Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 14
SJÁLFSMYND 2 Skemmtilegu fólki fyrirgefst margt 1. Hvað er það versta, sem þér yetið hugsað yður að fyrir geti komið? Að axlaböndin slitnuðu á dans- (jólfinu á Hótel Sögu i faðmi fag- urrar meyjar. 2. Hvar vilduð þér helzt eiga heima? bar sem hamingjan býr. 3. Hvaða galla í fari annarra eigið þér erfiðast með að þola? Vndirhyggju, sérgæði, hátiðleika, alvörugefni, trúarvingl, andlegt snobberí og andfýlu. 4. Hvaða skáldsögupersónu haldið þér mest uppá? Les sjaldan slíkar bókmenntir — flestar skáldsögur eru sagðar henta bezt konum og börnum. 5. Hvaða manneskju metið þér mest ? Hinn almenna, glaða og káta les- anda minn, ef hann fyrirfinnst. 6. Hvaða samtimakonu dáið þér mest? Dr. Selmu listfræðing og Stein- unni Finnbogadóttur, hina nýju „klínikdömu" Hannibals, að ógleymdri Gínu Lólóbrigídu, en ulls ekki Ólafíu og Kósigínu. 7. Hvaða kvenhetju úr hókmennt- unum dáið þér mest? /Iúsfrú Þórdísi, sem Magnús frái Syðra-Hóli á Skagaströnd eilífg- aði í íslenzkum bókmenntum, að ógleymdum eplapikunum, sem striplast um allar síður Playboy. 8. Hver er eftirlætislistmálari yðar? Kristján i Últímu vegna afkasta, Jóhann frá Skálum á Langanesi, sem málaði Gullfoss (vatnsfall- ið) í fullri stærð, gamla Grandma Moses, sem byrjaði að mála sjö- tug og dó með pensil í héndi 100 ára, og dr. Gunnlaug Þórðarson, sem aðeins hefur málað eina mynd og hafði vit á að láfa við svo búið sitja. 9. En tónskáld? 12. septemper, dr. Gylfi Þ. Gíslg- son og Dgke Ellington. 10. Hverja eiginleika teljið þér mestu máli skipta að karlmaður hafi? Húmor og hemil á kröftum og láti ekki kúgast af konum. 11. En kona? Lykti ekki af svita undir hönd- um og vjðar og noti 8xb svitaeyði. 12. Hvaða kost á manneskju metið þér mest? Skemmtilegheit og umburðar- lyndi. Skemmtilegu fólki fyrir- gefst margt. 13. Hvað þykir yður mest gaman að gera? Láta undan löngununum. 14. Hvað liefðuð þér lielzt viljað verða? Afburða teiknari, ritsnillingur, portretmálari og forstjóri fíóka- útgáfunnar Geðbótar plús

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.