það tekur sjálfsagt rúman hálftíma. Ligg- ið bara útaf á meðan og jafnið yður. Hann gekk út og lokaði dyrunum. Rosemary gekk að bekknum og settist. Guð blessi Hill lækni. Hún tók af sér ilskóna og hallaði sér þakklát útaf. Nú er öllu borgið, Andy — eða — Jenny. Bráðum liggjum við í hreinu, fallegu rúmi á Mount Sinai-siúkráhúsi, og það koma engir í heimsókn og ... 39. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.