Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 7
Edgar Hoover, sjötíu og sex ára, yfirmaður bandarísku alríkislögregl- unnar - FBI - hefur upp- lýsingar um milljónir Banda- ríkjamanna í sínu tröllaukna skjala- safni. Hann stjórnar stofnun sinni sem einræSisherra. Gagnrýnin á hann vex, en Nixon forseti hliðrar sér hjá að stofna til árekstra við hann. FBI svífst einskis til að afla sér uppiýsinga um fólk, og gagnrýnendurnir eru hræddir um að upplýsing- arnar verði misnotaðar. lengi dragast að veita lionum það. Gat hann þá ráðið þúsund nýja njósnara. Þegar McCar- thy-æðið var í hámarki, fékk hann á sama hátt mögnleika á að cfla stofnun sína með því að benda á „hættuna af inn- lenda kommúnismanum“. Enda þótt smám saman drægi úr æð- inu og McCarthy missti öll áhrif, þá stóð Hoover eftir með völdin, sem það hafði fengið honum, og almannalof sem „fyrsti og helzti óvinur hinna guðlausu“. ® Qg Edgar Hoover virðist enn mjög áfram um að halda orðstír sínum sem vörður þjóð- arinnar gegn „guðlausum hug- myndafræðingum“. Þegar um árið kom til orða að skiptast á konsúlum við Sovétríkin, kom upp spurning hvort þetta yrði til að greiða fyrir njósn- um Sovétmanna í Bandaríkj- unum, ef af yrði. Johnson for- seti taldi ekki hættu á því, en Hoover var á öðru máli. Og skoðun hans var nógu þung á metunum til þess að lengi dróst að koma konsúlaskiptunum í framkvæmd. Það var ekki fyrr en Rusk utanríkisráðherra sagði að Hoover og gagnnjósnarar hans væru nógu galvaskir til að fyrirbyggja þessa nýju njósnahættu, að Hoover lét af mótmælum og tillagan var sam- þykkt. • Það hljómar ótrúlega, en Hoover hefur gegnt stöðu sinni í næstum hálfa öld. Hann tók við henni 1924, þá tuttugu og níu ára að aldri. Þá var stofn- unin ekki upp á marga fiska, gerspillt og lömuð af hneyksl- um. Hann breytti henni í öfl- uga stofnun, sem kvað með öllu frí við spillingu og óháð pólitiskum og öðrum utanað- komandi öflum. Þegar Hoover tók við stöðu sinni var Nixon forseti ellefu ára drengur, sem sópaði og tók til í verzlun föð- ur síns. Á sínum langa ferli hefur hann — likt og margir aðrir einræðisherrar — fallið fyrir þeirri freistingu að skapa markvisst persónudýrkun í kringum persónu sína, sem í ásýnd minnir á bolabít. Og honum hefur tekizt að verða einn af þeim Bandaríkjamönn- um, sem mest ber á og mest er talað um. O Edgar Hoover getur kippt í margan spottann, þegar hann vill það viðhafa. Eitt sinn var valdspersónum nokkrum mjög í mun að hafa upp á manni einum — ekki glæpamanni, í það skiptið var um allt annan mann að ræða. En hann virtist týndur og tröllum gefinn, og Hoover var beðinn hjálpar. Hann var þjónustu reiðubúinn í það skiptið; ef maðurinn fynd- ist fljótt, myndi það efla orð- stír hans og FBI. Árangurinn varð sá að næsta morgun var lýst eftir þeim týnda í yfir fimm hundruð blöðum, og all- ar sjónvarpsrásir sýndu af honum myndir fimmtándu hverja mínútu. Eftir aðeins fá- einar klukkustundir liafði ver- ið haft upp á manninum. O Richard Nixon er áttundi forsetinn, sem Hoover þjónar. Þegar viku eftir kosningarnar, þegar Nixon hreppti hnossið, sat Hoover einkafund með hon- um. Enginn veit hvað þeim fór á milli, en ætla má að Hoover hafi óskað eftir jafn takmarka- lausum stuðningi af hálfu rík- isvaldsins og hann hafði hing- að til notið. En jafnvel fyrir hinn volduga lögregluforingja reyndist Nixon of harðsnúinn. Undir stjórn hans magnaðist gagnrýnin á Hoover. Gagnrýn- in hafði að vísu byrjað áður, en þá voru það aðeins áhrifa- lausir menn, sem ympruðu á henni. O Hvíta húsinu er farið að gremjast sá háttur Hoovers að taka ekki til greina nein sjón- armið utan sín eigin, þegar ör- yggi og hagsmunir þjóðarinn- ar eru annars vegar. Hann er þverhaus hinn mesti, og hroka- full framkoma, sem hann oft bregður fyrir sig, er farin að fara í taugarnar á mörgum gæðingum Nixons. Þegar hann frammi fyrir öldungadeildinni uppástendur það blákalt að hann viti um samsæri til að ræna ýmsum forustumönnum Bandaríkjanna og eyðileggja nokkrar frægar byggingar, án þess að hafa nokkrar sannanir, þá er eðlilegt að tvær grímur renni á marga. Með öðrurp orð- um sagt: Það er farið að gjósta kringum Edgar Hoover á hans hefðar jökultindi. Innan stjórn- arstofnananna er nú talað um það opinskátt að Hoover sé of gamall orðinn og nýr maður verði að koma í hans stað. O Að fá mann í stað Hoovers er samt hægara sagt en gert. í áranna rás hefur hann með járnhönd sinni framfylgt mjög sérkennilegri stefnu innan FBI. Á einn eða annan hátt hefur hann losað sig við alla sam- starfsmenn sína, sem voru nógu snjallir til að geta orðið eftir- menn hans. Quinn Tann, fræg- ur lögregluforingi á alþjóða- vettvangi, var til dæmis neydd- ur til að hætta störfum hjá FBI og snúa sér að nýjum störf- um, í hverjum hann að vísu hlaut ærinn frama. Núverandi næstráðandi Hoovers, Clyde Tolson, er of gamall og þar að auki heilsutæpug. Eftirmanns Hoovers yrði því að leita utan FBI. O Það sem öllum þykir skelfi- legast við FBI er databank- inn og hinar stöðugu njósnir ujn persónuleg mál einstakl- inga. Hvar finnst maður, sem treystandi væri til að misnota ekki leyndarmál skjalasafns- ins? Og væri jafnframt nógu öflugur til að stjórna FBI? Mönnum. hrýs hugur við að eftir Hoover komi annar mað- ur, sem verði einskonar ríki í ríkinu. Getur það yfirleitt gengið? Lög frá 1968 mæla svo fyr- ir, að öldungadeildin skuli staðfesta útnefningu forseta á manni í embættið, en ekki virð- ist það auðvelda neitt valið á eftirmanni, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. O Alls konar tillögur varð- andi þetta hafa séð dagsins ljós. Þær miða sumar að því að gera fyrirliða FBI háðari stjórn- arkerfinu. Einnig hefur verið lagt til að ekki verði ráðið í embættið nema til skamms tíma í senn. En þessar uppá- stungur hafa mætt mikilli mót- spyrnu. í framkvæmd, er sagt, ánundu þær leiða til að menn yrðu skipaðir í stöðuna eftir pólitískum línum, og það ótt- ast fólk mest af öllu. O Einna mest fylgi hefur fengið sú tillaga að setja skrán- ingu FBI á almennum borgur- um einhver takmörk, þegar nýr maður hefur verið ráðinn yf- irmaður stofnunarinnar. En hve langt verður þangað til? Fer Nixon að dæmi fyrirrenn- ara síns, það er að segja skýtur hann því á frest að ákveða nýj- an mann í stöðuna unz valda- tíð hans er lokið? Verður Ed- gar Hoover kannski yfirmaður FBI til áttræðs, eða kannski níræðs? * 39. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.