Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 6
Voldugasti maður Bandaríkjanna -hálfáttræöur einræöisherrí • í WASHINGTON, höfuð- borg Bandaríkianna. búa um tvær milljónir manna. Þessa dagana doka margir þeirra við framanvið risabyggingu, sem verið er að reisa við Pennsyl- vania Avenue í borginni miðri. Ekki til að dást að bygging- unni — aðrar eins hafa sézt. Menn doka við til að spyrja. • Og til þess hafa þeir ástæðu. Hér ætlar J. Edgar Hoover, hinn frægi yfirmaður FBI, að draga saman og setja í skjala- safn allar þær persónulegu upplýsingar um bandariska borgara, sem þúsundir njósn- ara hafa dregið saman undan- farna áratugi Mikið af þessum upplýsingum byggist að vísu á óstaðfestum kviksögum. • Er ég á þessari skrá? And- styggileg spurniríg. • Hve margir bandarískir borgarar eru á skránni hjá FBI? Ekki ástæðulaus spurning. • Þeir hljóta að skipta millj- ónum. Gólfflötur skjalasafns- ins talar sínu máli þar um. Svo og svo margir fermetrar segja kannski mörgum ekki mikið, en þegar í ljós kemur að gólf- flötur skjalasafnsins er álíka á stærð og tólf knattspyrnuvellir, verður ljóst að hér er ekki um að ræða neitt smáræði. f sam- bandi við safnið er datamask- ína, sem á svipstundu getur sagt til um hvort upplýsingar um einhverja manneskju fyr- irfinnast þar eður ei. Sé mann- eskjan í safninu, skilar data- vélin jafnframt mikilvægustu upplýsingum um hana. • Engum finnst teljandi til tíðinda að databankinn haldi sinni köldu hendi yfir glæpa- lýð landsins, en hitt þykir skuggalegra að hann inniheld- ur upplýsingar um alls konar fólk. Enginn getur treyst því að hann sé þar ekki á skrá. Þar geta verið upplýsingar, réttar eða rangar, sem geta skaðað álit hlutaðeigandi um alla fram- tíð, ef uppvísar verða. Og vald- ið til að láta „leka“ liggur í hendi eins manns — Edgars Hoovers, sem nú er sjötíu og sex ára. • En Edgar Hoover er ábyggi- legur. Aðeins einu sinni hefur hann látið leka. Niðrandi upp- lýsingar um Martin Luther King voru látnar ná til blað- anna. En hvort sem lekur eður ei, þá er óhögguð sú staðreynd, að valdið í höndum Hoovers er gífurlegt. Það vita allir og reyna því flestir að forðast árekstra við hinn volduga mann. • Edgar Hoover er sjötíu og sex ára gamall. Eru þá engin takmörk fyrir því, hve gamall yfirmaffur FBI megi vera? Jú, aldurstakmörkin eru til. Eng- inn bandarískur ríkisstarfsmaff- ur má vera í starfi lengur en til sjötugs. En hvað gerffist þegar Johnson var orffinn for- seti eftir John Kennedy myrt- an? Hoover var aff verffa sjö- tugur, en nýi forsetinn gat ekki hugsaff sér aff vera án hans. Melff sérstakri tilskipan fékk Hoover undanþágu til aff vera eins lengi viff störf og verkast vildi. Johnson forseti á aff hafa sagt: — Ég vil ekki fá þaff á mína könnu aff útnefna eftirmann hans! Ég vona að hann endist út mína forsetatíð. • Edgar Hoover hefur enga afstöðu tekið í flokkapólitík. Þess vegna er ólíklegt að skrá- in hans skelfilega verði notuð í pólitískum tilgangi. En þegar aðstaða FBI og hans sjálfs er höfð í huga, hefur hann engu að síður verið eins konar stjórn- málamaður, og það ekki neinn smáfiskur. Hann hefur verið tiltölulega óháður stjórninni, hvort heldur sem demókratar eða repúblíkanar hafa verið við völd, og komið ótrúlegustu hlutum í kring. Gagnstætt því sem er um aðra ríkisstarfs- menn, þá njóta starfsmenn FBI ekki mikils öryggis gegn því að þeim sé sagt upp, en fá í staðinn óvenju há laun. Það skiptir miklu að geta verið fljóthentur að kveða niður alla tilhneigingu til spillingar, póli- tískrar starfsemi, svika og aga- brota án tafar, og án þess að þurfa að standa í þreytandi stappi við lögfræðinga og stjórnarvöld. Til að tryggja þetta hefur Hoover gert sig að algerum einræðisherra yfir FBI og heldur starfsfólkinu í járn- greipum. Það er engu líkara en bergmáli um gangana í að- alstöðvunum: — Hvað svo sem þið gerið, þá gætið þess að lenda ekki í árekstri við hús- bóndann! • Mörg dæmi hafa sannað hve mikið vald yfirmanns FBI er. Þannig var skipt um menn í stöðu fulltrúa stofnunarinn- ar í Hvíta húsinu þegar eftir morðið á John Kennedy. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti, án nokkurs fyrir- vara. Hvers vegna? Sá nýút- nefndi, Carther D. Loach, var vinur nýja forsetans frá fornu fari. Og Edgar Hoover var ekki seinr; á sér að grípa tækifærið. Mannaskiptin leiddu til þess, að honum tókst að styrkja völd sín enn að mun. Hann gat nú borið erindi sín undir forset- ann milliliðalaust, en hafði áð- ur þurft að leggja þau fyrst fyrir ýmsa millimenn, en svo vildi til að sá helzti þeirra var maður, sem Edgar Hoover geðj- aðist ekki að. Og Johnson for- seta ekki heldur. • Alla sína embættistíff hef- ur Edgar Hoover kerfisbundiff unniff aff þvi aff styrkja og efla völd sín og stofnunar sinnar. Þegar stúdentaóeirðirnar skóku Bandaríkin 1970, lét hann í ljósi þá skoðun aff stúdentarn- ir væru „ógnun viff öryggi sam- félagsins og þjóffarinnar“. Hann krafffist aukinna fjárframlaga til aff FBI gæti mætt þessari nýju ógnun, og þingiff lét ekki 6 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.