Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 3
8. tölublað - 24. febrúar 1972 - 34. árgangur Svipmynd af Örlygi Sigurðssyni Örlygur Sigurðsson, list- málari, svarar persónu- legum spurningum okkar í þetta sinn. Það er óþarfi að kynna hann. Nafn hans er trygging fyrir því, að allir komist í gott skap. Sjá bls. 14. Höfundur Línu langsokks Hver þekkir ekki Línu langsokk? Hún er ein vinsælasta persóna í barnabókum síðari ára. Hins vegar vita færri deili á höfundi hennar, Astrid Lindgren. Sjá grein á bls. 16. Skólaár Bernadettu Devlin Bernadetta Devlin kemur hingað til lands í næsta mánuði og verður gestur á pressuballinu. í tilefni af því birtum við kafla úr bókinni hennar, þar sem hún segir frá skóla- árum sínum. Sjá bls. 24. KÆRI LESANDI! Þegar þetta er skrifað, er ný- lokið mótmælaaðgerðum í Reykjavík til að styðja málstað íra og fordæma framkomu brezka liersins þar í landi. Þessi mótmæli voru fjölmenn, fóru virðulega fram og án nokkurra óspekta eða átaka. Það var ánægjulegt, að við skyldum á þennan hátt lýsa yfir stuðningi við baráttu íra. Okkur rennur sannarlega blóðið til skyldunnar, þegar þeir eiga í hlut. Saga sjálf- stæðisbaráttu þeirra er orðin ær- ið blóði drifin og mál til komið, að henni linni og þeir fái að njóta almennra mannréttinda og virð- ingar sem sjálfstæð þjóð. Svo skemmtilega vill til, að Bernadetta Devlin kemur hingað til lands í næsta mánuði. Hún verður gestur blaðamanna á pressuballinu, sem nú hefur ver- ið endurvakið með pompi og pragt. Mál Irlands verða því væntanlega mikið' rædd hér á landi á næstunni. í tilefni af komu Bernadettu hefur Vikan fengið að birta kafla úr bók hennar, Sál mín að veði, sem lcom út í fyrra í þýðingu Þor- steins Thorarensens. Kaflinn, sem við birtum, segir frá dvöl henn- ar í menntaskóla og sýnir vel hversu rótgróið hatur Ira á fíret- um er. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Það er ekki draumur — ég lifði dauðann, þriðji hluti óvenjulegrar frásagnar sænskr- ar konu, sem man fyrri tilveru sína 6 Brot úr bréfum og dagbók islenzks refsi- fanga, síðari hluti 8 Ég græt, þegar ég sé barn sem á bágt, grein um Astrid Lindgren, sem samdi m. a. sög- una um Línu langsokk 16 Ein milljón á átján dögum, grein um of- fjölgunarvandamálið í heiminum 18 Sannasta kærleikskona, sem ég hef kynnzt, Bernadetta Devlin segir frá menntaskólaár- um sínum 24 Ashton-fjölskyldan í sjónvarpinu 28 VIÐTÖL Skemmtilegu fólki fyrirgefst margt. Svip- mynd af Örlygi Sigurðssyni, listmálara 14 SÖGUR Claudia, smásaga 12 Kona um borð, framhaldssaga, 6. hluti 20 Leyndardómur Mariu Roget, siðasti hluti 32 Sagt frá næstu framhaldssögu Vikunnar 31 ÝMISLEGT Heitar súpur, Eldhús Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 26 Simplicity-snið 23 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 10 Krossgáta 49 Myndasögur 38, 40, 42 Stjörnuspá 34 FORSÍÐAN Spánný tízkumynd — beint frá Paris. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maf og ágúst. 8. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.