Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 15
MINNINGAR AFTAN ÚR ÖLDUM. Vísindin þekkja til mis- munandi minningamynda, sem sumir álíta að séu úr fyrra lífi. Aðra skýringu hafa rannsóknir enn ekki leitt í ljós. Denis Lind- bohm hefur upplifað slík minn- ingaleiftur. " „Ég á mér sérstaka minn- ingu. Ég sat á steini utan við hús móðurafa míns við Löve- stad. Þá fann ég skuggann af lífi Estu. Yfir mig kom bara minning um einmanakennd og hatur. Mér leið illa; Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað rangt. Ég hafði verið gamall. Allt hafði verið ömurlegt og vonlaust. Ég hafði sýslað með bækur. Önnur minning leitaði líka á. Foreldrar mínir höfðu selt mig mönnum í dökkleitum yf- irhöfnum. Farið var með mig' í hús, og upp í það lágu gróf- legar steintröppur. Það voru litrík blóm, og ilmur af blóði og kjöti. Ég var örvæntingar- fullur og skildi ekki hví for- eldrar mínir höfðu selt mig. Meira man ég ekki. Minningin um gamla mann- inn einsamla, stendur kannski í sambandi við aðra endur- minningu, sem sótti á, þegar ég var tólf ára og kom. þá til Tranás. Ég vissi að ég hefði eitt sinn verið böðull. Það skýrir kannski þann við- bjóð sem ég fann til, þegar ég hugsaði um það. Minning, sem stendur mér ljósar fyrir hug- skotssjónum, og sem ég hef ekki reynt að gleyma, heldur þvert á móti reynt að lífga við aftur og aftur, er minning um fállega borg sem stendur við stóran flóa eða fjörð um- luktan bláleitum ásum. Eitt- hvað, sem minnir á lauklaga turna teygir sig mót bláum himni. Allar byggingamar eru himinháar — eða er það ég sem er svo lítill? Það virðist sem brýr séu milli bygging- anna. Ég man að borgin heitir „Konsterglon'* eða „Kvatur Glon“. Mitt eigið nafn er „Voostlar“, en ég er kallaður „Voos“ Tvær konur hugsa um mig, Neia og Teia. Önnur er ljóshærð, e’n hin dökkhærð. Báðar eru þær klæddar litrík- um fötum. LÍF ÚTI f GEIMNUM. Þessari minningu á ég erfitt með að finna stað. Ég hef rætt við vísindamenn sem áhuga þafa á endurholdgun um þetta sérstæða fyrirbæri, en eina svarið sem ég hef fengið er það, að minningin hljóti að vera frá forsögulegu tímabili úr horfinni menningu, eða — en óneitanlega hljómar það fáránlega — af annarri plánetu. Þetta er hvorki ímyndun eða draumur — þetta er raunveru- leg endurminning. Af skiljanlegum ástæðum vildi Denis Lindbohm árum saman ekki tala um hinar imd- arlegu minningar sínar. Hann var hræddur um að fólk héldi hann ekki með fullu viti. Fyrir nokkrum árum komst hann svo í samband við dr. Ian Steven- son í Bandaríkjunum, sá er fyrr hefur verið nefndur í þess- Framháld á bls. 47. Denis Lindbohm ásamt móSur sinni — systur Estu. 39. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.