Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 5
Detti mér allar dauðar... Kæri Póstur! Takk fyrir allt gamalt og gott. Við ætlum að spyrja þig um hljómsveit sem ekki er víst að þú hafir heyrt nefnda. Hún heit- ir FORhÚÐ og er frá Höfn í Hornafirði. Þeir spiluðu í Atla- vík um Verzlunarmannahelgina, þar sem við vorum. Söngvarinn heitir Magnús, en nú koma spurningarnar: Hvar á hann heima og hvað er hann gamall? Er hann trúlofað- ur eða giftur? Gætir þú ekki birt mynd af hljómsveitinni? Við vonum að þú látir bréfið ekki f ruslakörfuna áður en þú ert búinn að svara því. Tvær úr Reykjavfk. Forhúðl Allan andskotann heita hljómsveitir! Hvað kemur næst? Penis? Við höfum aldrei heyrt á þessa hljómsveit minnzt, en þætti vænt um að fá upplýsing- ar frá einhverjum lesanda. „Farðu til andsk ...“ Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og ætla ég því að gera það nú. Ég er 14 ára og geng með gler- augu. Þannig er mál með vexti að ég hef aldrei verið með strák. Ég er ekki Ijót. Mér finnst það svo leiðinlegt að enginn strákur skuli sýna mér áhuga. Ég þrái svo heitt að vera með strák. Ég á heima í sveit, hálf- gerðu þorpi. Ég er alltaf kölluð „litla stæl" þar. Ég fór í Húsa- fell um Verzlunarmannahelgina og ég var ekki með neinum strák. Hvernig stendur á þessu? Svo finnst mér alveg 100% ef strákur talar við mig en það er mjög sjaldan. Ég var hrifin af strák í fyrra og hann tálaði einu sinni við mig. Þá sagði ég hon- um að ég væri hrifin af honum og hann sagði: „Farðu til and- skotans" og sfðan hefur hann forðazt mig. Ég er hávaxin og grönn með grænblá augu og með sítt, dökkt hár niður f mitti. Ég bið þig elsku Póstur minn að láta þetta ekki í ruslakörf- Hvert á maður að skrifa ef mað- ur ætlar að senda lag í Óskalaga- þætti sjúklinga? Kærar kveðjur. Indíána-Edda. Óskalagaþáttur sjúklinga er að- eins ætlaður þeim er liggja á sjúkrahúsum, það er að segja: Aðeins eru teknar kveðjur frá slíku fólki — og þá skrifar það Ríkisútvarpinu. Varðandi vandamál þitt er lítið hægt að ráðleggja þér að svo komnu máli. Þú ert nú ekki nema 14 ára gömul, svo ekki held ég að ástæða sé fyrir þig að örvænta en afstaða stráksins er á vissan hátt skiljanleg; strák- ar á þessum aldri eru yfirleitt ekki hrifnir af að stúlkur sýni svona blátt áfram framkomu og frumkvæði. Hitt er svo annað mál, að hann var hinn argasti ruddi. Þú ættir að hringja í okk- ur og ræða málið við okkur . . . Fóstruskólinn Kæri Póstur! Við erum hérna tvær fáfróðar yngismeyjar á Norðurlandi. Okk- ur vantar svo mikið upplýsingar um undirbúning undir Fóstru- skólann og fleira í sambandi við hann og því töldum við gott ráð að skrifa þér og spyrja. 1. Hvað er námið langt? 2. Hvaða próf þarf að hafa? 3. Með hvað miklum fyrirvara þarf að sækja um skólavist? 4. Hvað lærir maður í skólan- um? 5. Þarf maður að hafa unnið á barnaheimili einhvern sérstakan tfma? Með fyrirfram þökk. BK & ÁS. Við vorum með grein um Fóstru- skólann í 46. tbl. 1970 og þar er allt um hann, en síminn þar er 21688 og skólastjórinn, frú Valborg Sigurðardóttir, segir ykkur vafalaust allt um hann. UPO ELDAVÉLAR UPO KÆLISKÁPAR UPO ELDSÚSVIFTUR UPO OLÍUOFNAR Einkaumboð: H. G. GUÐJÖNSSON & CO. Stigahlíð 45—47. Suðurveri. Sími 37637. SKÓLARITVÉL Fimm gerðir skólaritvéla fyrirliggjandi á lager. Verö frá kr. 4.916,00 Sisli c7. cSofíitsen 14 VESTURGÖTU 45 SÍMAR: 12747 -16617 39. TBL. VIKAN 5 una.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.