Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 14
I MINU FYRRA
LÍFI VAR ÉG SYSTIR
MÓÐUR MINNAR
1 þessari grein er lýst því tilfelli, er sænskir vísindamenn sem að kannað hafa endurholdg-
un, telja hvað trúverðugast. Um er að ræða karlmann, sem heldur því fram, að hans fyrra
lífi hafi lokið aðeins 10 árum áður en hið núverandi hófst.
Einstaka vísindamaður held-
ur því fram, að fólk, sem held-
ur því fram statt og stöðugt, að
það hafi lifað öðru lífi en nú-
verandi, hljóti að hafa eitthvað
til síns máls.
Almenningur hefur hins veg-
ar haft lítil kynni af rannsókn-
um á þessu sviði. Þeir vísinda-
menn, sem hvað lengst hafa
gengið í rannsóknum á endur-
holdgun, hafa jafnvel ekki vilj-
að skýra frá niðurstöðum sín-
um. Þeir vita sem er, að senni-
legt má telja að hlegið verði að
þeim, eða þá að þeir verði fyr-
ir ofsóknum. Maður, sem held-
ur því fram, að endurfæðing
sé eðlilegur gangur eða fram-
hald lífsins á jörðinni, stendur
ekki upp og vitnar. Hann þorir
það ekki.
Denis Lindbohm er því und-
antekning.
Vel getur verið, að hann
hefði aldrei viljað ræða um
hinar undarlegu minningar, eða
minningamyndir, hefði hann
ekki komizt í samband við
sænskan vísindamann í Lundi.
Og rannsakarinn í Lundi telur
Denis Lindbohm hinn mesta
hvalreka sem endurholdgunar-
vísindi geta státað af.
ENGINN SKILDI MIG.
Denis Lindbohm fæddist 1927,
og móðir hans, Gunborg Lind-
bohm, varð ákaflega stolt, þeg-
ar í ljós kom, að drengurinn
gat talað, þegar á 1. aldursári.
Hluta bernsku sinnar dvaldist
persónur, og er hann var smá-
um móður sinnar. Þau voru
mjög trúað fólk, og höfðu lít-
inn skilning á því, að Denis
var óvenjulegt barn.
Denis vissi strax, að afi hans
og amma höfðu áður verjð for-
eldrar hans og að hans eigin
móðir hafði verið systir hans.
„Það er mjög eðlilegt, að lít-
ið barn sem lengi býr hjá afa
sínum og ömmu líti á þau sem
foreldra," segir Denis Lind-
bohm, ,,en þannig var það ekki
með mig. Ég mundi að þau
höfðu verið foreldrar mínir, og
líka það, að ég hafði verið lítil
stúlka sem hét Esta. En þegar
ég nefndi þetta við afa og
ömmu, fékk ég strangt boð um
að nefna þetta aldrei framar.
En mér var það ómögulegt að
tala ekki uni það. Esta stóð
ljóslifandi fyrir mér.
Mamma var eina manneskj-
an sem ég þorði að opna hug
minn fyrir. Hún varð undrandi,
en hlustaði samt af áhuga.
Kannski ekki þegar í stað, en
þegar ég rakti upp smáatriði
úr hinu stutta lífi Estu, varð
hún æ sannfærðari um, að ekki
var einvörðungu um ímyndun
að ræða. Þetta endaði með því,
að ég flutti aftur til móður
minnar, svo að ég slippi við að
lenda í deiluin og leiðindum við
ömmu og afa.
MINNINGAR BARNS.
Esta var yngsta systir
mömmu. Hún dó úr spönsku
veikinni árið 1918, og var þá
aðeins fjögurra og hálfs árs að
aldri.
Afi og amma töluðu aldrei
um hana. Þegar ég fór að tala
um hana, þá rieituðu þau að
hlusta á mig. Ég reyndi að
skýra út fyrir þeim, að ég væri
Esta, og þau urðu þá mjög
særð. Sorgin var þeim heilög.
og það sem ég sagði var þeim
aðeins háð og spé. Samt vissi
ég, að ég var — hafði verið
Esta.
Ég man mörg smáatriði úr
mínu lífi sem systir móður
minnar. Ég man eftir því, að ég
sótti mjólk í blikkfötu, og hafði
sú fata mjóan háls. Ég man vel
hvernig ég dröslaði fötunni með
mér eftir malarveginum sem
liggur þvert á brautarteina. Ég
verð þreytt — fatan er of þung
og stór — og ég fæ mér sæti á
vegarbrúninni til að hvíla mig.
Mamma spurði móður sína,
hvort Esta hefði verið vön að
sækja mjólk
Amma svaraði:
„Já, stöku sinnum var hún
send á bæinn, þar sem við feng-
um mjólkina, en hún var alltaf
svo afskaplega lengi. Hún var
þá vön að setjast á fötuna og
hvíla sig. Það er hálfur annar
kílómetri að bænum — mjög
erfið leið fyrir fjögurra ára
hnátu. Og vegurinn liggur yfir
brautarsporið.“
Mamma var talsvert eldri en
Esta. Hún vann annars staðar
og var ekki heldur heima, þeg-
ar Esta dó . . .
'Ég man, að þegar ég var
Esta, óskaði ég mér að eignast
inniskó, og að ég var himinlif-
andi glöð, þegar ég fékk þá.
Þeir voru svartir og einfaldir
að allri gerð en mér þótti svo
vænt um að fá þá.
Ég bað afa og ömmu að gefa
mér þannig inniskó — eins og
þá sem ég hafði átt er ég var
Esta.
Löngu seinnajiékk ég að vita,
að Esta hafði óskað* eftir að fá
inniskó, og að hún eignaðist
þá einni viku áður en hún
veiktist. Þeir voru svartir og
mjög einfaldir að allri gerð ...
Denis man einnig eftir tusku-
brúðu, sem Esta hafði átt, og
hann útskýrði fyrir móður
sinni og ömmu, hvernig þessi
brúða hafði litið út. í ljós kom
að Esta hafði átt dúkku, ná-
kvæmlega eins og þá sem Den-
is lýsti. Brúða gerð úr tusku-
afgöngum og saumuð saman
með garni.
Denis Lindbohm minnist líka
sorglegra stunda í sambandi við
dauða Estu.
„Ég man eftir blautum tepp-
um og lökum. Mamma (síðar
amma) situr við rúmið. Ég sé
flöktandi ljós, stearinljós eða
parafinlampa. Ég sé glugga
sem hreyfast. Ég er þvöl af
hita og finnst ég vera hræði-
lega veik. Þetta er óhugnanleg
tilfinning."
Um sjálfan dauðann man
Denis lítið eitt, og það undar-
legt:
„Ég sé allt eins og í gegnum
slikju. Ég sé að eldri systir mín
grætur. Ég er dáin og ég kem
við kinnina á henni og hún
grætur ennþá meira.“
Gunborg Lindbohm var ekki
heima, þegar hún frétti að
yngri systir hennar hefði látizt
úr spönsku veikinni.
Uppvöxtur Denisar var næsta
flókinn. Hann var í raun tvær
persónur, og er hann var smá-
barn, ggt hann ekki alltaf að-
skilið þær minningar sem á
hann leituðu. En jafnhliða þess-
um minningum þrengdu aðrar
sér að, endurminningar sem alls
ekki gátu verið eðlilegar litl-
um dreng á Skáni.
14 VIKAN 39. TBL.