Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 48
Nlðan Siðast 350 milljónir fyrir eitt málverk Meistaraverk Tizians, „Dauði Aktaeons", var nýlega selt á uppboði hjá Christie’s í London, eins og menn rekur vafalaust minni til. Verðið voru litlar 350 milljónir íslenzkra króna og er það hæsta verð sem hingað til hefur verið greitt fyrir lista- verk. Sá sem keypti var kunn- ur, bandarískur listaverkasali, Julius H. Weitzner, og keypti hann í umboði einhvers annars, sem hann neitaði að tilnefna. Sagði Júlíus að hann hefði ver- ið mikinn heppinn þarna, því þetta vaeri gjafvérð. Helmingi meira hefði verið sanngjarnt. TattóveraS kvenfólk Hingað til hafa það aðallega verið sjómenn sem hafa látið tattóvera sig og flestir þeirra haaf vaknað „morguninn eftir“ með mynd af skútu eða kær- ustunni sinni. Nú hefur nýtt æði gripið um sig í Kaliforníu í Bandaríkjunum: Þúsundir stúlkna hafa látið tattóvera sig þar á síðustu mánuðum og flest- ar velja til þess rassinn, neðan- verðan kviðinn, brjóstin eða annan álíka stað. Stór hluti þessara kvenna eru meðlimir í félögum og starfs- hópum sem berjast fyrir aukn- um rétti kvenna til jafns á við karlmenn. En svo kom fram á sjónarsviðið doktor Walter Bromberg, sem lengi hefur rannsakað ástæðurnar fyrir tattóveringu, og sló hann fram kenningu sem setti margar kon- ur í feykilegt óstuð: „Konur,“ segir hann, „láta tattóvera sig vegna þess sama og þær hugsa mikið um föt og smyrja á sig allskonar kremum og áburðum. Til að þóknast karlmanninum!“ Júmbó hefur gleypt 12 milljónir manns Kunningi okkar einn vestan- hafs flaug nýlega með Boeing 747, eða Júmbó eins og risaþot- an hefur verið kölluð. Sagðist hann aldrei hafa lent í öðrum eins lúxus — en jafnframt tók hann stíft fram, að heldur synti hann yfir Atlantshafið en að fara aftur um borð í „skrímsl- ið“, eins og hann orðaði það. Maskína þessi tekur rúmlega 400 manns í sæti og þykir sjálf- sagt flestum nóg um. Þykir mönnum vélar þessar í hæsta máta ópersónulegar þrátt fyrir öll þægindin, og nægir í því sambandi að benda á ummæli kunningja okkar. 20 mánuðir eru nú síðan Bo- eing 747 voru teknar í notkun, og á þeim tíma hafa hvorki meira né minna en 12 milljónir manna ferðast með þeim. 25 stór flugfélög hafa þotuna í notkun í dag og ennþá hefur ekkert stórvægilegt komið fyr- ir. Stærsta óhappið henti við San Francisco (sjá mynd), þeg- ar „Júmbó“ með 212 farþega innanborðs , hlekktist á í flug- taki. 15 farþegar meiddust en annars skeði ekkert frásagnar- vert. 48 sinnum á dag fer Júmbó yfir Atlantshafið og 50 sinnum yfir Kyrrahafið. Og svo er auð- vitað áfært til Vestmannaeyja í dag eins og venjulega. 48 VIKAN 39. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.