Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 32
LEYNDARDÓMUR
Framhaldssaga eftir Edgar Allan Poe
Fjórði og síðasti hluti
Og hvaða ráðum beitum við til að komast að
hinu sanna? Við munum komast
að raun um, að þessum
ráðum fjölgar og þau verða skýrari, eftir
því sem okkur miðar áfram ...
Þrátt fyrir það, að dagblöðin
tóku fundi þessa kjarrs fegins
hendi, og því samhljóða sam-
þykki, sem sú hugmynd hlaut,
að þarna hefði ofbeldisverkið
einmitt verið framið, verður að
viðurkenna, að allveruleg
ástæða var til efa. Því, að þetta
væri staðurinn, trúi ég ef til
vill og ef til vill ekki — en
ágæt ástæða var til að vera í
vafa. Hefði hinn raunverulegi
staður verið, eins og Viðskipta-
blaðið gat til, í nágrenni við
Rue Pavée St. Andrée, hefðu
þeir, sem glæpinn frömdu, ef
gert er ráð fyrir, að þeir byggju
enn í París, eðlilega orðið gripn-
ir skelfingu við það, að athygli
almennings var þannig beint
sterklega í rétta átt; og i viss-
um hugargerðum mundi hafa
vaknað strax tilfinning um
nauðsyn þess að gera eitthvað
til að beina þessari athygli á
nýjar brautir. Og þegar grun-
urinn hafði þannig þegar beinzt
að kjarrinu í Barriére du Roule,
hefði sú hugmynd getað verið
eðlileg að koma hlutunum fyr-
ir þar, sem þeir fundust. Engin
raunveruleg sönnun er fyrir því,
enda þótt Sólin geri ráð fyrir
því, að hlutirnir, sem fundust,
hafi verið búnir að vera meira
en örfáa daga í kjarrinu; og
hins vegar eru sterkar sannan-
ir, byggðar á aðstæðum, fyrir
því, að þeir hefðu ekki getað
verið þar, án þess að vekja at-
hygli, þá tuttugu daga, sem liðu
milli hins örlagaþrungna sunnu-
dags og síðdegisins, þegar
drengirnir fundu þá. „Þeir voru
aiiir orðnir harðir af myglu“,
segir Sólin, þegar hún tekur
upp skoðanir fyrirrennara
sinna, „eftir rigninguna og
loddu saman vegna myglu.
Grasið hafði vaxið utan um og
yfir suma þeirra. Silkið í sól-
hlífinni var sterkt, en þræðirn-
ir í því voru trosnaðir að innan.
Efri hlutinn, þar sem hún hafði
verið brotin saman, var allur
myglaður og rotinn, og rifnaði
þegar hann var opnaður". Að
því er það varðar, að grasið
hafi „vaxið utan um og yfir
suma þeirra“, er það augljóst,
að þessi staðreynd hefði aðeins
getað byggzt á orðum, og þann-
ig á minni, tveggja lítilla
drengja; því að þessir drengir
tóku hlutina af staðnum og fóru
með þá heim til sín, áður en
þriðji maður hafði séð þá. En
grasið vex, einkum í hlýju og
röku veðri (eins og var þegar
morðið var framið), ekki minna
en tvo til þrjá þumlunga á ein-
um einasta degi. Sólhlíf, sem
lægi á nýtyrfðri jörð, gæti eftir
aðeins eina viku verið orðin
alVeg hulin af vaxandi grasinu.
Og svo^að vikið sé að mylglu
þeirri, sem ritstjóri Sólarinnar
leggur svo staðfastlega áherzlu
á, að hann notar orðið ekki
sjaldnar en þrem sinnum í
þeirri stuttu klausu, sem áður
var tilfærð, er honum raun-
verulega ókunnugt um eðli
þessarar myglu? Þarf að segja
honum, að hún er ein af hinum
mörgu tegundum sveppa, sem
hafa venjulega það einkenni, að
þeir vaxa upp og fölna á ekki
lengri tíma en örfáum sólar-
hringum?
Þannig sjáum við á auga-
bragði, að það, sem hefur verið
tilfært af mestri sigurgleði til
að styðja þá hugmynd, að hlut-
irnir hefðu verið „að minnsta
kosti þrjár til fjórar vikur“ í
kjarrinu, er hin mesta fjarstæða,
sem hefur ekkert gildi sem
sönnun fyrir þeirri staðreynd.
Hins vegar er fjarska erfitt að
trúa því, að þessir hlutir hefðu
getað verið kyrrir í kjarrinu,
sem tilgreint er, lengri tíma en
eina viku — lengri tíma en frá
einum sunnudegi til hins næsta.
Þeir, sem þekkja nokkuð til ná-
grennis Parísar, vita, hversu
afar erfitt það er að finna af-
vikinn stað, nema þá í mikilli
fjarlægð frá útborgum hennar.
Ekki þýðir að láta sig dreyma
um að finna ókannaðan eða
jafnvel sjaldan heimsóttan, af-
vikinn stað, í skógum og lund-
um borgarinnar. Ef einhver,
sem er í hjarta sinu náttúru-
unnandi, en sem er samt hlekkj-
aður af skyldustörfum við ryk
og hita þessarar miklu höfuð-
borgar — ef einhver slikur
maður reynir, jafnvel á virkum
dögum, að svala þrá sinni eftir
einveru á svæðum, sem hafa
náttúrlegan yndisleik til að bera
allt í kringum okkur, — þá mun
hann komast að raun um það,
að við annað hvert fótmál eru
hinir vaxandi töfrar eyðilagðir
aí rödd og nærveru einhvers
þorpara eða hóps óþokka, sem
eru að drekka sig fulla. Hann
mun leita að einveru í hinu
þéttasta laufskrúði, en allt slíkt
er árangurslaus. Hér eru ein-
mitt þeir afkimar, þar sem mest
er um óþvegna menn — hér
eru þau musteri, sem mest eru
vanhelguð. Dapur í bragði mun
göngumaðurinn flýja aftur til
hinnar óhreinu Parísar, sem er
minna hvimleið, af því að hún
er ekki ein sundurleitt óhrein-
indabæli. En ef svo mannmargt
er í nágrenni borgarinnar á
hinum virku dögum vikunnar,
hversu miklu fremur er það
bað á sunnudögum! Þá gætir
þess einkum, að þorparinn í
borginni, sem nú er laus undan
vinnukvöðinni, eða sem vantar
hin venjulegu tækifæri til að
drýgja glæpi, leitar til nágrenn-
is borgarinnar, ekki vegna ást-
ar á sveitinni, sem hann fyrir-
lítur í hjarta sínu, heldur sem
aðferð til að losna frá aðhaldi
og venjum þjóðfélagsins. Hann
óskar ekki eins mikið eftir hinu
ferska lofti og hinum grænu
trjám, eins og eftir hinu glgera
frjálsræði í sveitinni. Þar, við
veitingahúsið, sem stendur við
þjóðveginn, eða undir lauf-
skrúði skóganna, leyfir hann
sér að njóta í óhófi hinnar vit-
skertu uppgerðarglaðværðar,
sem er sámeiginlegt afkvæmi
frelsis og romms, og þá fylgist
32 VIKAN 8. TBL.