Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 49
Korn Bandarískur meþódistaprest- ur, Douglas Smith, sem er 35 ára gamall ,hefur hugsað sér að fara til fjalla og dveljast þar í heilt ár. Fjallið sem hann hef- ur valið sér heitir Mount Shasta og er 4200 metra hátt, staðsett í Kaliforníu vestur þar. Hann ætlar sér að vera á toppinum, þar sem allt er á kafi í snjó allan ársins hring og með þessu framferði sínu hyggst hann mótmæla stríðinu í Vietnam. Innanríkisráðherra herfor- ingjaklíkunnar í Grikklandi, Stylianos Patokos, hefur gefið út nýja tilskipun þess efnis, að hvert það barn sem fæðist af úioreldrum er hafa tekið trú Votta Jehóva, skuli taiið óskil- getið. Kona nokkur í Kiel í Vestur- Þýzkalandi, lamdi nýlega 87 ára gamlan föðurbróður sinn í höf- uðið með hamri og varð gamla manninum svo meint af bar- smíðinni að hann kvaddi þenn- an heim samstundis. Sagði kon- an lögreglunni að hún hefði verið hætt að þola hroturnar í honum. í New York var 38 ára göm- ul kona, Mary Louise Peterson að nafni, nýlega dæmd til að fara í megrunarkúr bg skyldi hún ekki léttast um minna en 1.4 kg á viku. Stæðist hún ekki raunina lenti hún í áteininum. Nú er þessi ágæta kona um 150 kíló á þyngd, en það er það mikið, að hún fær hvergi vinnu til að geta borgað lögregluþjóni sem hún lamdi, rúmar 8 þúsund krónur í skaðabætur. Starfshópur við hágkólann í Erlangen í Svíþjóð hefur kopn- izt að þeirri niðurstöðú að niús- ík er gott meðal við magasári og öðrum kvillum í meltingar- færunum. 60% af tilraunadýr- um hópsins svaraði jákvætt við Beethoven, Mozart og rokki. Um sama leyti var fri nokkur, William O’Shea, dæmdur í 2000 króna sekt í Perth í Ástralíu, fyrir að brjóta glymskratta á veitingahúsi. Villi varð argur út í maskínuna þegar einhver gestanna lét túkall í hana og hún hóf að spila mótmælenda- sálm. Hamar og sigð á hjálmana Lítið hefur verið um mót- mælaaðgerðir meðal stúdenta upp á síðkastið, nema að sjálf- sögðu í Japan, þar sem þeir heyja stöðugt stríð út af einu cg öðru. Þessi mynd sýnir jap- anska stúdenta mótmæla samn- ingi Bandaríkjanna og Japan um Okinawa. Þennan dag tóku tugþúsundir Japana þátt í mót- mælaaðgerðunum og þar á meðal allir vinstrisinnaðir stúd- entahópar. 89 voru settir í stein- inn að kvöldi þessa dags og margir voru sárir, flestir þeirra lögreglumenn og þarf víst eng- an að undra eftir að hafa skoð- að útbúnaðinn sem stúdent- arnir eru með á myndinni. Fílar fara í kelerí Fílarnir tveir á myndinni éiga heima í dýragarðinum í San Diego í Kaliforníu. Það varð uppi fótur og fit í garðinum ekki alls fyrir löngu, þegar þeir tóku á þeim ósóma að kýssast fyrir framan alla gestina. Kall- að var á vörðinn og útskýrði hann málið: Þeir eru að berj- ast um mat. Ojæja, myndin er allavega skemmtileg. 39. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.