Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 6
J ÉG HEF hAf\ CD SETT BLÓM Ll' ám^°f ekki draumur 3. -EG LIFÐI DAUÐANN - Ég get vel skiliS að fólk eigi bágt með að trúa sögu minni, en hún er sönn. Ég hefði ekki viljað fyrir nokkurn prís koma mér í þetta ástand, ef ég hefði ekki verið viss í minni sök. Ég er líka Anna Mathilda, sem lézt árið 1875. Ing-Britt Karlsson frá Gautaborg lýkur hér frásögninni um hina furðulegu reynslu sína, endurholdgunina... egar Ing-Britt Karlsson fann sína eigin gröf, árið 1965, voru gömlu trén og hæðin ennþá á sínum stað, ásamt hinum upprunalega leg- steini. Nú er búið að jafna hæð- ina við jörð, höggva trén og lækka legsteininn, svo hann skagi ekki langt yfir hina leg- steinana í kirkjugarðinum. í vitruninni sá Ing-Britt sjálfa sig, þar sem hún hallaði sér upp að tré og annað tré stóð ,rétt hjá. Hún stóð á hæðinni og horfði á sína eigin jarðar- för. Hún sá opna gröf og fólk- ið, sem var þarna saman kom- ið til að kveðja ungu stúlkuna árið 1875. Hún minnist þess að þegar hún stóð undir greinum trjánna voru þessi tré ung. —- Nú voru þetta orðin há tré, en ég man ekki hvort það voru elmitré eða linditré. Nú er búið að lækka legsteininn, það var tek- ið úr honum stykki í miðjunni. Hún vissi að hún var Anna Mathilda, sem horfði þarna á jarðarför. Hún var furðu lost- in og minnist þess að hún hugsaði: — Á ég að fara þang- að og kveðja sjálfa mig? Hvern- ig get ég staðið hér og legið samt þarna í kistunni? ÞETTA VAR EKKERT NYTT FYRIR HENNI Ing-Britt Karlsson sá í kirkjubókunum hver hefði ver- ið dánarorsök Önnu Mathildu. Þar stóð: Lézt úr lungnaberkl- um. En þetta var ekkert nýtt fyrir mér. Ég hafði lengi vitað að eitthvað var að lungunum. Anna Mathilda, sem ennþá er í mér, hafði reyndar fengið mig til að leita læknis. Ég hélt að ég væri haldin einhverjum lungnasjúkdómi. En lungu mín voru heilbrigð. Samt finnst mér stundum ég f inni til óþæg- inda, eitthvað líkt þeim þján- ingum, sem fólk með lungna- berkla hefur. Til allrar lukku tók eigin- maður Ing-Britt margar mynd- ir af hæðinni í kirkjugarðin- um og trjánum, þegar þau hjónin voru í Sala, árið 1965. Annað tréð hafði þá verið fellt, en stubbur af stofninum stóð þar ennþá. Ungu hjónin, sem höfðu keypt býlið, æskuheimili Önnu Mathildu, tóku mjög vingjarn- lega á móti Karlssonshjónun- um, þegar þau komu þangað í „ættingjaleit“. En að sjálf- sögðu gat Ing-Britt ekki sagt þeim hina raunverulegu ástæðu fyrir heimsókninni. — Ég átti erfitt með að slíta mig frá þessu húsi og tafði eins lengi og mér var mögulegt. Maðurinn minn var kominn út í bílinn, en ég hélt áfram að tala við hjónin. Mér fannst eitthvað svo dapurlegt að fara þaðan! Ég hugsaði: „Verð ég að fara héðan aftur“. Ég hafði áður orðið að yfirgefa þennan stað og þá hefur það sjálfsagt líka verið erfitt. En smám sam- an hurfu þessi áhrif, ég hugs- aði ekki um það síðar. SJALDGÆFT „F JÖLSK YLDUMÓT“ Unga bóndakonan fékk þeim heimilisfang og símanúmer manns, sem ef til vill gæti frætt þau eitthvað um fólkið, sem þarna hafði búið. Erik og Ing-Britt höfðu svo samband við manninn. Hann var sjálfur mjög áhugasamur um ættartöl- ur og áleit að dóttir hans gæti gefið einhverjar upplýsingar um þetta mál. Hann hringdi strax til hennar og sagði henni að hjá sér væru stödd hjón frá Gautaborg, sem hefðu mikinn áhuga á ætt gamla kirkjuvarð- arins. Það var mjög einkenni- legur áhittingur að einmitt þá var stödd hjá henni barnabarn bróður Önnu Mathildu. Og áð- ur en varði stóð Ing-Britt með símann í höndunum. — Hérna getið þér fengið að tala við einn af ættingjunum. Hún heyrði undrandi rödd, sem spurði hvort þær væru skyldar. — Það er svolítið erfitt að útskýra það í síma, en mig langar til að hitta yður, sagði Ing-Britt. — Er nokkuð til enn- þá. af hlutum úr þessu gamla búi? spurði hún svo. Já, það var eitthvað eftir af ýmsum munum frá gamla bæn- um í Sörby og konan vildi gjarnan hitta þau hjónin og heyra eitthvað nánar um þessi ættartengsl. Hún bauð þeim að koma til sín næsta dag og þau þáðu það með þökkum. — Ég gat ekki sofið um nótt- ina, segir Ing-Britt. — Ég kom heldur ekki niður matarbita um morguninn. Ég vissi að konan, sem við ætluðum að hitta, var ógift og að afi henn- ar hafði verið bróðir Mathildu. En móðir hennar var látin, hún hefði eflaust verið fróðari um þetta mál. HÚN FÉKK AÐ HEYRA SANNLEIKANN Ing-Britt ákvað að segja kon- unni allan sannleikann. — Ég sagði henni strax hvernig á heimsókn minni stóð, sagði henni allan sannleikann og að ég væri Anna Mathilda. Hún varð bæði vandræðaleg og furðu lostin og andartak hélt ég að hún myndi biðja mig að fara. Ég hafði reyndar búizt við því, en hún gerði það ekki og talaði frjálslega við mig. Hún sagðist ekki trúa á neitt þessu líkt, en viður- kenndi að samt gæti verið sannleikskorn í þessu, því að 6 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.