Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 20
aff verða sér úti um barn, sem þau gætu .... Vertu ekki hrætt, Andy - effa - Jenny. Ég drep þau frekar en aff láta þau snerta þig. Þau voru öll galdramenn. Þau notuffu hana til Þegar Rosemary var komin heim í íbúðina sína, blessuðu, skuggsælu og svölu íbúðina sína, reyndi hún að sannfæra sig um að hún væri bandvitlaus. Þú eignast barnið þitt eftir fjóra daga, asninn þinn. Eða jafnvel fyrr. Þú ert svo veik og vitlaus að þú hefur einfaldlega byggt upp heilt samsæri úr nokkrum tilviljunum, sem standa í alls engu sambandi hverjar við aðra. Það eru engir raunverulegir galdramenn til. Það eru engir töfrar til. Hutch dó eðlilegum dauða, jafnvel þótt lœknarnir gœtu ekki áttað sig á orsökinni. Það sama gildir um blindu Donalds Baumgarts. Hvernig hefði Guy átt að geta náð í eitthvað, sem honum til- heyrði? En hún hafði einmitt lesið að það vœri frumskilyrði fyrir því, að þessháttar svarti- galdur bæri árangur. Þarna sérðu, asninn þinn. Þetta sam- sœri þitt verður að engu, þegar þú athugar það nánar. En hversvegna hafði Guy logið til um miðana? Hún klæddi sig úr og stóð lengi í köldu steypibaði, sneri sér við á allar hliðar, lét vatn- ið fossa í andlit sér og reyndi að hugsa rólega og af skynsemd. Það hlaut að finnast önnur ástæða til þess, að hann hafði logið. Kannski hafði hann verið niðri á Downeys um daginn og fengið miðana hjá einhverjum þar. Hefði svo síðan sagst hafa fengið þá hjá Dominick, svo að hún frétti ekki að hann hefði brugðið sér svolítið á leik. Auðvitað hafði það verið þannig. En hversvegna hafði hann ekki sýnt sig henni nakinn svo mánuðum skipti? Hún var, hvað sem öðru leið, fegin því að hafa hent þessum andstyggilega verndargrip. Það hefði hún átt að vera búin að gera fyrir löngu. Fyrst og fremst hefði hún aldrei átt að taka við honum af Minnie. Það var dásamlegt að vera laus við þessa andstyggilegu lykt! Hún þurrkaði sig og hellti á sig firn- um af kölnarvatni. Hann hafði ekki sýnt sig nak- inn af því að hann var með ein- hver smávegis útbrot, sem hann skammaðist sín fyrir, hafði hann sagt. Og alkunna hve hé- gómagjarnir leikarar eru. Ó- sköp einfalt. En hversvegna hafði hann hent bókinni um gerninga og svarta- galdur? Og hversvegna hafði hann heimsótt Minnie og Rom- an svo oft? Og hversvegna hafði hann beðið eftir fréttinni af blindu Donalds Baumgarts? Og hversvegna hafði hann rokið heim frá leikhúsinu með smink_ ið á sér, daginn sem Hutch kom í heimsókn? Hún gekk fram í eldhús og drakk tvö glös af kaldri mjólk. Hún vissi ekki hvort hún væri gengin af göflunum eður ei, hvort galdrakindur bjuggu aðeins yfir löngun í völd eða raunverulegu og miklu valdi, hvort Guy var ástríkur eigin- maður hennar eða svikráður óvinur hennar og barnsins. Hún hringdi til miðlunar- stofnunar listamanna og fékk símanúmer Donalds Baum- garts. Hann svaraði undireins með stuttu og óþolinmóðlegu jái. — Þetta er Rosemary Wood- house, sagði hún. — Kona Guys Woodhouses. — Svo? — Ég vildi gjarnan ... — Drottinn minn, sagði hann, — en hve þér hljótið að vera sæl og hamingjusöm! Ég hef heyrt að þið lifið eins og kóng- ar í Bram, drekkið gamalt vín úr kristalsglösum og hafið hjörð af einkennisklæddum þjónum til að þvo upp. — Mig langaði aðeins til að heyra af yður. Hvort þér eruð ekki á batavegi. Hann hló. — Og hversvegna hafið þér áhuga á því, mín kæra frú Woodhouse? Mér líður prýðilega! Alveg stórkostlega! I dag hef ég ekki mölvað nema sex glös, ekki dottið niður nema þrjár tröppur og vaðið aðeins tvisvar út á götuna í veg fyrir bíla, í bæði skiptin slökkviliðs- bíla með fullum útbúnaði! Ég verð betri og betri á allan hátt með hverjum degi sem líður. — Það kemur svo illa við okkur Guy að hann skyldi slá í gegn vegna óhamingju yðar, sagði Rosemary. Donald Baumgart var þögull andartak. Svo sagði hann: — Hvern fjandann gerir það til? Svona er lífið. Upp fyrir einn og ofan fyrir annan. Hann hefði áreiðanlega spjarað sig engu að síður. Svo að ég sé hreinskilinn, þá var ég handviss um að hann fengi hlutverkið eftir að við vorum prófaðir í annað sinn. Hann var alveg frábær þá. — Hann hélt að þér fengjuð hlutverkið, sagði Rosemary. — Og reyndist hafa rétt fyrir sér. — Já, í bráðina. — Mér þykir leitt að ég skyldi ekki geta komið með þarna um daginn og heilsað uppá yður, sagði Rosemary. — Hann bað mig þess, en ég gat það ekki. — Heilsa uppá mig? Þér eig- ið við daginn, sem við fengum okkur nokkra drykki saman? — Já, sagði hún. — Ég átti við það. — Það var gott að þér komuð ekki, sagði hann. — En þetta var mjög fallega gert af Guy. Flestir hefðu látið það eiga sig. — Sá sem tapar býður þeim sem vinnur uppá drykk, sagði Rosemary. 20 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.